Rúmlega 62 prósent Íslendingar segjast ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar samkvæmt könnun MMR.
Ánægja með störf forsetans mældist 64,7 prósent í síðustu könnun, en ekki hafa jafn margir kvaðst ánægðir með störf forsetans síðan í byrjun árs 2013, skömmu eftir að dómur hafði verið kveðinn upp í Icesave málinu.
„Ánægja með störf Ólafs Ragnars sem forseta Íslands reyndist mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þau sem að studdu ríkisstjórnarflokkana (Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn) mældust mun ánægðari með störf forseta en þeir þau sem studdu aðra stjórnmálaflokka. Þannig sögðust 87,9% þeirra sem studdu Framsóknarflokkinn og 81,4% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands.
Þeir sem að studdu Samfylkinguna, Vinstri-græn og Viðreisn voru aftur á móti ólíklegri til að segjast ánægð með störf forsetands. Þannig sögðust 38,4% þeirra sem studdu Samfylkinguna, 43,7% þeirra sem studdu Viðreisn og 48,3% þeirra sem studdu Vinstri-græn vera ánægð með störf Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta Íslands,“ segir í frétt MMR.
Ólafur Ragnar lét af störfum um nýliðin mánaðarmót eftir tuttugu ár í starfi.
Um 62 prósent ánægð með störf Ólafs Ragnars
Atli Ísleifsson skrifar
