Hrafnhildur í úrslit á ÓL: Ég er mjög ánægð en finnst ég eiga meira inni Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 8. ágúst 2016 02:15 Hrafnhildur Lúthersdóttir fagnar sætinu í úrslitasundinu á morgun. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir var líka kát eftir sundið en hún hækkaði sig um tvö sæti frá því í sundinu í undanrásunum fyrr í dag. „Það hefur enginn kona náð þessu en það var náttúrulega Öddi sem náði þessu á sínum tíma. Þetta er mjög frábært. Það var líka gott að vera í sjöunda sætinu þannig að ég var ekki að rétt sleppa inn heldur var aðeins ofar," sagði Hrafnhildur. Örn Arnarson var fyrir kvöldið í kvöld eini Íslendingurinn sem hafði tryggt sig inn í úrslitasund á Ólympíuleikum en það gerði hann á ÓL í Sydney 2000. Þau eru bæði úr SH í Hafnarfirði. Hrafnhildur talaði um að hafa verið mjög stressuð í undanrásunum en hún var í miklu betra jafnvægi í undanúrslitasundinu og það sást. „Ég er samt ennþá þarna niðri og það er því enginn önnur leið fyrir mig en að komast ofar. Ég útfærði þetta sund aðeins betur en ég gerði í dag. Mér leið líka miklu betur og var ekki eins stressuð," sagði Hrafnhildur. „Ég er mjög ánægð með þetta en mér finnst ég líka eiga meira inni. Ég á hraðara sund því Íslandsmetið er hraðar. Ég vona að ég geti farið nær því í úrslitunum á morgun og tekið þá af þessu hálfa sekúndu í viðbót. Takist það þá ætti ég að geta verið með þeim þarna held ég," sagði Hrafnhildur. Hún segist hafa fengið góð ráð frá þjálfurum og að hún hafi nýtt sér það í undanúrslitasundinu. „Þeir sögðu að tökin mín hafi verið alltaf hröð á fyrstu 50 metrunum og ég var að reyna að draga úr þeim á fyrstu 50 en svo átti ég að halda í við þær í snúningnum af því að ég er alltaf svo léleg í snúningnum," sagði Hrafnhildur. „Það er alltaf gott að fá svona athugasemdir frá þjálfurum og vera líka með svona marga þjálfara hér sem geta séð þetta frá öðrum sjónarhornum," sagði Hrafnhildur. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sjöunda besta tímanum í undanúrslitum 100 metra bringusunds kvenna og er fyrst íslenskra kvenna komin í úrslitasund á Ólympíuleikum. Hrafnhildur Lúthersdóttir var líka kát eftir sundið en hún hækkaði sig um tvö sæti frá því í sundinu í undanrásunum fyrr í dag. „Það hefur enginn kona náð þessu en það var náttúrulega Öddi sem náði þessu á sínum tíma. Þetta er mjög frábært. Það var líka gott að vera í sjöunda sætinu þannig að ég var ekki að rétt sleppa inn heldur var aðeins ofar," sagði Hrafnhildur. Örn Arnarson var fyrir kvöldið í kvöld eini Íslendingurinn sem hafði tryggt sig inn í úrslitasund á Ólympíuleikum en það gerði hann á ÓL í Sydney 2000. Þau eru bæði úr SH í Hafnarfirði. Hrafnhildur talaði um að hafa verið mjög stressuð í undanrásunum en hún var í miklu betra jafnvægi í undanúrslitasundinu og það sást. „Ég er samt ennþá þarna niðri og það er því enginn önnur leið fyrir mig en að komast ofar. Ég útfærði þetta sund aðeins betur en ég gerði í dag. Mér leið líka miklu betur og var ekki eins stressuð," sagði Hrafnhildur. „Ég er mjög ánægð með þetta en mér finnst ég líka eiga meira inni. Ég á hraðara sund því Íslandsmetið er hraðar. Ég vona að ég geti farið nær því í úrslitunum á morgun og tekið þá af þessu hálfa sekúndu í viðbót. Takist það þá ætti ég að geta verið með þeim þarna held ég," sagði Hrafnhildur. Hún segist hafa fengið góð ráð frá þjálfurum og að hún hafi nýtt sér það í undanúrslitasundinu. „Þeir sögðu að tökin mín hafi verið alltaf hröð á fyrstu 50 metrunum og ég var að reyna að draga úr þeim á fyrstu 50 en svo átti ég að halda í við þær í snúningnum af því að ég er alltaf svo léleg í snúningnum," sagði Hrafnhildur. „Það er alltaf gott að fá svona athugasemdir frá þjálfurum og vera líka með svona marga þjálfara hér sem geta séð þetta frá öðrum sjónarhornum," sagði Hrafnhildur.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53 Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44 Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00 Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Sögulegur dagur: Íslenskar sundkonur í undanúrslit á ÓL í fyrsta sinn Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggðu sér báðar sæti í undanúrslitum í dag í sínum fyrstu greinum á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:53
Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. 7. ágúst 2016 17:38
Hrafnhildur komin í úrslit Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu í úrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 8. ágúst 2016 01:44
Hrafnhildur áfram á níunda besta tímanum | Myndir Hrafnhildur Lúthersdóttir komst nú rétt í þessu áfram í undanúrslit í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó. 7. ágúst 2016 17:00
Hrafnhildur vill horfa til baka á handleggsbrotið fyrir ÓL 2012 sem góðan hlut Hrafnhildur Lúthersdóttir stingur sér til sunds í fyrsta sinn á Ólympíuleikinum í Ríó í dag þegar hún tekur þátt í 100 metra bringusundi. Þetta verður hennar fyrsta stórmót síðan að hún vann þrenn verðlaun á EM í London í maí. 7. ágúst 2016 11:30