Veganesti kjararáðs í komandi kjarasamninga kennara Guðríður Arnardóttir skrifar 18. júlí 2016 07:00 Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. Þar hafa nokkrir æðstu stjórnendur hjá stofnunum ríkisins verið hækkaðir í launum umfram þær almennu launahækkanir sem ráðið hafði áður úrskurðað þeim til handa. Það sem vekur athygli mína varðandi þessa ákvörðun kjararáðs er annars vegar sú staðreynd að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins, fyrir utan Kennarasamband Íslands og BHM, hafa sett ramma um launahækkanir almennings til næstu ára þá telur kjararáð forsendur til þess að hækka tiltekna hópa umfram aðra. Leggur ráðið þar til grundvallar þau sjónarmið að álag í starfi þessara einstaklinga hafi aukist svo mikið á síðustu misserum að það beri að meta til launa. Nú liggur fyrir að álag á kennara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Kennarar búa við þann veruleika að nemendur þeirra sitja í kennslustundum með snjallsímana sína, sem eru ekki bara símar, heldur kvikmyndatökuvélar. Orð og athafnir kennarans geta þannig verið tekin upp, „editeruð“ og slitin úr samhengi og send þannig út í kosmósið. Nemendur geta tekið myndir af kennaranum sínum og sent á samfélagsmiðlana með niðrandi ummælum. Gerð er sú krafa að kennarinn sé til taks utan dagvinnumarka á fésbók eða svari tölvupóstum. Kennarinn má búa við opinbera umræðu um störf sín á samfélagsmiðlunum án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og er oft fundinn sekur af dómstóli götunnar. Að vera kennari er ekkert endilega þægilegri innivinna en að vera forstjóri Útlendingastofnunar eða fangelsismálastjóri. Álag á kennara hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum sem og umsvif starfsins, líkt og þeirra sérfræðinga hjá hinu opinbera sem kjararáð telur rétt að hækka í launum. Við framhaldsskólakennarar munum halda þessu til haga í haust þegar við setjumst að samningaborðinu, kjararáð hefur lagt okkur til gott veganesti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið talsverða umræðu í samfélaginu og ekki að ósekju. Þar hafa nokkrir æðstu stjórnendur hjá stofnunum ríkisins verið hækkaðir í launum umfram þær almennu launahækkanir sem ráðið hafði áður úrskurðað þeim til handa. Það sem vekur athygli mína varðandi þessa ákvörðun kjararáðs er annars vegar sú staðreynd að nú þegar aðilar vinnumarkaðarins, fyrir utan Kennarasamband Íslands og BHM, hafa sett ramma um launahækkanir almennings til næstu ára þá telur kjararáð forsendur til þess að hækka tiltekna hópa umfram aðra. Leggur ráðið þar til grundvallar þau sjónarmið að álag í starfi þessara einstaklinga hafi aukist svo mikið á síðustu misserum að það beri að meta til launa. Nú liggur fyrir að álag á kennara hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Kennarar búa við þann veruleika að nemendur þeirra sitja í kennslustundum með snjallsímana sína, sem eru ekki bara símar, heldur kvikmyndatökuvélar. Orð og athafnir kennarans geta þannig verið tekin upp, „editeruð“ og slitin úr samhengi og send þannig út í kosmósið. Nemendur geta tekið myndir af kennaranum sínum og sent á samfélagsmiðlana með niðrandi ummælum. Gerð er sú krafa að kennarinn sé til taks utan dagvinnumarka á fésbók eða svari tölvupóstum. Kennarinn má búa við opinbera umræðu um störf sín á samfélagsmiðlunum án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér og er oft fundinn sekur af dómstóli götunnar. Að vera kennari er ekkert endilega þægilegri innivinna en að vera forstjóri Útlendingastofnunar eða fangelsismálastjóri. Álag á kennara hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum sem og umsvif starfsins, líkt og þeirra sérfræðinga hjá hinu opinbera sem kjararáð telur rétt að hækka í launum. Við framhaldsskólakennarar munum halda þessu til haga í haust þegar við setjumst að samningaborðinu, kjararáð hefur lagt okkur til gott veganesti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun