Flokkarnir mæta draghaltir til kosninga Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2016 14:30 Flokkarnir eru í standandi vandræðum nú þegar kosningar eru handan horns, allir nema Viðreisn en vandræði hinna verður Viðreisn að vopni. Ekki er nema rétt rúmur mánuður til kosninga. 29. október er kosningadagurinn bjartur og fagur. Hrollvekjandi staðreynd fyrir þá innan flokka sem eru að skipuleggja kosningabaráttu. Þegar litið er yfir sviðið eru nánast allir flokkar í standandi vandræðum. Ætla má að fár ríki meðal þeirra sem sitja í herráðum flokkanna. Þeir eru ekki í öfundsverðri stöðu. Hér verður tæpt á því sem efst hefur verið á baugi undanfarna daga og vikur sem hlýtur að hafa áhrif á fylgið. Og staða flokkanna metin. Öllu skiptir að toppa á réttum tíma. Menn eru með böggum hildar, nema, á stöku bæjum brosa menn breitt og hafa ástæðu til að vera bjartsýnir. Nýjasta nýtt í þeim efnum, sem gætu haft áhrif á flöktandi fylgið er að ákaflega umdeildur búvörusamningur var samþykktur var á Alþingi í vikunni. Hann gæti að einhverju leyti breytt stöðunni. Margir eru ákaflega reiðir þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna; VG, Pírötum og Samfylkingu, fyrir að hafa setið hjá eða verið fjarstödd – en hins vegar gæti þetta orðið til að styrkja stöðu Bjartrar framtíðar. Sem ekki hefur séð til sólar í skoðanakönnunum um langa hríð. Allir þingmenn Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði gegn samningnum. 365 miðlar birtu fyrir viku niðurstöðu skoðanakönnunar um fylgi flokka og helstu niðurstöður eru þær að stór hluti kjósenda er óákveðinn.Mikið flökt er á fylginu og stór hluti kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn. Næstu vikur eru því flokkunum mikilvægar en þeir eiga erfitt með að ná vopnum sínum.Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn verða samkvæmt könnuninni í lykilstöðu eftir kosningar; Píratar eru stærstir með 29,8 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 27,4 prósent. En, einungis 55,8 prósent af þeim sem náðist í eru reiðubúin að nefna þann flokk sem þau myndu kjósa. Þrettán prósent segjast óákveðin, tæplega 19 prósent vilja ekki svara spurningunni og 12 prósent segjast ekki ætla að kjósa eða að þau muni skila auðu. Því er ljóst að ýmsar breytingar gætu orðið á fylgi flokka fram að kosningum. Og nú leikur allt á reiðiskjálfi.Kvennahremmingar SjálfstæðisflokksSjálfstæðisflokkurinn, sem býr líkast til að smurðustu kosningavél sem um getur, er í standandi vandræðum eftir nýafstaðin prófkjör í Suðvestur- og Suðurkjördæmi. Helstu tíðindi sem flutt hafa verið af prófkjörunum þeim eru rýr hlutur kvenna. Konur í flokknum eru ekki með hýrri brá.Bjarni hefur staðið í ströngu og þurft að svara fyrir erfið mál nánast allt þetta kjörtímabil. Kvennaraunir heimafyrir eru ekki til að bæta úr skák.Þetta kemur ofan á þau vandræði, sem Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur verið að standa í að lempa sem eru brotthvarf tveggja þungavigtarstjórnmálamanna úr flokknum og í Viðreisn. Þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur fyrrum varaformanns og Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns flokksins. Bjarni hefur staðið í ströngu við að gera lítið úr þessu, að ekki sé um klofning að ræða í flokkum en þegar við bætast kvennahremmingar er hætt við Sjálfstæðiskonur sjái það sem góðan kost í stöðunni að fylgja