Milos: Eigum ekki að spila ef þeir geta ekki skipulagt mót með almennilegum dómurum Smári Jökull Jónsson skrifar 4. ágúst 2016 22:40 Milos Milojevic, þjálfari Víkinga. vísir/anton Milos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki neitt á móti Ívari Orra dómara persónulega.. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin framherji Víkinga fór á reynslu til Lilleström á dögunum og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Milos Milojevic var ósáttur eftir tap Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld og var harðorður í garð KSÍ þegar Vísir talaði við hann að leik loknum. „Mér líður ekki vel, sérstaklega ekki eftir að hafa tapað 3-0. Maður getur ekki sagt mikið. Það situr ennþá í manni sú ákvörðun dómarans að dæma ekki víti og að dæma ekki mark sem menn segja að hafi verið mark,“ sagði Milos sem var greinilega niðri fyrir þegar Vísir ræddi við hann. „Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem dómarar taka stóra ákvörðun sem bitnar ekki á þeim sjálfum. Þeir geta gert hvað sem er. Þessi deild er meira og minna spiluð fyrir þá. Þessi dómari hefur gert mistök ítrekað og hann fær aftur að dæma og dæma með afsökun frá KSÍ um að þeir eigi ekki nóg af dómurum. Ef hann er ekki hæfur þá á að kæla hann,“ bætti Milos við og tók sérstaklega fram að hann hefði ekki neitt á móti Ívari Orra dómara persónulega.. Milos hélt áfram í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands og dró hvergi af. „Ef þeir geta ekki skipulagt almennilegt mót með almennilegum dómurum, ef þeir hafa bara 2-3 almennilega dómara, þá bara eigum við ekki að spila. Þá eigum við bara að spila þegar þessir almennilegu dómarar geta dæmt. Ég vil ítreka það að það var ekki vegna dómarans sem við töpuðum, ég er ábyrgur fyrir tapinu og ég vel liðið. Miðað við úrslitin var það líklega ekki gott val á liði, ekki góð samsetning,“ sagði Milos. Víkingar fengu ágætis færi í leiknum sem ekki nýttust og var Milos ósáttur við það. „Þeir skora úr sínum færum sem eru tengd mistökum hjá okkur. Við skorum ekki úr mjög góðum færum, fáum ekki víti. Það er erfitt að vinna leik þegar þú skorar ekki mark,“ bætti Milos við. Víkingar hefðu getað komið sér í 5.sætið með sigri og í baráttu um Evrópusæti. „Við erum að vinna eftir okkar stefnu og við viljum gera það. Hvort það skortir trú hjá okkur, ég veit það ekki, allavega ekki hjá mér. Á góðum degi finnst mér við geta unnið Stjörnuna og hvaða lið sem er. Stefnan er sett eins hátt og hægt er og ég er maður sem sætti mig ekki við meðalmennsku. Sjötta, sjöunda eða áttunda sætið er meðalmennska og ef þú átt tvo slæma leiki ertu kominn í fallbaráttu.“ Gary Martin framherji Víkinga fór á reynslu til Lilleström á dögunum og vildi Milos lítið segja til um hvort hann væri á leið þangað. „Ég veit lítið um það, þú verður að spyrja Heimi formann meira út í það. Á meðan hann mætir á æfingar hjá mér er hann leikmaður sem er í hópi og getur spilað leik“ sagði Milos Milojevic að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti