Kosningar í haust nema allt fari í bál og brand Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. júlí 2016 18:37 Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við alþingiskosningar í haust nema allt fari í bál og brand í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann sé fullur bjartsýni á að hægt verði að klára þingstörfin á tilsettum tíma og boða til kosninga í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi í fyrradag bréf til flokksmanna þar sem hann hefur miklar efasemdir um hvort boða eigi til alþingiskosninga í haust, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar.Myndi sprengja ríkisstjórnina Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann segir þetta útspil Sigmundar til þess eins fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan sé í þinginu og setja þar allt í upplausn. Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Þá segir hann enga ástæðu til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma tímasetningu. Framsóknarmenn hafi fallist á það skilyrði sjálfstæðismanna fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi í apríl síðastliðnum, að kosið yrði í haust. Gegn þessu hafi framsóknarmenn sett skilyrði um að nýr forsætisráðherra í stað Sigmundar Davíðs kæmi úr röðum framsóknarmanna.Kosningar nema allt verði sett í bál og brand Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, vill ekki svara því beint hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert slíka kröfu. Samkomulagið milli flokkanna hafi verið skýrt – að því gefnu að flokkarnir nái að klára sín mál, þá verði gengið til kosninga í haust. Hann sé fullur bjartsýni á að það verði hægt.Kemur til greina í þínum huga, eftir yfirlýsingar ykkar forystumanna ríkisstjórnarinnar, að boða ekki til kosninga í haust? „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,” segir Sigurður Ingi. Hann trúi ekki öðru en að lýðræðislega kjörin stjórn fái að klára sín mál.„Auðvitað verða kosningar að lokum”Ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegnum þingið. Verða þá ekki kosningar í haust? „Eigum við ekki að sjá hvernig vinnan veltur fram á fyrstu dögum þingsins. Ég trúi ekki öðru en að þingið starfi áfram með þeim hætti sem það starfaði í apríl og maí og það stóð sig mjög vel á þeim tíma.”En ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegn? „Ég hef enga trú á að það verði með þeim hætti.”En ef að hún gerir það ekki. Verða þá ekki kosningar í haust? „Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi.Dagsetning kosninga með talsverðum fyrirvaraHvenær verður dagsetning kosninga ákveðin? „Hún mun væntanlega koma fram einhvern tímann þegar að við hefjum störf á þinginu og sjáum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.”Í ágúst? „Sjáum til,” segir Sigurður Ingi.Þingrofsheimildin er forsætisráðherra Aðspurður um aðkomu Sigmundar Davíðs að ákvörðun um hvort og hvenær boðað verði til kosninga segir forsætisráðherra. „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.”Þannig að ákvörðunin verður þín? „Þingrofsheimildin er þar,” segir Sigurður Ingi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06 Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við alþingiskosningar í haust nema allt fari í bál og brand í samskiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Hann sé fullur bjartsýni á að hægt verði að klára þingstörfin á tilsettum tíma og boða til kosninga í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi í fyrradag bréf til flokksmanna þar sem hann hefur miklar efasemdir um hvort boða eigi til alþingiskosninga í haust, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar.Myndi sprengja ríkisstjórnina Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, birti í dag færslu á Facebook þar sem hann segir þetta útspil Sigmundar til þess eins fallið að koma í veg fyrir þá mikilvægu vinnu sem fram undan sé í þinginu og setja þar allt í upplausn. Slíkt myndi einnig sprengja ríkisstjórnina og þar með færu mörg mál í súginn. Þá segir hann enga ástæðu til að efast um að næstu þingkosningar fari fram í vetrarbyrjun þótt enn sé óljóst með nákvæma tímasetningu. Framsóknarmenn hafi fallist á það skilyrði sjálfstæðismanna fyrir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi í apríl síðastliðnum, að kosið yrði í haust. Gegn þessu hafi framsóknarmenn sett skilyrði um að nýr forsætisráðherra í stað Sigmundar Davíðs kæmi úr röðum framsóknarmanna.Kosningar nema allt verði sett í bál og brand Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, vill ekki svara því beint hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert slíka kröfu. Samkomulagið milli flokkanna hafi verið skýrt – að því gefnu að flokkarnir nái að klára sín mál, þá verði gengið til kosninga í haust. Hann sé fullur bjartsýni á að það verði hægt.Kemur til greina í þínum huga, eftir yfirlýsingar ykkar forystumanna ríkisstjórnarinnar, að boða ekki til kosninga í haust? „Ég sé ekki að það geti gerst nema að því gefnu að það verði allt sett hér í bál og brand, sem ég hef enga trú á,” segir Sigurður Ingi. Hann trúi ekki öðru en að lýðræðislega kjörin stjórn fái að klára sín mál.„Auðvitað verða kosningar að lokum”Ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegnum þingið. Verða þá ekki kosningar í haust? „Eigum við ekki að sjá hvernig vinnan veltur fram á fyrstu dögum þingsins. Ég trúi ekki öðru en að þingið starfi áfram með þeim hætti sem það starfaði í apríl og maí og það stóð sig mjög vel á þeim tíma.”En ef að stjórnarandstaðan hleypir þessum málum ekki í gegn? „Ég hef enga trú á að það verði með þeim hætti.”En ef að hún gerir það ekki. Verða þá ekki kosningar í haust? „Auðvitað verða kosningar að lokum. En ég hef enga trú á því að stjórnarandstaðan fari að stöðva mál sem að eru landi og þjóð nauðsynleg, ég hef bara enga trú á því,” segir Sigurður Ingi.Dagsetning kosninga með talsverðum fyrirvaraHvenær verður dagsetning kosninga ákveðin? „Hún mun væntanlega koma fram einhvern tímann þegar að við hefjum störf á þinginu og sjáum hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.”Í ágúst? „Sjáum til,” segir Sigurður Ingi.Þingrofsheimildin er forsætisráðherra Aðspurður um aðkomu Sigmundar Davíðs að ákvörðun um hvort og hvenær boðað verði til kosninga segir forsætisráðherra. „Þingrofsheimildin er í höndum forsætisráðherra.”Þannig að ákvörðunin verður þín? „Þingrofsheimildin er þar,” segir Sigurður Ingi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06 Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Kosið að því gefnu að málin klárist Forsætisráðherra vonar að þingið gangi vel. 27. júlí 2016 16:18 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þorsteinn segir yfirlýsingu Höskuldar minna hann á neyðarlegt atvik í Alþingishúsinu Þorsteinn Sæmundsson segist sammála forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins um kosningar í haust ef ríkisstjórnin nær að klára mikilvæg mál. 27. júlí 2016 18:06
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
„Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51