Þorgerði Katrínu, sem hefur mikið persónufylgi. Nú þegar aðeins er mánuður til kosninga hefði Bjarni líkast til fremur kosið að geta huggað óánægða Sjálfstæðismenn með gjörðir ríkisstjórnarinnar og þá sótt fram. Því gjörðir ríkisstjórnarinnar, svo sem „Leiðrétting“ og búvörusamningarnir geta ekki hugnast þeim sem aðhyllast stefnu flokksins.Framsóknarflokkurinn í tómu tjóniInnanmein Framsóknarflokksins eru slík að vandséð er hvernig þeir geta mætt til kosninga öðru vísi en verulega laskaðir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stefnir ótrauður á að leiða flokkinn í næstu kosningum en vart ætti að þurfa að rekja það hversu umdeildur Sigmundur Davíð er. Fjölmörgum flokksmönnum hugnast það engan veginn að hann sé í öndvegi; þeir sjá ekki að Framsóknarflokkurinn muni ríða feitum hesti frá kosningum, hvað þá að þeir muni eiga hina minnstu von um að komast í ríkisstjórn með hann sem leiðtoga flokksins.Líkast til hefur Framsóknarflokkurinn aldrei mætt eins vankaður til leiks og til þessara kosninga.Tveir fyrrverandi formenn flokksins, Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson, hafa bent á þetta og Guðni telur farsælast fyrir flokkinn að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra taki við formennskunni. Sigurður Ingi gaf það út á nýafstöðnum miðstjórnarfundi að hann myndi ekki gefa kost á sér í varaformennsku áfram að öllu óbreyttu. Erfitt er að túlka það á annan hátt en þann að Sigurður Ingi ætli sér að taka slaginn. Sigmundur Davíð hefur hins vegar hamrað á því að Sigurður Ingi hafi lofað því að fara ekki fram gegn sér, og notfæra sér það að hann sjálfur sé vængbrotinn eftir að hafa hrökklast úr forsætisráðuneytinu í kjölfar Wintris-málsins svonefnda. Hvorugur kosturinn er því góður fyrir Framsóknarflokk, að mæta til kosninga skömmu eftir blóðugan formannsslag á flokksþingi sem haldið verður eftir hálfan mánuð, né sá að mæta til leiks með Sigmund Davíð í broddi fylkingar. Framsóknarmenn eru því milli steins og sleggju.Samfylkingin sér vart til sólarHremmingar Samfylkingarinnar virðast engan enda ætla að taka. Þrátt fyrir að eiga að heita leiðtogar stjórnarandstöðunnar, og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hafi verið með afbrigðum óvinsæl – sem auðvitað sýndi sig berlega bæði í tengslum við Wintris-málið þegar uppúr sauð sem og þegar Gunnar Bragi Sveinsson þá utanríkisráðherra sleit einhliða og með gerræðislegum hætti viðræðum við ESB og hér logaði allt í mótmælum, hefur Samfylkingin ekki náð vopnum sínum. Sem er með hreinum ólíkindum, og á skjön við pólitíska stöðu á öðrum Norðurlöndum þar sem jafnaðarmenn hafa verið burðarás í stjórnmálum.Samfylkingunni virðist ómögulegt að ná vopnum sínum og í vikunni keyrði flokkurinn á vegg.Svo er sem Samfylkingarfólk hafi talið að fylgið ætti að braggast sem af sjálfu sér við þessar aðstæður en ekkert bólaði á slíku. Þá beindist gremjan inná við, þar sem ásakanir gengu á víxl. Árni Páll Árnason formaður var gerður ábyrgur með þeim afleiðingum að Oddný Harðardóttir tók við keflinu. En það breytti engu í skoðanakönnunum. Svo virðist sem fólk eigi erfitt með að greina flokkinn frá VG, sem nýtur óánægjunnar í skoðanakönnunum. Samfylkingin keyrði svo á vegg í vikunni, fólk vill ekki og getur ekki, ekki síst þeir sem stutt hafa Samfylkinguna, skilið hvers vegna þingmenn flokksins greiddu ekki atkvæði gegn búvörusamningnum.VG lætur lítið fyrir sér faraMeðan Samfylkingin segist vera frjálslyndur jafnaðarflokkur, en efast má um frjálslyndið í raun hefur VG aldrei reynt að sverja af sér stjórnlyndið sem partur af sinni stefnu. Flokkurinn hefur allt þetta kjörtímabil verið að bæta við sig fylgi í skoðanakönnunum. Skýrsla sem kennd er við meirihluta fjárlaganefndar, og beinist einkum gegn Steingrími J. Sigfússyni og verkum hans sem fjármálaráðherra, hefur styrkt flokkinn ef eitthvað er. Ekkert opinbert plagg hefur hlotið eins háðuglega útreið og Guðlaugs Þórs- og Vigdísarskýrslan. Hins vegar hefur VG ekki farið varhluta af gremju vegna þess að hafa ekki risið upp gegn samþykkt búvörusamningsins. En, sú gremja ristir ef til vill ekki eins djúpt og meðal Pírata og Samfylkingarfólks. Því VG er blendið í trúnni og ríkisstyrktar atvinnugreinar hugnast þeim ágætlega. Og það gæti beinlínis komið sér til góða í landsbyggðarkjördæmum það að hafa ekki látið sverfa til stáls í málinu.VG hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara og svo virðist sem persónufylgi Katrínar Jakobsdóttur dugi til að VG mjakist hægt og bítandi upp í fylgi skv skoðanakönnunum.Líkt og Árni Páll Árnason hefur bent á gat stjórnarmeirihlutinn alltaf reitt sig á hjásetu VG í málinu. Samfylking vildi fella undanþágu MS frá samkeppnislögum úr gildi eftir aðlögunartíma. „Hún féll naumlega 18:15 og hjáseta VG tryggði stjórnarflokkana í því máli. Áframhaldandi undanþága MS frá samkeppnislögum er því skýrt í boði þessara þriggja flokka. Við greiddum atkvæði með frávísunartillögu á búvörusamninginn í upphafi en hitt var orðið alveg ljóst að við vorum aldrei að fara að ná að fella þennan samning. Stjórnarflokkarnir gátu alltaf reitt sig á hjásetu VG, sem vildi ganga enn lengra í öfuga átt,“ segir Árni Páll á Facebook, en þar hefur hann farið um sem eldibrandur og reynt að berja í brestina. Þannig má segja að þegar allt kemur til alls mun uppnámið í tengslum við búvörusamninginn líkast til styrkja stöðu VG. Flokkurinn hefur ekki látið mikið fyrir sér fara sem virðist ljómandi strategía og þar innan dyra geta menn reitt sig á persónufylgi Katrínar Jakobsdóttur formanns.Pírataskútan í kröppum sjóPíratar hafa siglt með himinskautum í skoðanakönnunum á þessu kjörtímabili en heldur virðist byrinn að minnka í segl sjóræningjaskútunnar. Og þetta snýst allt um að toppa á réttum tíma.Erfitt væri að halda því fram að Píratar stefni í að toppa á réttum tíma. Þeir eiga í nokkrum vandræðum.Stuðningsmenn Pírata eru ævareiðir vegna afstöðuleysis þingmanna flokksins í búvörusamningsmálinu. Og duga þar skýringar Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns skammt, þess efnis að þingmenn vilji ekki taka afstöðu nema þeir gerþekki málið og geti boðið eitthvað betra í staðinn. Þvert á móti hefur fyrrverandi flokksmaður Pírata, Erna Ýr Öldudóttir, varpað fram kenningu þess efnis að Píratar hafi viljað hleypa búvörusamningnum í gegn í andstöðu við eigin landbúnaðarstefnu, til þess að fá kosningar í haust. Sama gera allir hinir stjórnarandstöðuflokkarnir, nema Björt framtíð. „Valdagráðugt lið, sem líklega ætlar sér saman í samstarf, kaupir sér s.s. kosningar hálfu ári fyrr, fyrir andvirði þrefalds Icesave samnings sem neytendur og skattgreiðendur þurfa að borga.“ En, reyndar voru Píratar farnir að gefa eftir áður en til þessa kom. Þeir eru í fyrirsjáanlegum vandræðum vegna reynsluleysis. Þeir hafa átt í nokkrum vandræðum með að svara gagnrýni vegna prófkjörs og meintra afskipa Birgittu Jónsdóttir af þeim, þeir eru sakaðir um að hafa horfið frá stefnu sinni og séu í raun vinstri flokkur – nokkuð sem gengur í berhögg við yfirlýsta stefnu þess efnis að ekki sé litið til slíkra hefðbundinna skilgreininga svo sem vinstri/hægri. En, það var einmitt vegna slíkra atriða sem Erna Ýr sagði sig úr Píratapartíinu. Píratar eiga sem sagt í stökustu vandræðum með að sannfæra eigin mannskap um eindrægni sína og meðan svo er ná þeir vart að sækja fram.Björt framtíð nær óvænt vopnum sínumSpennandi verður að sjá hvað næsta skoðanakönnun sýnir, eftir upphlaupið í tengslum við búvörusamninginn. Því ef marka má samfélagsmiðla eru ýmsir sem voru óákveðnir en vilja nú verðlauna BF með atkvæði sína vegna þessa máls.Óttarr er vinsæll en svo virðist sem rólyndisleg framganga höfði ekki til kjósenda, en skyndilega hefur nú sést til sólar.Reyndar hefur ekki blásið byrlega fyrir BF á kjörtímabilinu. Flokkurinn hefur verið utanveltu á þingi, sú yfirlýsta stefna að vilja ræða málin og komast að skynsamlegri niðurstöðu í sátt og samlyndi hefur engan veginn náð máli í samfélagsumræðunni. Innanhúsátök skóku flokkinn á tímabilinu, sem mörgum þótti merkilegt í ljósi þess að BF vill gefa sig út fyrir að vera flokkur sátta og samlyndis. Guðmundur Steingrímsson, sá sem stofnaði flokkinn, þurfti að víkja úr formannsstóli og við tók Óttarr Proppé. Þetta hefur svo sýnt sig í skoðanakönnunum þar sem flokkurinn er á mörkum þess að koma mönnum á þing. En, Óttarr og þá ekki síður Björt Ólafsdóttir ætlar að nýta sér óvæntan byr, í stormi látanna í tengslum við búvörusamninginn og hefur sagt: „Það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum, sem töluðu mjög digurbarkalega, sitja svo hjá. Ég skil ekki afstöðuleysi í jafn stóru máli.“ Þarna er athyglisvert að hún nefnir ekki VG – sem, eins og áður sagði, telja búvörusamninginn hið besta mál.Svo virðist þessa dagana sem flest verði Viðreisn að vopni. Þar á bæ eru menn kátir.Allt verður Viðreisn að vopniHið nýstofnaða stjórnmálaafl Viðreisn nýtur vitaskuld góðs af þessu ölduróti. Flokkurinn er með hreint blað. Búvörusamningsmálið er sem af himnum ofan sent fyrir Benedikt Jóhannesson formann flokksins, því flokkurinn hefur það efst á stefnuskrá að taka til hendinni í kerfinu, hvað varðar ríkisrekstur auk þess sem rekja má stofnun flokksins til þess þegar Sjálfstæðisflokkurinn sveik gefið loforð um að kosið yrði um það hvort aðildarviðræðum við ESB yrði fram haldið eða slitið. Menn úr atvinnulífinu hafa gengið til liðs við flokkinn og horfa menn til möguleika á upptöku nýs gjaldmiðils. Benedikt tjáði sig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um búvörusamningsmálið og sagði þá, og mega þau orð hans heita lýsandi, að Samfylkingin hafi með hjásetu kosið að verða fjórði framsóknarflokkurinn á Alþingi. Hinir eru þá Framsóknarflokkurinn sjálfur, Sjálfstæðisflokkurinn og VG. Benedikt undraðist að aðeins 19 þingmenn hafi getað afgreitt eins stórt mál og þetta. Allt verður Viðreisn að vopni. Sígandi lukka hefur verið á flokknum í skoðanakönnunum. Hann hefur verið í kringum 10 prósentin, en með liðsauka á borð við Þorgerði Katrínu, kvennaraunir Sjálfstæðisflokksins og svo búvörusamningslætin þá virðist hann ætla að toppa á hárréttu augnabliki. Nema eitthvað mikið komi til. Kosningar 2016 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira
Ekki er nema rétt rúmur mánuður til kosninga. 29. október er kosningadagurinn bjartur og fagur. Hrollvekjandi staðreynd fyrir þá innan flokka sem eru að skipuleggja kosningabaráttu. Þegar litið er yfir sviðið eru nánast allir flokkar í standandi vandræðum. Ætla má að fár ríki meðal þeirra sem sitja í herráðum flokkanna. Þeir eru ekki í öfundsverðri stöðu. Hér verður tæpt á því sem efst hefur verið á baugi undanfarna daga og vikur sem hlýtur að hafa áhrif á fylgið. Og staða flokkanna metin. Öllu skiptir að toppa á réttum tíma. Menn eru með böggum hildar, nema, á stöku bæjum brosa menn breitt og hafa ástæðu til að vera bjartsýnir. Nýjasta nýtt í þeim efnum, sem gætu haft áhrif á flöktandi fylgið er að ákaflega umdeildur búvörusamningur var samþykktur var á Alþingi í vikunni. Hann gæti að einhverju leyti breytt stöðunni. Margir eru ákaflega reiðir þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna; VG, Pírötum og Samfylkingu, fyrir að hafa setið hjá eða verið fjarstödd – en hins vegar gæti þetta orðið til að styrkja stöðu Bjartrar framtíðar. Sem ekki hefur séð til sólar í skoðanakönnunum um langa hríð. Allir þingmenn Bjartrar framtíðar greiddu atkvæði gegn samningnum. 365 miðlar birtu fyrir viku niðurstöðu skoðanakönnunar um fylgi flokka og helstu niðurstöður eru þær að stór hluti kjósenda er óákveðinn.Mikið flökt er á fylginu og stór hluti kjósenda hefur ekki gert upp hug sinn. Næstu vikur eru því flokkunum mikilvægar en þeir eiga erfitt með að ná vopnum sínum.Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn verða samkvæmt könnuninni í lykilstöðu eftir kosningar; Píratar eru stærstir með 29,8 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn með 27,4 prósent. En, einungis 55,8 prósent af þeim sem náðist í eru reiðubúin að nefna þann flokk sem þau myndu kjósa. Þrettán prósent segjast óákveðin, tæplega 19 prósent vilja ekki svara spurningunni og 12 prósent segjast ekki ætla að kjósa eða að þau muni skila auðu. Því er ljóst að ýmsar breytingar gætu orðið á fylgi flokka fram að kosningum. Og nú leikur allt á reiðiskjálfi.Kvennahremmingar SjálfstæðisflokksSjálfstæðisflokkurinn, sem býr líkast til að smurðustu kosningavél sem um getur, er í standandi vandræðum eftir nýafstaðin prófkjör í Suðvestur- og Suðurkjördæmi. Helstu tíðindi sem flutt hafa verið af prófkjörunum þeim eru rýr hlutur kvenna. Konur í flokknum eru ekki með hýrri brá.Bjarni hefur staðið í ströngu og þurft að svara fyrir erfið mál nánast allt þetta kjörtímabil. Kvennaraunir heimafyrir eru ekki til að bæta úr skák.Þetta kemur ofan á þau vandræði, sem Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur verið að standa í að lempa sem eru brotthvarf tveggja þungavigtarstjórnmálamanna úr flokknum og í Viðreisn. Þeirra Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur fyrrum varaformanns og Þorsteins Pálssonar fyrrverandi formanns flokksins. Bjarni hefur staðið í ströngu við að gera lítið úr þessu, að ekki sé um klofning að ræða í flokkum en þegar við bætast kvennahremmingar er hætt við Sjálfstæðiskonur sjái það sem góðan kost í stöðunni að fylgja Þorgerði Katrínu, sem hefur mikið persónufylgi. Nú þegar aðeins er mánuður til kosninga hefði Bjarni líkast til fremur kosið að geta huggað óánægða Sjálfstæðismenn með gjörðir ríkisstjórnarinnar og þá sótt fram. Því gjörðir ríkisstjórnarinnar, svo sem „Leiðrétting“ og búvörusamningarnir geta ekki hugnast þeim sem aðhyllast stefnu flokksins.Framsóknarflokkurinn í tómu tjóniInnanmein Framsóknarflokksins eru slík að vandséð er hvernig þeir geta mætt til kosninga öðru vísi en verulega laskaðir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stefnir ótrauður á að leiða flokkinn í næstu kosningum en vart ætti að þurfa að rekja það hversu umdeildur Sigmundur Davíð er. Fjölmörgum flokksmönnum hugnast það engan veginn að hann sé í öndvegi; þeir sjá ekki að Framsóknarflokkurinn muni ríða feitum hesti frá kosningum, hvað þá að þeir muni eiga hina minnstu von um að komast í ríkisstjórn með hann sem leiðtoga flokksins.Líkast til hefur Framsóknarflokkurinn aldrei mætt eins vankaður til leiks og til þessara kosninga.Tveir fyrrverandi formenn flokksins, Jón Sigurðsson og Guðni Ágústsson, hafa bent á þetta og Guðni telur farsælast fyrir flokkinn að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra taki við formennskunni. Sigurður Ingi gaf það út á nýafstöðnum miðstjórnarfundi að hann myndi ekki gefa kost á sér í varaformennsku áfram að öllu óbreyttu. Erfitt er að túlka það á annan hátt en þann að Sigurður Ingi ætli sér að taka slaginn. Sigmundur Davíð hefur hins vegar hamrað á því að Sigurður Ingi hafi lofað því að fara ekki fram gegn sér, og notfæra sér það að hann sjálfur sé vængbrotinn eftir að hafa hrökklast úr forsætisráðuneytinu í kjölfar Wintris-málsins svonefnda. Hvorugur kosturinn er því góður fyrir Framsóknarflokk, að mæta til kosninga skömmu eftir blóðugan formannsslag á flokksþingi sem haldið verður eftir hálfan mánuð, né sá að mæta til leiks með Sigmund Davíð í broddi fylkingar. Framsóknarmenn eru því milli steins og sleggju.Samfylkingin sér vart til sólarHremmingar Samfylkingarinnar virðast engan enda ætla að taka. Þrátt fyrir að eiga að heita leiðtogar stjórnarandstöðunnar, og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hafi verið með afbrigðum óvinsæl – sem auðvitað sýndi sig berlega bæði í tengslum við Wintris-málið þegar uppúr sauð sem og þegar Gunnar Bragi Sveinsson þá utanríkisráðherra sleit einhliða og með gerræðislegum hætti viðræðum við ESB og hér logaði allt í mótmælum, hefur Samfylkingin ekki náð vopnum sínum. Sem er með hreinum ólíkindum, og á skjön við pólitíska stöðu á öðrum Norðurlöndum þar sem jafnaðarmenn hafa verið burðarás í stjórnmálum.Samfylkingunni virðist ómögulegt að ná vopnum sínum og í vikunni keyrði flokkurinn á vegg.Svo er sem Samfylkingarfólk hafi talið að fylgið ætti að braggast sem af sjálfu sér við þessar aðstæður en ekkert bólaði á slíku. Þá beindist gremjan inná við, þar sem ásakanir gengu á víxl. Árni Páll Árnason formaður var gerður ábyrgur með þeim afleiðingum að Oddný Harðardóttir tók við keflinu. En það breytti engu í skoðanakönnunum. Svo virðist sem fólk eigi erfitt með að greina flokkinn frá VG, sem nýtur óánægjunnar í skoðanakönnunum. Samfylkingin keyrði svo á vegg í vikunni, fólk vill ekki og getur ekki, ekki síst þeir sem stutt hafa Samfylkinguna, skilið hvers vegna þingmenn flokksins greiddu ekki atkvæði gegn búvörusamningnum.VG lætur lítið fyrir sér faraMeðan Samfylkingin segist vera frjálslyndur jafnaðarflokkur, en efast má um frjálslyndið í raun hefur VG aldrei reynt að sverja af sér stjórnlyndið sem partur af sinni stefnu. Flokkurinn hefur allt þetta kjörtímabil verið að bæta við sig fylgi í skoðanakönnunum. Skýrsla sem kennd er við meirihluta fjárlaganefndar, og beinist einkum gegn Steingrími J. Sigfússyni og verkum hans sem fjármálaráðherra, hefur styrkt flokkinn ef eitthvað er. Ekkert opinbert plagg hefur hlotið eins háðuglega útreið og Guðlaugs Þórs- og Vigdísarskýrslan. Hins vegar hefur VG ekki farið varhluta af gremju vegna þess að hafa ekki risið upp gegn samþykkt búvörusamningsins. En, sú gremja ristir ef til vill ekki eins djúpt og meðal Pírata og Samfylkingarfólks. Því VG er blendið í trúnni og ríkisstyrktar atvinnugreinar hugnast þeim ágætlega. Og það gæti beinlínis komið sér til góða í landsbyggðarkjördæmum það að hafa ekki látið sverfa til stáls í málinu.VG hefur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara og svo virðist sem persónufylgi Katrínar Jakobsdóttur dugi til að VG mjakist hægt og bítandi upp í fylgi skv skoðanakönnunum.Líkt og Árni Páll Árnason hefur bent á gat stjórnarmeirihlutinn alltaf reitt sig á hjásetu VG í málinu. Samfylking vildi fella undanþágu MS frá samkeppnislögum úr gildi eftir aðlögunartíma. „Hún féll naumlega 18:15 og hjáseta VG tryggði stjórnarflokkana í því máli. Áframhaldandi undanþága MS frá samkeppnislögum er því skýrt í boði þessara þriggja flokka. Við greiddum atkvæði með frávísunartillögu á búvörusamninginn í upphafi en hitt var orðið alveg ljóst að við vorum aldrei að fara að ná að fella þennan samning. Stjórnarflokkarnir gátu alltaf reitt sig á hjásetu VG, sem vildi ganga enn lengra í öfuga átt,“ segir Árni Páll á Facebook, en þar hefur hann farið um sem eldibrandur og reynt að berja í brestina. Þannig má segja að þegar allt kemur til alls mun uppnámið í tengslum við búvörusamninginn líkast til styrkja stöðu VG. Flokkurinn hefur ekki látið mikið fyrir sér fara sem virðist ljómandi strategía og þar innan dyra geta menn reitt sig á persónufylgi Katrínar Jakobsdóttur formanns.Pírataskútan í kröppum sjóPíratar hafa siglt með himinskautum í skoðanakönnunum á þessu kjörtímabili en heldur virðist byrinn að minnka í segl sjóræningjaskútunnar. Og þetta snýst allt um að toppa á réttum tíma.Erfitt væri að halda því fram að Píratar stefni í að toppa á réttum tíma. Þeir eiga í nokkrum vandræðum.Stuðningsmenn Pírata eru ævareiðir vegna afstöðuleysis þingmanna flokksins í búvörusamningsmálinu. Og duga þar skýringar Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns skammt, þess efnis að þingmenn vilji ekki taka afstöðu nema þeir gerþekki málið og geti boðið eitthvað betra í staðinn. Þvert á móti hefur fyrrverandi flokksmaður Pírata, Erna Ýr Öldudóttir, varpað fram kenningu þess efnis að Píratar hafi viljað hleypa búvörusamningnum í gegn í andstöðu við eigin landbúnaðarstefnu, til þess að fá kosningar í haust. Sama gera allir hinir stjórnarandstöðuflokkarnir, nema Björt framtíð. „Valdagráðugt lið, sem líklega ætlar sér saman í samstarf, kaupir sér s.s. kosningar hálfu ári fyrr, fyrir andvirði þrefalds Icesave samnings sem neytendur og skattgreiðendur þurfa að borga.“ En, reyndar voru Píratar farnir að gefa eftir áður en til þessa kom. Þeir eru í fyrirsjáanlegum vandræðum vegna reynsluleysis. Þeir hafa átt í nokkrum vandræðum með að svara gagnrýni vegna prófkjörs og meintra afskipa Birgittu Jónsdóttir af þeim, þeir eru sakaðir um að hafa horfið frá stefnu sinni og séu í raun vinstri flokkur – nokkuð sem gengur í berhögg við yfirlýsta stefnu þess efnis að ekki sé litið til slíkra hefðbundinna skilgreininga svo sem vinstri/hægri. En, það var einmitt vegna slíkra atriða sem Erna Ýr sagði sig úr Píratapartíinu. Píratar eiga sem sagt í stökustu vandræðum með að sannfæra eigin mannskap um eindrægni sína og meðan svo er ná þeir vart að sækja fram.Björt framtíð nær óvænt vopnum sínumSpennandi verður að sjá hvað næsta skoðanakönnun sýnir, eftir upphlaupið í tengslum við búvörusamninginn. Því ef marka má samfélagsmiðla eru ýmsir sem voru óákveðnir en vilja nú verðlauna BF með atkvæði sína vegna þessa máls.Óttarr er vinsæll en svo virðist sem rólyndisleg framganga höfði ekki til kjósenda, en skyndilega hefur nú sést til sólar.Reyndar hefur ekki blásið byrlega fyrir BF á kjörtímabilinu. Flokkurinn hefur verið utanveltu á þingi, sú yfirlýsta stefna að vilja ræða málin og komast að skynsamlegri niðurstöðu í sátt og samlyndi hefur engan veginn náð máli í samfélagsumræðunni. Innanhúsátök skóku flokkinn á tímabilinu, sem mörgum þótti merkilegt í ljósi þess að BF vill gefa sig út fyrir að vera flokkur sátta og samlyndis. Guðmundur Steingrímsson, sá sem stofnaði flokkinn, þurfti að víkja úr formannsstóli og við tók Óttarr Proppé. Þetta hefur svo sýnt sig í skoðanakönnunum þar sem flokkurinn er á mörkum þess að koma mönnum á þing. En, Óttarr og þá ekki síður Björt Ólafsdóttir ætlar að nýta sér óvæntan byr, í stormi látanna í tengslum við búvörusamninginn og hefur sagt: „Það kom mér á óvart að ýmsir hjá Samfylkingunni og Pírötum, sem töluðu mjög digurbarkalega, sitja svo hjá. Ég skil ekki afstöðuleysi í jafn stóru máli.“ Þarna er athyglisvert að hún nefnir ekki VG – sem, eins og áður sagði, telja búvörusamninginn hið besta mál.Svo virðist þessa dagana sem flest verði Viðreisn að vopni. Þar á bæ eru menn kátir.Allt verður Viðreisn að vopniHið nýstofnaða stjórnmálaafl Viðreisn nýtur vitaskuld góðs af þessu ölduróti. Flokkurinn er með hreint blað. Búvörusamningsmálið er sem af himnum ofan sent fyrir Benedikt Jóhannesson formann flokksins, því flokkurinn hefur það efst á stefnuskrá að taka til hendinni í kerfinu, hvað varðar ríkisrekstur auk þess sem rekja má stofnun flokksins til þess þegar Sjálfstæðisflokkurinn sveik gefið loforð um að kosið yrði um það hvort aðildarviðræðum við ESB yrði fram haldið eða slitið. Menn úr atvinnulífinu hafa gengið til liðs við flokkinn og horfa menn til möguleika á upptöku nýs gjaldmiðils. Benedikt tjáði sig á sjónvarpsstöðinni Hringbraut um búvörusamningsmálið og sagði þá, og mega þau orð hans heita lýsandi, að Samfylkingin hafi með hjásetu kosið að verða fjórði framsóknarflokkurinn á Alþingi. Hinir eru þá Framsóknarflokkurinn sjálfur, Sjálfstæðisflokkurinn og VG. Benedikt undraðist að aðeins 19 þingmenn hafi getað afgreitt eins stórt mál og þetta. Allt verður Viðreisn að vopni. Sígandi lukka hefur verið á flokknum í skoðanakönnunum. Hann hefur verið í kringum 10 prósentin, en með liðsauka á borð við Þorgerði Katrínu, kvennaraunir Sjálfstæðisflokksins og svo búvörusamningslætin þá virðist hann ætla að toppa á hárréttu augnabliki. Nema eitthvað mikið komi til.
Kosningar 2016 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Fleiri fréttir Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Fiskiskip kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Sjá meira