Tískutáknið Chloë Sevigny á leið til landsins Ritstjórn skrifar 8. september 2016 15:00 GLAMOUR/GETTY Leikkonan, fatahönnuðurinn, fyrirsætan og nú leikstjórinn Chloë Sevigny er á leið til landsins en hún verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í október. Sevigny sýnir fyrstu stuttmynd sína á RIFF en myndin heitir Kitty og fjallar um unga stúlku sem dreymir um að breytast í kettling. Hún verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni í Bíó Paradís. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og af mörgum talin ein svalasta konan í Hollywood. Hún lék í myndinni Kids sem kom henni rækilegi á kortið og var valin „The It girl“af tímaritinu The New Yorker árið 1994. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarspsþáttum, unnið sem fyrirsæta, fatahönnuður og barist fyrir jafnrétti kynjanna í kvikmyndabransanum í Hollywood. Sevigny er þekkt fyrir einstakan stíl sinn og hefur verið fyrirmynd margra í gegnum árin þegar það kemur að stíl og klæðnaði. Í tilefni komu þessarar tískudrottningar til landsins tók Glamour saman nokkrar vel valdar tískustundir í gegnum árin hjá þessari ofur svölu konu.glamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/getty RIFF Mest lesið Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Balmain í samstarf með Victoria´s Secret Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Götustíllinn á hátískuvikunni Glamour Indía og Vogue hvetja fólk til að kjósa Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Hætta við að sýna í New York Glamour
Leikkonan, fatahönnuðurinn, fyrirsætan og nú leikstjórinn Chloë Sevigny er á leið til landsins en hún verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í október. Sevigny sýnir fyrstu stuttmynd sína á RIFF en myndin heitir Kitty og fjallar um unga stúlku sem dreymir um að breytast í kettling. Hún verður viðstödd sýninguna og svarar spurningum gesta að sýningu lokinni í Bíó Paradís. Hún hefur verið í sviðsljósinu frá unga aldri og af mörgum talin ein svalasta konan í Hollywood. Hún lék í myndinni Kids sem kom henni rækilegi á kortið og var valin „The It girl“af tímaritinu The New Yorker árið 1994. Síðan þá hefur hún leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarspsþáttum, unnið sem fyrirsæta, fatahönnuður og barist fyrir jafnrétti kynjanna í kvikmyndabransanum í Hollywood. Sevigny er þekkt fyrir einstakan stíl sinn og hefur verið fyrirmynd margra í gegnum árin þegar það kemur að stíl og klæðnaði. Í tilefni komu þessarar tískudrottningar til landsins tók Glamour saman nokkrar vel valdar tískustundir í gegnum árin hjá þessari ofur svölu konu.glamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/gettyglamour/getty
RIFF Mest lesið Fjólublár er litur ársins 2018 Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Balmain í samstarf með Victoria´s Secret Glamour Allar skærustu stjörnurnar á rauða dreglinum í Feneyjum Glamour Götustíllinn á hátískuvikunni Glamour Indía og Vogue hvetja fólk til að kjósa Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Hætta við að sýna í New York Glamour