Segir Sigurð Inga hafa fengið reiðilestur frá Sigmundi Davíð á miðstjórnarfundi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 11. september 2016 12:00 Sigurður Ingi tekur við lyklunum að forsætisráðuneytinu frá Sigmundi Davíð í apríl síðastliðnum í kjölfar Panama-lekans. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi. Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar segir að Sigurður Ingi hafi fengið yfir sig reiðilestur frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni flokksins að ræðunni lokinni. „Allt það sem ég hef verið að benda á í allt sumar var staðfest í ræðu forsætisráðherra og á miðstjórnarfundinum í gær. Sigurður Ingi hélt virkilega góða ræðu og var fagnað mjög að henni lokinni en uppskar því miður reiðilestur frá formanni flokksins,“ segir Höskuldur í samtali við fréttastofu.Telur að Sigurður Ingi eigi dyggan stuðning um land allt Samkvæmt heimildum fréttastofu skoruðu í gær hinir ýmsu Framsóknarmenn, bæði þingmenn og flokksmenn, á Sigurð Inga í formannsframboð. Höskuldur segir hann eiga eiga dyggan stuðning um land allt. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að Sigurður Ingi bjóði sig fram til forystu í flokknum. Hann er búinn að lýsa því yfir að hann geti ekki að óbreyttu starfað sem varaformaður, hann fékk til þess margar áskoranir og mér heyrist hann eiga dyggan stuðning um allt land og ég vona að hann láti verða af því fyrr en seinna.“ Höskuldur segist telja að Sigurður Ingi sé best til þess fallinn að leiða Framsóknarflokkinn í komandi kosningum. „Ég held að það sé eini möguleikinn til þess að Framsóknarflokkurinn nái vopnum sínum, við getum rætt okkar góðu mál og eigum möguleika á að fara í ríkisstjórn.“Hvort vilja Framsóknarmenn ræða góð mál fyrir kosningar eða vera í vörn út af Panama-lekanum? Nokkra athygli vakti að í dagskrá miðstjórnarfundarins var ekki gert ráð fyrir að forsætisráðherra tæki til máls. Sigurður Ingi steig því í pontu undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. „Það var einfaldlega til skammar að hann hafi ekki verið á dagskrá á miðstjórnarfundi en því verða einhverjir aðrir að svara en ég.“ Höskuldur segir augljóst að flokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til þess hver sé best til þess fallinn að gegna formennsku fyrir flokkinn. „Það hefur verið í allt sumar, eins og ég hef verið að benda á, mikil óánægja sem er nú komin upp á yfirborðið, þannig að það er staðan í dag. Ég sé framhaldið fyrir mér að flokksmenn verði að gera upp við sig hvernig þeir vilja ganga til kosninga. Hvort að þeir vilji ræða góð mál og málefni eða vera í vörn út af Panama-hneykslinu og þannig er staðan einfaldlega?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42 Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Trúnaðarbrestur í stjórn flokksins: Mun ekki sitja sem varaformaður í óbreyttri stjórn Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í ræðu sinni á miðstjórnafundi flokksins ekki geta setið sem varaformaður eftir lansþingið í óbreyttri stjórn. 10. september 2016 19:42
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03