Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 14:42 Rúnar Gíslason mynd/sunna gautadóttir phtography „Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
„Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira