Af hverju brjóta menn fjárfestingarreglu númer eitt? Skjóðan skrifar 24. ágúst 2016 11:00 Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna? Skjóðan Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna hafa ekki nýtt auknar heimildir sem þeir hafa fengið að undanförnu til fjárfestinga erlendis. Þegar á þá er gengið um ástæður þessa er viðkvæðið að menn fjárfesti nú ekki erlendis bara til að fjárfesta erlendis. Í sjálfu sér er þetta alveg rétt hjá lífeyrissjóðamönnum. Raunin er hins vegar sú, að íslensku lífeyrissjóðirnir hafa undanfarin átta ár sætt mjög ströngum hömlum á fjárfestingar erlendis og á þeim tíma neyðst til að fjárfesta nær alla sína fjármuni hér á landi. Þetta hefur leitt til þess að lífeyrissjóðirnir eiga orðið drjúgan meirihluta í flestum ef ekki öllum fyrirtækjum, sem skráð eru í Nasdaq kauphöllinni í Reykjavík. Þeir eru ráðandi hluthafar í flestum fasteignafélögum og auk hlutafjáreignar sinnar eru þeir stærstu lánardrottnar flestra þessara sömu félaga. Þannig hefur áhætta íslenskra lífeyrissjóða þjappast saman frá hruni og eru nú ¾ hlutar eigna þeirra, og þar með áhættu, bundnir hér á landi í litla krónuhagkerfinu. Aðeins fjórðungur fjárfestinga sjóðanna er erlendis. Vissulega hefur ávöxtun innlendra eigna verið með miklum ágætum hér í í litla hagkerfinu þar sem krónan í höftum hefur risið og er nú orðin of sterk fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hvergi á byggðu bóli fá lífeyrissjóðir svo háa vexti sem á Íslandi fyrir það eitt að láta peninga liggja í áhættulitlum fasteignalánum á 1. veðrétti. Þökk sé verðtryggingu og vaxtaokri. Gamaldags fjárfestingarhringekjur hafa skotið upp kollinum á hlutabréfamarkaði. Lífeyrissjóðirnir stofna Framtakssjóð sem kaupir eignir af bönkum, skráir þær á markað og selur þær svo með mikilli ávöxtun til eigenda sinna, lífeyrissjóðanna sjálfra. Svo versla lífeyrissjóðirnir með hlutabréfin í þessum félögum sín á milli. Allt minnir á 2007 nema nú eru það lífeyrissjóðirnir sjálfir sem standa í braskinu. Stjórnendur íslensku lífeyrissjóðanna virðast hins vegar hafa gleymt reglu númer eitt í fjármálafræðunum. Áhættu skal dreifa en ekki þjappa saman ef markmiðið er að hámarka ávöxtun til langs tíma. Ekki gengur að safna saman hverju sinni þeim eignaflokkum, sem mesta ávöxtun gefa, því þegar harðnar á dalnum hrapar ávöxtunin á eignasafninu í heild. Þess vegna mæla fjármálafræðin fyrir um að langtímaávöxtun sé mest hjá þeim sem fjárfesta í ólíkum eignaflokkum og ólíkum gjaldmiðlum, sem draga úr áhrifum markaðssveiflna á eignasafnið í heild. Þess vegna eiga lífeyrissjóðirnir að nýta til fulls allar heimildir til fjárfestinga erlendis, m.a. til að draga úr áhættunni sem er samofin íslensku krónunni. Efast einhverjir um að hennar bíði kollsteypa í fyrirsjáanlegri framtíð? Einhverjir aðrir en fjármálaráðherra og aðrir forystumenn ríkisstjórnarflokkanna?
Skjóðan Mest lesið Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Sjá meira