Keppnin er opin öllu hjólreiðafólki, byrjendum jafnt sem lengra komnum, og er ræst við Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og hjólað kringum fallegt umhverfi Þingvallavatns.
Keppt verður í tveimur flokkum þar sem þátttakendur hjóla einn eða tvo hringi kringum Þingvallavatn. Styttri leiðin er 65 km en sú lengri um 127 km. Í hvorum flokki fyrir sig er keppt í nokkrum ólíkum aldursflokkum beggja kynja.
Íris Hlín Vöggsdóttir, sérfræðingur í Þjónustustjórn og gæðamálum hjá RB, tekur þátt í fyrsta sinn í ár en hefur undanfarin tvö ár starfað sem sjálfboðaliði. „Það var mjög gaman að starfa sem sjálfboðaliði í keppninni. Fyrsta árið var ég ákveðin að taka þátt næst, annað árið var ég alveg ákveðin að taka þátt næst þannig að nú er víst komið að því. Stemningin er alltaf ótrúleg góð kringum þessi mót og allir ánægðir með árangur sinn, hvort sem sérstöku sæti er náð, sérstökum tíma eða einfaldlega bara að klárað að hjóla leiðina.“

Í lengri keppninni verða veitt peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki auk þess sem verðlaunapeningar eru veittir fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum. Í styttri keppninni verða veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum.
Auk þess verða glæsileg útdráttarverðlaun degin út í lok móts en Kría hjólaverslun gefur stórglæsilegt Specialized Roubaix götuhjól að andvirði 320.000 kr.
Nánari upplýsingar um kepppnina og skráningu má finna á www.rbclassic.is.