NFL: Óvæntur sigur Rams í sögulegri heimkomu | Sjáðu öll snertimörk helgarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2016 09:30 Robert Quinn fagnar eftir að hafa fellt Russell Wilson. Vísir/Getty LA Rams náði að svara fyrir hörmulega frammistöðu sína í fyrstu umferð tímabilsins í NFL-deildinni með því að vinna meistaraefnin í Seattle Seahawks á heimavelli í gær, 9-3. Rams skoraði ekki eitt einasta stig þegar liðið steinlá fyrir San Francisco 49ers aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Leikstjórnandinn Case Keenum náði reyndar ekki heldur að kasta fyrir snertimarki í nótt en kom liðinu þó nógu langt til að skora þrjú vallarmörk. Vörn Rams sá svo um að halda Russell Wilson og hans mönnum í Seattle í skefjum og náðu gestirnir að skora aðeins eitt vallarmark í leiknum. Þetta var fyrsti heimaleikur Rams í Los Angeles í 22 ár en liðið flutti þangað aftur frá St. Louis í sumar. Rúmlega 91 þúsund manns voru á leiknum og fögnuðu sigrinum vel og innilega.Adrian Peterson gat ekki stigið í hægri löppina í gær.Vísir/GettyVíkingaklappið í sigurliði Minnesota Vikings vann Green Bay Packers í næturleiknum, 17-14, í fyrsta leik sínum á nýjum leikvangi sem var vígður með frumsýningu á Víkingaklappinu, eins og áður hefur verið fjallað um. Sjá einnig: Víkingaklappið virkaði fyrir Minnesota Vikings Þetta var fyrsti leikur leikstjórnandans Sam Bradford í byrjunarliði Minnesota en hann var fenginn til liðsins nokkrum dögum fyrir tímabilið er Teddy Bridgewater sleitt krossband í hné á æfingu. Bradford kastaði fyrir tveimur snertimörkum og vörn Vikings sá um að halda Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, í skefjum. Rodgers var felldur fimm sinnum í leiknum og tapaði boltanum tvívegis í fjórða leikhluta. Sigurinn var þó súrsætur fyrir Vikings sem missti sinn besta leikmann, hlauparann Adrian Peterson, af velli vegna hnémeiðsla. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.Jimmy Garoppolo meiddist á öxl.Vísir/GettyAfleysingamaður Brady meiddist Önnur meiðsli sem skóku deildina í gær voru meiðsli Jimmy Garoppolo hjá New England Patriots. Garoppolo er að leysa Tom Brady af hólmi á meðan að sá síðarnefndi tekur út fjögurra leikja bann. Garoppolo átti frábæran leik og kastaði fyrir þremur snertimörkum áður en hann fór af velli vegna axlarmeiðsla í öðrum leikhluta. Patriots náði að hanga á forystunni og vinna sigur, 31-24. Þess má geta að Rob Gronkowski, einn besti innherji deildarinnar, spilaði ekki heldur með Patriots í nótt vegna meiðsla. Liðið hefur þrátt fyrir það unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Jacoby Brissett tók við Garoppolo og gæti nú fengið það óvænta hlutverk að vera í aðalhlutverki Patriots næstu tvær helgar. Úrslit helgarinnar má sjá hér fyrir neðan en umferðinni lýkur með leik Philadelphia Eagles og Chicago Bears í kvöld. Hér má sjá öll snertimörk helgarinnar og hér hestu tilþrifin.Úrslit gærdagsins: Carolina - San Francisco 46-27 Cleveland - Baltimore 20-25 Detroit - Tennessee 15-16 Houston - Kansas City 19-12 New England - Miami 31-24 NY Giants - New Orleans 16-13 Pittsburgh - Cincinnati 24-16 Washington - Dallas 23-27 Arizona - Tampa Bay 40-7 LA Rams - Seattle 9-3 Denver - Indianapolis 34-20 Oakland - Atlanta 28-35 San Diego - Jacksonville 38-14 Minnesota - Green Bay 17-14 NFL Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sjá meira
LA Rams náði að svara fyrir hörmulega frammistöðu sína í fyrstu umferð tímabilsins í NFL-deildinni með því að vinna meistaraefnin í Seattle Seahawks á heimavelli í gær, 9-3. Rams skoraði ekki eitt einasta stig þegar liðið steinlá fyrir San Francisco 49ers aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku. Leikstjórnandinn Case Keenum náði reyndar ekki heldur að kasta fyrir snertimarki í nótt en kom liðinu þó nógu langt til að skora þrjú vallarmörk. Vörn Rams sá svo um að halda Russell Wilson og hans mönnum í Seattle í skefjum og náðu gestirnir að skora aðeins eitt vallarmark í leiknum. Þetta var fyrsti heimaleikur Rams í Los Angeles í 22 ár en liðið flutti þangað aftur frá St. Louis í sumar. Rúmlega 91 þúsund manns voru á leiknum og fögnuðu sigrinum vel og innilega.Adrian Peterson gat ekki stigið í hægri löppina í gær.Vísir/GettyVíkingaklappið í sigurliði Minnesota Vikings vann Green Bay Packers í næturleiknum, 17-14, í fyrsta leik sínum á nýjum leikvangi sem var vígður með frumsýningu á Víkingaklappinu, eins og áður hefur verið fjallað um. Sjá einnig: Víkingaklappið virkaði fyrir Minnesota Vikings Þetta var fyrsti leikur leikstjórnandans Sam Bradford í byrjunarliði Minnesota en hann var fenginn til liðsins nokkrum dögum fyrir tímabilið er Teddy Bridgewater sleitt krossband í hné á æfingu. Bradford kastaði fyrir tveimur snertimörkum og vörn Vikings sá um að halda Aaron Rodgers, leikstjórnanda Packers, í skefjum. Rodgers var felldur fimm sinnum í leiknum og tapaði boltanum tvívegis í fjórða leikhluta. Sigurinn var þó súrsætur fyrir Vikings sem missti sinn besta leikmann, hlauparann Adrian Peterson, af velli vegna hnémeiðsla. Óvíst er hversu alvarleg meiðslin eru.Jimmy Garoppolo meiddist á öxl.Vísir/GettyAfleysingamaður Brady meiddist Önnur meiðsli sem skóku deildina í gær voru meiðsli Jimmy Garoppolo hjá New England Patriots. Garoppolo er að leysa Tom Brady af hólmi á meðan að sá síðarnefndi tekur út fjögurra leikja bann. Garoppolo átti frábæran leik og kastaði fyrir þremur snertimörkum áður en hann fór af velli vegna axlarmeiðsla í öðrum leikhluta. Patriots náði að hanga á forystunni og vinna sigur, 31-24. Þess má geta að Rob Gronkowski, einn besti innherji deildarinnar, spilaði ekki heldur með Patriots í nótt vegna meiðsla. Liðið hefur þrátt fyrir það unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Jacoby Brissett tók við Garoppolo og gæti nú fengið það óvænta hlutverk að vera í aðalhlutverki Patriots næstu tvær helgar. Úrslit helgarinnar má sjá hér fyrir neðan en umferðinni lýkur með leik Philadelphia Eagles og Chicago Bears í kvöld. Hér má sjá öll snertimörk helgarinnar og hér hestu tilþrifin.Úrslit gærdagsins: Carolina - San Francisco 46-27 Cleveland - Baltimore 20-25 Detroit - Tennessee 15-16 Houston - Kansas City 19-12 New England - Miami 31-24 NY Giants - New Orleans 16-13 Pittsburgh - Cincinnati 24-16 Washington - Dallas 23-27 Arizona - Tampa Bay 40-7 LA Rams - Seattle 9-3 Denver - Indianapolis 34-20 Oakland - Atlanta 28-35 San Diego - Jacksonville 38-14 Minnesota - Green Bay 17-14
NFL Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sjá meira