Audi gerir ráð fyrir því að árið 2025 verði fjórðungur sölu fyrirtækisins rafmagnsbílar. Það kemur því kannski ekki á óvart að Audi setur nú þriðjunginn af öllu sínu þróunarfé í rafmagnsbíla. Mikið fé fer til þróunarstarfa á meðal allra bílaframleiðenda, ekki síst hjá lúxusbílaframleiðendum.
Með því að setja svo stóran hluta þess á nýtt svið þróunar má leiða getum að því að fórnir séu færðar við þróun hefðbundinna bíla með brunavélar. Það mun væntanlega ekki síst gilda um þróun nýrra brunavéla í bíla Audi. Audi er nú í 22. öðru sæti meðal bílaframleiðenda heimsins hvað varðar sölu hybrid- og rafmagnsbíla á meðan Mercedes Benz er í því fjórtánda, BMW í því tólfta og Lexus enn framar.
Því kemur þessi nýja stefna Audi ekki á óvart og dísilvélasvindl móðurfyrirtækisins Volkswagen hefur ýtt Audi enn frekar á þessa braut. Rupert Stadler, forstjóri Audi mun í dag greina frá framtíðarstefnu Audi í Munchen að viðstöddum 2.000 yfirmönnum Audi og þar er talið nokkuð víst að hann muni greina frá "rafmagnaðri" framtíð fyrirtækisins.
Bílar