Hin pólitíska birtingarmynd Ellert B. Schram skrifar 19. júlí 2016 05:00 Um daginn sendi ég stutta grein til birtingar í Fréttablaðinu sem fjallaði um jafnaðarstefnuna og gildi hennar varðandi jafnan hlut og kjör, manna í milli. Minnti á kjör eldri borgara og þá hungurlús, sem þeim er ætluð til framfæris. Svo táknrænt gerðist það að nær samdægurs birtust niðurstöður kjararáðs um launahækkanir háttsettra formanna og forstöðumanna í opinbera kerfinu. Þær nema tugum prósenta (allt upp í nær 50% hækkun) og þar að auki marga mánuði aftur fyrir sig. Flestu af þessu fólki færðar á silfurfati hundruð þúsunda króna og rúmlega það. Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að yppa öxlum og segja að þessi vinnubrögð væru samkvæmt lögum. En nú hefur hann lagt til að fækka þeim sem njóta fyrirgreiðslu kjararáðs (einhvern tíma seinna) sem er sýnd veiði en ekki gefin. Lögin standa. Og launahækkanirnar. En hverjir eru það sem setja lögin, nema Alþingi og stjórnmálaflokkarnir sem þar ráða ríkjum? Hverjir voru það sem höfðu ekki efni á að hækka framfærslu eldri borgara um meir en 9,6%, frá og með síðustu áramótum (ekki aftur fyrir sig) og báru fyrir sig lögin og neysluvísitöluna? Með öðrum orðum er staðan þessi: Háttsettir ríkisforstjórar fá hækkun, (eina og sér) ofan á laun sín, á hverjum mánuði sem nemur nokkurn veginn sömu upphæð og eldra fólk fær frá almannatryggingum (ríkinu), að hámarki 190 þúsund krónur eftir skatt. Er þá ekki minnst á að ellilífeyrisþegar hafa þar að auki enga möguleika á að styrkja stöðu sína gagnvart tryggingakerfinu (og lögunum), því við hverja krónu sem fæst til viðbótar, dregst sama króna frá ellilífeyrinum. Þetta er fátæktargildran. Þetta eru lögin. Í þessum tölum, annars vegar í launum háttsettra embættismanna og hins vegar í tryggingarkerfi eldri borgara, sjáum við birtingarmynd þeirrar misskiptingar, þeirrar mannfyrirlitningar, sem blasir við í þessu „ríka“ samfélagi okkar. Birtingarmynd mismununar á ríkum og fátækum. Kannske er þetta skýrasta skilgreiningin og einkennið á þeim stjórnmálum og pólitískum valdhöfum sem loka augunum fyrir jafnræði og mannúð og hygla þeim efnuðu en hundsa þá fátæku. Þetta er birtingarmyndin, sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum, í afstöðu okkar til flokka og baráttumála, sem íslensk pólitík snýst um. Ákvörðunin um aum kjör eldri borgara eða brjálaðar kauphækkanir háttsettra forstöðumanna er pólitík dagsins. Viljum við halda áfram að hygla þeim ríku eða auka jafnræði og samkennd með þeim sem bera skarðan hlut frá borði? Hvernig slær hjarta okkar, í hvoru liðinu viljum við vera? Eigum að vera? Væri það ekki skrítin Ella, ef þjóðin yppti öxlum eins og ráðherrann og léti það sig engu varða þegar kjör hinna ríku eru margfölduð á sama tíma og þeir efnaminni lepja dauðann úr skel? Þetta snýst um fyrirgreiðslu annars vegar gagnvart ríka fólkinu og/eða hins vegar um virðingu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Þetta snýst um pólitískar áherslur. Þetta snýst um hvað og hvern við kjósum og styðjum, þegar þar að kemur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um daginn sendi ég stutta grein til birtingar í Fréttablaðinu sem fjallaði um jafnaðarstefnuna og gildi hennar varðandi jafnan hlut og kjör, manna í milli. Minnti á kjör eldri borgara og þá hungurlús, sem þeim er ætluð til framfæris. Svo táknrænt gerðist það að nær samdægurs birtust niðurstöður kjararáðs um launahækkanir háttsettra formanna og forstöðumanna í opinbera kerfinu. Þær nema tugum prósenta (allt upp í nær 50% hækkun) og þar að auki marga mánuði aftur fyrir sig. Flestu af þessu fólki færðar á silfurfati hundruð þúsunda króna og rúmlega það. Fyrstu viðbrögð fjármálaráðherra voru að yppa öxlum og segja að þessi vinnubrögð væru samkvæmt lögum. En nú hefur hann lagt til að fækka þeim sem njóta fyrirgreiðslu kjararáðs (einhvern tíma seinna) sem er sýnd veiði en ekki gefin. Lögin standa. Og launahækkanirnar. En hverjir eru það sem setja lögin, nema Alþingi og stjórnmálaflokkarnir sem þar ráða ríkjum? Hverjir voru það sem höfðu ekki efni á að hækka framfærslu eldri borgara um meir en 9,6%, frá og með síðustu áramótum (ekki aftur fyrir sig) og báru fyrir sig lögin og neysluvísitöluna? Með öðrum orðum er staðan þessi: Háttsettir ríkisforstjórar fá hækkun, (eina og sér) ofan á laun sín, á hverjum mánuði sem nemur nokkurn veginn sömu upphæð og eldra fólk fær frá almannatryggingum (ríkinu), að hámarki 190 þúsund krónur eftir skatt. Er þá ekki minnst á að ellilífeyrisþegar hafa þar að auki enga möguleika á að styrkja stöðu sína gagnvart tryggingakerfinu (og lögunum), því við hverja krónu sem fæst til viðbótar, dregst sama króna frá ellilífeyrinum. Þetta er fátæktargildran. Þetta eru lögin. Í þessum tölum, annars vegar í launum háttsettra embættismanna og hins vegar í tryggingarkerfi eldri borgara, sjáum við birtingarmynd þeirrar misskiptingar, þeirrar mannfyrirlitningar, sem blasir við í þessu „ríka“ samfélagi okkar. Birtingarmynd mismununar á ríkum og fátækum. Kannske er þetta skýrasta skilgreiningin og einkennið á þeim stjórnmálum og pólitískum valdhöfum sem loka augunum fyrir jafnræði og mannúð og hygla þeim efnuðu en hundsa þá fátæku. Þetta er birtingarmyndin, sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum, í afstöðu okkar til flokka og baráttumála, sem íslensk pólitík snýst um. Ákvörðunin um aum kjör eldri borgara eða brjálaðar kauphækkanir háttsettra forstöðumanna er pólitík dagsins. Viljum við halda áfram að hygla þeim ríku eða auka jafnræði og samkennd með þeim sem bera skarðan hlut frá borði? Hvernig slær hjarta okkar, í hvoru liðinu viljum við vera? Eigum að vera? Væri það ekki skrítin Ella, ef þjóðin yppti öxlum eins og ráðherrann og léti það sig engu varða þegar kjör hinna ríku eru margfölduð á sama tíma og þeir efnaminni lepja dauðann úr skel? Þetta snýst um fyrirgreiðslu annars vegar gagnvart ríka fólkinu og/eða hins vegar um virðingu og samkennd með þeim sem minna mega sín. Þetta snýst um pólitískar áherslur. Þetta snýst um hvað og hvern við kjósum og styðjum, þegar þar að kemur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun