Brasilíski framherjinn Raphinha stal markinu hans Cubarsí með því að sparka boltanum í markið á marklínunni þegar boltinn var á leiðinni í markið.
RAPHINHA GETS THE FINAL TOUCH ON CUBARSÍ'S SHOT TO OPEN THE SCORING FOR BARCA 🔥 pic.twitter.com/9rJnUwt58A
— ESPN FC (@ESPNFC) April 9, 2025
Raphinha lagði síðan upp mörk fyrir bæði Robert Lewandowski og Lamine Yamal.
Raphinha var næstum því rangstæður í markinu og það hefði verið ansi súrt ef markið hefði verið dæmt af vegna markagræðgi hans. Svo fór nú ekki.
„Ég hafði áhyggjur af því í fyrsta markinu að ég hefði verið rangstæður. Það var eins gott að svo var ekki,“ sagði Raphinha.
„Ég bað Cubarsí afsökunar. Hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur af þessu því hann fengi stoðsendinguna. Ég hélt að boltinn væri að fara fram hjá markinu og þetta voru ósjálfráð viðbrögð hjá mér,“ sagði Raphinha.
Þetta var tólft mark Raphinha í Meistaradeildinni á þessari leiktíð og enginn hefur skorað fleiri. Hann hefur líka lagt upp sjö mörk og er því búinn að koma með beinum hætti að nítján mörkum.
Með þessu jafnaði hann besta árangur Lionel Messi á einu Meistaradeildartímabili og eiga þeir nú Barcelona metið saman.
12 + 7 - Barcelona's Raphinha is the first player in UEFA Champions League history to record both more than 10 goals and more than five assists in a single campaign (12 goals, 7 assists). Pioneer. pic.twitter.com/rtdryzWArl
— OptaJoe (@OptaJoe) April 9, 2025