Hvorki líkamsárás né kynferðisbrot tilkynnt á fjölmennustu bæjarhátíð landsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 15:21 Mynd/Bjarni Eiríksson Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Samkvæmt tölum frá vegagerðinni sóttu um 33 þúsund manns hátíðarhöld á Dalvík um helgina, en þar var Fiskidagurinn mikli haldinn í sextánda sinn. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir umferðina að Dalvík á fiskidaginn hafa verið nokkuð jafna á árunum 2011 til 2014 eða í kringum 26-27 þúsund gesti. „Síðan tekur þetta kipp upp í 30 þúsund árið 2015 og nú upp í 33 þúsund árið 2016,“ segir Friðleifur. „Vegagerðin hefur í gegnum tíðina gert umferðarkannanir og þar með kannað fjölda farþega í hverjum bíl og út frá því höfum við getað áætlað hversu margir farþegar hafi verið í þessum ökutækjum,“ segir Friðleifur. „Ég hef yfirleitt leitað álits fiskidagsmanna á því hvort þetta sé í samræmi við það sem þeir telja og það hefur alltaf verið samræmi þarna á milli,“ segir Friðleifur.Friðrik Ómar segir að allt hafi gengið upp. Myndin er frá tónleikunum á laugardagskvöld.Mynd/Bjarni EiríkssonEngin mál á borði lögreglu Sævar Freyr Ingason, lögreglumaður á Dalvík, segir að hátíðarhöldin hafi farið mjög vel fram og að engar kærur liggi á borði lögreglu eftir helgina. „Það virðist ekki skipta miklu máli hver fjöldinn er hérna, þetta virðist oftast heppnast vel,“ segir Sævar. Hann segist þó ekki vita nákvæman fjölda gesta. „Það er verið að tala um 33 þúsund og það getur vel verið. Eina sem ég get sagt er að það voru fleiri núna en í fyrra, það er alveg á hreinu,“ segir Sævar að lokum.Allt gekk upp að lokum Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari var meðal þeirra tónlistarmanna sem steig á stokk á laugardagskvöldið þegar hátíðarhöld náðu hámarki. Minnstu munaði þó að söngvarinn gæti ekki komið fram sökum veikinda. „Það gekk annars allt bara upp að lokum,“ segir Friðrik Ómar í samtali við Vísi. Hann tekur undir orð Friðleifs og Sævars að fleiri hafi verið á hátíðinni en fyrri ár. „Það er gaman að segja frá jákvæðum fréttum þar sem svona margir eru komnir saman. Ég held að fólk átti sig ekki á stærðinni á þessu, þarna eru helmingi fleiri en á Þjóðhátíð í Eyjum,“ segir Friðrik Ómar.Viðtalið við Friðleif Inga Brynjarsson má heyra hér að ofan.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira