Sumartískan að hætti Victoriu Beckham Ritstjórn skrifar 12. september 2016 09:15 Glamour/Getty Victoria Beckham hefur löngu náð að sanna sig sem fatahönnuð sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum með hverri guðdómlegri fatalínunni á fætur annarri. Engin undantekning var á því um helgina á tískuvikunni í New York þegar tískukryddið sýndi sumartísku næsta árs. Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin. Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham. Glamour Tíska Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Eru þetta næstu Crocs skórnir? Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour
Victoria Beckham hefur löngu náð að sanna sig sem fatahönnuð sem ber að taka alvarlega í tískuheiminum með hverri guðdómlegri fatalínunni á fætur annarri. Engin undantekning var á því um helgina á tískuvikunni í New York þegar tískukryddið sýndi sumartísku næsta árs. Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin. Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham.
Glamour Tíska Mest lesið Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Leyfðu skollitaða hárinu að njóta sín Glamour Fljúgandi töskur á Dolce & Gabbana Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Fötin sem konur vilja klæðast Glamour ,,Tískan er ekki yfirborðsleg" Glamour Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour J.Crew kápa Meghan strax uppseld Glamour Eru þetta næstu Crocs skórnir? Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour