Segir skjótan endi ekki í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2016 15:00 Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands. Vísir/AFP Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi. Mið-Austurlönd Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Tyrkneski herinn verður eins lengi í Sýrlandi og nauðsynlegt er. Þar til landamæri Tyrklands hafa verið hreinsuð af vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum vígahópum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, í dag. Hann brást reiður við þegar blaðamenn spurðu hann út í ásakanir um að markmið tyrkneska hersins í Sýrlandi væri ekki að berjast gegn ISIS, heldur að stöðva sókn sýrlenskra Kúrda, YPG, vestur með landamærum Tyrklands. Yildirim sagði það hreinar lygar og gagnrýndi fjölmiðla harðlega. „Markmið hermanna okkar er að tryggja öryggi landamæra okkar og líf og eigur borgara okkar. Fréttirnar eru annars bara lygi. Þið segið lygar um að Tyrkir berjist ekki af krafti gegn ISIS, en þegar við björgum saklausum lífium skrifið þið þetta.“ Tyrkir segir Kúrda ætla sér að stofna sjálfstætt ríki innan Sýrlands og það vilja þeir koma í veg fyrir.Sjá einnig: Kúrdar hörfa undan ógnunum Tyrkja Minnst ellefu lögregluþjónar létu lífið í sjálfsmorðsárás í bænum Cizre í suðausturhluta Tyrklands í morgun. Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Fjöldi manna eru særðir og er ljóst að bílasprengjan sem sprengd var fyrir utan lögreglustöð þar í bæ var gífurlega stór. Yfirvöld í Tyrklandi hafa hins vegar komið í veg fyrir að fjölmiðlar og aðrir geti virt fyrir sér aðstæður í Cizre. Sky News heldur því fram að ástæða þess sé sú að þeir vilji ekki að blaðamenn og ljósmyndarar sjái hve illa bærinn er farinn eftir hernaðaraðgerir Tyrkja. PKK hefur í rúma þrjá áratugi barist fyrir sjálfstæði 20 til 25 milljóna Kúrda í Tyrklandi. Uppreisnin hefur verið blóðug en að miklu leyti hefur hún beinst gegn hermönnum, lögegluþjónum og starfsmönnum hins opinbera.Sky News segir herinn hafa beitt skriðdrekum og þyrlum gegn Cizre og Kúrdum þar sem tekið hafa upp vopn gegn hernum. Á síðustu tveimur árum hafi nokkrir harðir bardagar átt sér stað í bænum. Yfirvöld í Tyrklandi líta á YPG sem hryðjuverkasamtök tengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi sem einnig er litið á sem hryðjuverkasamtök og hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Kúrda í austurhluta Tyrklands í um þrjá áratugi. Tyrkir óttast að velgengni Kúrda í Sýrlandi gæti verið olía á eld uppreisnarinnar í Tyrklandi.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira