Stjórnmál og leikir Eiríkur Guðjónsson Wulcan skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Við erum búinn að njóta sýningar þar sem Davíð Oddsson bauð sig fram til forseta og tókst að einoka alla umræðu um forsetakosningarnar. Hvað var ekki talað um á meðan? Ekki fór D.O. fram í þeirri trú að hann ynni kosningarnar. Eini beini árangurinn var að skáka Ólafi Ragnari Grímssyni út af borðinu, það hefur sjálfsagt veitt D.O. vissa ánægju en það var ekki markmiðið með þessu framboði. Markmiðið var að taka yfir sviðið. Láta umræðuna snúast um eitthvað sem ekki skipti máli því í húfi voru stóru málin.Þriðja hver króna út úr hagkerfinuÞað mátti ekki beina athyglinni að því að stór hluti íslensks efnahagslífs fer fram utan landhelgi. Þriðja hver króna fer ósköttuð út úr hagkerfinu á sama tíma og kostnaðarþátttaka sjúklinga eykst og Landspítalinn heldur áfram að mygla. Skattbyrðin helst óbreytt hjá venjulegu launafólki og kaupmátturinn er hlægilegur ef miðað er við lönd eins og Færeyjar. Hin nýja lénsstétt sem á kvótann og hirðir gróðann og flytur fram hjá íslenska hagkerfinu hefur öllu að tapa. Breytingar á stjórnarskránni eru eitur í hennar beinum, að ekki sé talað um gjald fyrir kvóta. Davíð Oddssyni er ýtt fram á sviðið til þess að dansa sinn pólitíska dauðadans í sviðsljósinu á meðan það mikilvæga er látið í friði. Spurningin er hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að leika sama leikinn. Hann virðist ætla að halda upp á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins með því að draga hann með sér í pólitíska gröf á Tortóla. Hann getur ekki verið að hugsa um hag flokksins þegar hann stefnir að því að veita honum forystu. Hann varð uppvís að því að eiginkona hans og barnsmóðir sat hinum megin við borðið þegar hann var að semja um hagsmuni þjóðarinnar sem hann átti að veita forystu. Það breytir engu að efnahag þjóðarinnar var bjargað með því að ferðamönnum fjölgaði. Það er ekki hægt að gleyma því að eiginkona forsætisráðherrans kaus að varðveita sinn auð utan þess efnahagskerfis sem forsætisráðherrann átti að stýra og vernda.Gróf sína eigin gröfÞað er ekki hægt að segja að öll hans ógæfa hafi verið að kenna einum rannsóknarblaðamanni sem búið var að reka frá nánast öllum fjölmiðlum á landinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gróf sína eigin gröf án aðstoðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson var einungis sekur um að segja frá því. Ef honum tekst að valta yfir Sjálfstæðisflokkinn og hindra kosningar í haust þá gæti hann slegið Davíð Oddsson út. Umræðan verður þá ekki um neitt óþægilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Við erum búinn að njóta sýningar þar sem Davíð Oddsson bauð sig fram til forseta og tókst að einoka alla umræðu um forsetakosningarnar. Hvað var ekki talað um á meðan? Ekki fór D.O. fram í þeirri trú að hann ynni kosningarnar. Eini beini árangurinn var að skáka Ólafi Ragnari Grímssyni út af borðinu, það hefur sjálfsagt veitt D.O. vissa ánægju en það var ekki markmiðið með þessu framboði. Markmiðið var að taka yfir sviðið. Láta umræðuna snúast um eitthvað sem ekki skipti máli því í húfi voru stóru málin.Þriðja hver króna út úr hagkerfinuÞað mátti ekki beina athyglinni að því að stór hluti íslensks efnahagslífs fer fram utan landhelgi. Þriðja hver króna fer ósköttuð út úr hagkerfinu á sama tíma og kostnaðarþátttaka sjúklinga eykst og Landspítalinn heldur áfram að mygla. Skattbyrðin helst óbreytt hjá venjulegu launafólki og kaupmátturinn er hlægilegur ef miðað er við lönd eins og Færeyjar. Hin nýja lénsstétt sem á kvótann og hirðir gróðann og flytur fram hjá íslenska hagkerfinu hefur öllu að tapa. Breytingar á stjórnarskránni eru eitur í hennar beinum, að ekki sé talað um gjald fyrir kvóta. Davíð Oddssyni er ýtt fram á sviðið til þess að dansa sinn pólitíska dauðadans í sviðsljósinu á meðan það mikilvæga er látið í friði. Spurningin er hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ætlar að leika sama leikinn. Hann virðist ætla að halda upp á 100 ára afmæli Framsóknarflokksins með því að draga hann með sér í pólitíska gröf á Tortóla. Hann getur ekki verið að hugsa um hag flokksins þegar hann stefnir að því að veita honum forystu. Hann varð uppvís að því að eiginkona hans og barnsmóðir sat hinum megin við borðið þegar hann var að semja um hagsmuni þjóðarinnar sem hann átti að veita forystu. Það breytir engu að efnahag þjóðarinnar var bjargað með því að ferðamönnum fjölgaði. Það er ekki hægt að gleyma því að eiginkona forsætisráðherrans kaus að varðveita sinn auð utan þess efnahagskerfis sem forsætisráðherrann átti að stýra og vernda.Gróf sína eigin gröfÞað er ekki hægt að segja að öll hans ógæfa hafi verið að kenna einum rannsóknarblaðamanni sem búið var að reka frá nánast öllum fjölmiðlum á landinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gróf sína eigin gröf án aðstoðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson var einungis sekur um að segja frá því. Ef honum tekst að valta yfir Sjálfstæðisflokkinn og hindra kosningar í haust þá gæti hann slegið Davíð Oddsson út. Umræðan verður þá ekki um neitt óþægilegt.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar