Risar mætast í Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 06:00 vísir/epa Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira