Þegar þú ert að rísa úr öskunni er mikilvægt að anda ekki að sér Kári Stefánsson skrifar 9. september 2016 07:00 Stundum sér maður fólk rísa upp úr erfiðleikum sem allt annars konar manneskjur en þær voru áður. Ég man til dæmis eftir sögunni um Hönnu Gray sem var fyrsta „konan“ til þess að verða forseti yfir meiriháttar háskóla í Bandaríkjunum. Hún þótti mikil vexti. Einu sinni rakst Saul Bellow, sá mikli rithöfundur, á hana á ráðstefnu í Virginíufylki og sagði við mig eftir á, þar sem við biðum eftir lyftu í húsi sem við bjuggum í báðir, að hún hefði litið út eins og tveir vörubílstjórar logsoðnir saman. Hanna var líka mjög lík í andliti Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Breta. Einu sinni hvarf hann og bátur hans um töluverðan tíma þegar hann var við siglingar á hafi úti. Edward var piparsveinn og menn voru greinilega ekki alveg vissir um í hvaða liði hann væri, þannig að sú kenning var sett saman að Edward hefði horfið viljandi og Hanna væri ekki bara Hanna heldur líka Edward. sem hefði ákveðið að reyna fyrir sér sem kona í Bandaríkjunum eftir pólitískt skipbrot heima fyrir. Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar. Það getur verið svo mikill bjartsýnisbragur á því. Á köflum eru svona endurbyrjanir þó ekki öllum til blessunar, eins og sagan sýnir sem birtist í DV um daginn, um réttindalausa manninn sem málaði hús mjög illa undir einu nafni og bauð síðan málningarþjónustu undir öðru nafni, eftir að búið var að kæra hann. Það gegnir öðru máli um hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem á að baki glæstan feril innan Sjálfstæðisflokksins sem endaði á því að hún þjónaði sem menntamálaráðherra Íslands. Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegana tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík. Nú er hún hins vegar búin að hanna nýja byrjun fyrir sig í pólitíkinni. Hún gerði það með því að skipta um stjórnmálaflokk, flutti sig yfir í Viðreisn. Með því vonast hún sjálfsagt til þess að fólk taki ekki eftir því að hún er hún og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð og ekki víst að hún virki og má segja að það hefði verið öruggara fyrir hana að nota aðferð málarans réttindalausa og breyta bara um nafn í stað flokks. Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum sér maður fólk rísa upp úr erfiðleikum sem allt annars konar manneskjur en þær voru áður. Ég man til dæmis eftir sögunni um Hönnu Gray sem var fyrsta „konan“ til þess að verða forseti yfir meiriháttar háskóla í Bandaríkjunum. Hún þótti mikil vexti. Einu sinni rakst Saul Bellow, sá mikli rithöfundur, á hana á ráðstefnu í Virginíufylki og sagði við mig eftir á, þar sem við biðum eftir lyftu í húsi sem við bjuggum í báðir, að hún hefði litið út eins og tveir vörubílstjórar logsoðnir saman. Hanna var líka mjög lík í andliti Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Breta. Einu sinni hvarf hann og bátur hans um töluverðan tíma þegar hann var við siglingar á hafi úti. Edward var piparsveinn og menn voru greinilega ekki alveg vissir um í hvaða liði hann væri, þannig að sú kenning var sett saman að Edward hefði horfið viljandi og Hanna væri ekki bara Hanna heldur líka Edward. sem hefði ákveðið að reyna fyrir sér sem kona í Bandaríkjunum eftir pólitískt skipbrot heima fyrir. Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar. Það getur verið svo mikill bjartsýnisbragur á því. Á köflum eru svona endurbyrjanir þó ekki öllum til blessunar, eins og sagan sýnir sem birtist í DV um daginn, um réttindalausa manninn sem málaði hús mjög illa undir einu nafni og bauð síðan málningarþjónustu undir öðru nafni, eftir að búið var að kæra hann. Það gegnir öðru máli um hana Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem á að baki glæstan feril innan Sjálfstæðisflokksins sem endaði á því að hún þjónaði sem menntamálaráðherra Íslands. Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegana tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík. Nú er hún hins vegar búin að hanna nýja byrjun fyrir sig í pólitíkinni. Hún gerði það með því að skipta um stjórnmálaflokk, flutti sig yfir í Viðreisn. Með því vonast hún sjálfsagt til þess að fólk taki ekki eftir því að hún er hún og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér. Þetta er nokkuð nýstárleg aðferð og ekki víst að hún virki og má segja að það hefði verið öruggara fyrir hana að nota aðferð málarans réttindalausa og breyta bara um nafn í stað flokks. Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun