Hrafnhildur: Notaði leynivopnið í lokin eins og ég geri alltaf Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 17:38 Hrafnhildur Lúthersdóttir skoðar tímann sinn eftir sundið. Vísir/Anton Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í dag þegar hún náði níunda besta tímanum í undanrásunum. Hrafnhildur Lúthersdóttir náði ekki að bæta Íslandsmet sitt en var þó ekki langt frá því en hún kom í mark á 1:06.81 mín. Íslandmet hennar er 1:06.45 mín. „Ég var frekar stressuð fyrir þetta og ég fann það inn í keppendaherberginu og upp á pallinum. Ég var svolítið að titra og ég held að stressið hafi þá komið allt yfir mig því ég var ekki búin að finna fyrir neinu stressi fram að þessu," sagði Hrafnhildur. „Það hefur bara allt stressið safnast fyrir og komið þá. Ég fann það líka seinustu metrana þá var ég orðin þreytt og byrjuð að spóla. Sem betur fer náði ég þessu," sagði Hrafnhildur en það var þó eins og hún hafi gefið aðeins í á lokaspettinum. „Ég var að reyna það og nota fæturnar frekar en hendurnar. Ég notaði þá mitt leynivopn sem ég geri alltaf," sagði Hrafnhildur og brosti. „Ég synti á nógu góðum tíma til að komast áfram og vonandi syndi ég bara ennþá hraðar í kvöld til þess að komast einu sæti ofar því þá kemst ég í úrslit," sagði Hrafnhildur en átta bestu tímarnir í undanúrslitunum í kvöld gefa sæti í úrslitasundinu annað kvöld. „Það getur verið að sumir hafa verið að synda hægar en svo eru líka aðrir sem geta verið of öryggir með sig og synda þá hægar. Það eru alltaf sumir sem eru skráðir á betri tíma sem synda hægar því það er alltaf þetta stress," sagði Hrafnhildur aðspurð um hvort sumar sundkonurn hafi verið að spara sig fyrir kvöldsundið. Hrafnhildur segir að venjan sé að þetta jafnist út og það séu bæði sundkonur sem synda hraðar og hægar en þær gerði í undanrásunum. „Það er um að gera að geta synt hraðar en þeir sem gefa eftir því þá kemst ég áfram. Ég held að ég sé búin að koma stressinu út eftir þetta fyrsta sund. Ég er búin að klára það og vona bara að ég get synt hraðar," sagði Hrafnhildur. Undanúrslitasundið hennar hefst eftir klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira