Tískan tekur yfir Kaupmannahöfn Ritstjórn skrifar 9. ágúst 2016 17:00 Litadýrð á strætum Kaupmannahafnar á tískuvikunni í upphafi árs. Glamour/Getty „Það allra skemmtilegasta við tískuvikuna í Kaupmannarhöfn er aðallega það að öll borgin iðar af skemmtilegu mannlífi sem er allt tileinkað tískuhátíðinni. Það taka allir þátt, ekki bara þeir sem sækja tískusýninganar. Það finnst mér fallegt og skemmtilegt,“ segir stílistinn Ellen Lofts sem verður útsendari Glamour á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst á morgun þar sem hún mun þræða allar sýningar og heitustu partýin og fanga mómentin á Glamour á Instagram sem og á Snapchat. (Glamouriceland) Ellen er viss um að það verði sportlegt yfirbragð á pöllunum í ár þar sem dönsku merkin sýna vor-og sumartískuna 2017. „Sportleg-grunge áhrif verða ríkjandi í ár held ég þar sem mörgum ólíkum straumum og stefnum er blandað saman í bæði sniðum og efnum.“ Það hefur yfirleitt verið þannig að götutískan hefur fengið alveg jafn mikla, ef ekki meiri athygli en það sem gerist á pöllunum. Hvað getum við átt von á því að verði heitasta trendið hjá gestum tískuvikunnar í ár? „Ég bíð alltaf spenntust eftir að fygjast með heitustu trendunum á götunum og fæ ég yfirleitt meiri innblástur í mína vinnu með því að fygjast með götutískunni. Ég giska á að við eigum eftir að sjá marga í léttum „oversized silúettum“ með sportlegu ívafi og marga klæðast strigaskóm.“Hvaða sýningu er beðið með eftirvæntingu í ár? „Síðustu ár hef ég verið spenntust fyrir Freyu Dalsjö og Mark Tan en í fyrra fannst mér reyndar Ganni koma skemmtilega á óvart og stóð sú sýning uppúr að mínu mati. Það verður gaman að sjá hvort að þau toppa sig í ár líkt og i fyrra.“Eru Íslendingar áberandi þessa vikuna í Kaupmannahöfn? „Ég myndi segja að eftirsóttasta partýið í ár, líkt og í fyrra, væri það sem 66Norður heldur í samstarfi við Euroman og Eurowoman. Í fyrra komust færri að en vildu og sýnist mér stefna í það í ár. Það er gríðalega skemmtilegt að fylgjast með hvað merkið hefur orðið æ meira áberandi hér og sýnist mér vinsældir þess bara verið að aukast. Einnig hef ég tekið eftir að vörumerkið Geysir hefur verið að vekja athygli. Það er bara óskandi að þetta haldi áfram og að fleiri íslensk merki fari svo að bætast í hópinn.“Ekki láta tískuvikuna í Kaupmannahöfn framhjá þér fara og fylgstu með Glamour á samfélagsmiðlum sem og hér á vefnum. Glamour Tíska Mest lesið Kylie Jenner fær sinn eigin raunveruleikaþátt Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Mamma Bellu og Gigi Hadid leiðbeinir fyrirsætum í nýjum raunveruleikaþætti Glamour Skildi óvænt eftir sig bók Glamour Í kjól þöktum 275 þúsund demöntum Glamour Leyndu óléttunni í 9 mánuði Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour
„Það allra skemmtilegasta við tískuvikuna í Kaupmannarhöfn er aðallega það að öll borgin iðar af skemmtilegu mannlífi sem er allt tileinkað tískuhátíðinni. Það taka allir þátt, ekki bara þeir sem sækja tískusýninganar. Það finnst mér fallegt og skemmtilegt,“ segir stílistinn Ellen Lofts sem verður útsendari Glamour á tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst á morgun þar sem hún mun þræða allar sýningar og heitustu partýin og fanga mómentin á Glamour á Instagram sem og á Snapchat. (Glamouriceland) Ellen er viss um að það verði sportlegt yfirbragð á pöllunum í ár þar sem dönsku merkin sýna vor-og sumartískuna 2017. „Sportleg-grunge áhrif verða ríkjandi í ár held ég þar sem mörgum ólíkum straumum og stefnum er blandað saman í bæði sniðum og efnum.“ Það hefur yfirleitt verið þannig að götutískan hefur fengið alveg jafn mikla, ef ekki meiri athygli en það sem gerist á pöllunum. Hvað getum við átt von á því að verði heitasta trendið hjá gestum tískuvikunnar í ár? „Ég bíð alltaf spenntust eftir að fygjast með heitustu trendunum á götunum og fæ ég yfirleitt meiri innblástur í mína vinnu með því að fygjast með götutískunni. Ég giska á að við eigum eftir að sjá marga í léttum „oversized silúettum“ með sportlegu ívafi og marga klæðast strigaskóm.“Hvaða sýningu er beðið með eftirvæntingu í ár? „Síðustu ár hef ég verið spenntust fyrir Freyu Dalsjö og Mark Tan en í fyrra fannst mér reyndar Ganni koma skemmtilega á óvart og stóð sú sýning uppúr að mínu mati. Það verður gaman að sjá hvort að þau toppa sig í ár líkt og i fyrra.“Eru Íslendingar áberandi þessa vikuna í Kaupmannahöfn? „Ég myndi segja að eftirsóttasta partýið í ár, líkt og í fyrra, væri það sem 66Norður heldur í samstarfi við Euroman og Eurowoman. Í fyrra komust færri að en vildu og sýnist mér stefna í það í ár. Það er gríðalega skemmtilegt að fylgjast með hvað merkið hefur orðið æ meira áberandi hér og sýnist mér vinsældir þess bara verið að aukast. Einnig hef ég tekið eftir að vörumerkið Geysir hefur verið að vekja athygli. Það er bara óskandi að þetta haldi áfram og að fleiri íslensk merki fari svo að bætast í hópinn.“Ekki láta tískuvikuna í Kaupmannahöfn framhjá þér fara og fylgstu með Glamour á samfélagsmiðlum sem og hér á vefnum.
Glamour Tíska Mest lesið Kylie Jenner fær sinn eigin raunveruleikaþátt Glamour Gallapilsið boðar endurkomu sína yfir sumartímann Glamour Lady Gaga mun leika Donatellu Versace Glamour Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour Heita í höfuðið á Instagram-filterum Glamour Mamma Bellu og Gigi Hadid leiðbeinir fyrirsætum í nýjum raunveruleikaþætti Glamour Skildi óvænt eftir sig bók Glamour Í kjól þöktum 275 þúsund demöntum Glamour Leyndu óléttunni í 9 mánuði Glamour Golden Globe 2017: Best klæddu stjörnurnar Glamour