Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 14:21 Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Fréttablaðið/GVA Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu „þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson [...], sem var í eigu og laut stjórn ákærða, eingreiðslulán að fjárhæð 574.520.995 krónur, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins.“ Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Hreiðari Má og Guðnýju Örnu Sigurðardóttur fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings sem Vísir hefur undir höndum. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik en Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.Keypti hlutabréfin á 303 krónur á hlut en seldi þau á 704 krónur á hlut Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246.036.000 krónur. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 „og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar,“ eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir. Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskráð þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Að mati ákæruvaldsins er hér um að ræða umboðssvik og er Guðný Arna ákærð fyrir hlutdeild í þeim „með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008,“ vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Niðurstöðu Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmálinu að vænta á næstunni Í þeim hluta ákærunnar sem snýr að innherjasvikunum er Hreiðar ákærður fyrir að hafa selt hlutabréfin til einkahlutafélagsins fyrir rúman hálfan milljarð „þrátt fyrir að hafa þá búði yfir innherjaupplýsingum um Kaupþing bnaka hf. sem hann varð áskynja í starfi sínu sem forstjóri þess banka og lutu að því að skráð markaðsverð hlutabréfa í bankanum gaf á þessum tíma ranga mynd af verðmæti þeirra og hærri en efni stóðu til, vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum sem þá hafði staðið yfir að minnsta kosti frá nóvember 2007 og ákærði átti þátt í.“ Í ákærunni er vísað í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en þá var Hreiðar Már sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í stórfelldri markaðsmisnotkun bankans með bréf í sjálfum sér. Búist er við dómi Hæstaréttar í því máli á næstunni en verði Hreiðar sýknaður þar mun sá hluti ákærunnar sem rakin er hér að ofan og snýr að innherjasvikum falla niður. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu „þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðar Már Sigurðsson [...], sem var í eigu og laut stjórn ákærða, eingreiðslulán að fjárhæð 574.520.995 krónur, án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins.“ Þetta kemur fram í ákæru héraðssaksóknara á hendur Hreiðari Má og Guðnýju Örnu Sigurðardóttur fyrrverandi fjármálastjóra Kaupþings sem Vísir hefur undir höndum. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik en Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum hans.Keypti hlutabréfin á 303 krónur á hlut en seldi þau á 704 krónur á hlut Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246.036.000 krónur. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 „og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar,“ eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir. Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskráð þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Að mati ákæruvaldsins er hér um að ræða umboðssvik og er Guðný Arna ákærð fyrir hlutdeild í þeim „með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram, einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008,“ vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi.Niðurstöðu Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmálinu að vænta á næstunni Í þeim hluta ákærunnar sem snýr að innherjasvikunum er Hreiðar ákærður fyrir að hafa selt hlutabréfin til einkahlutafélagsins fyrir rúman hálfan milljarð „þrátt fyrir að hafa þá búði yfir innherjaupplýsingum um Kaupþing bnaka hf. sem hann varð áskynja í starfi sínu sem forstjóri þess banka og lutu að því að skráð markaðsverð hlutabréfa í bankanum gaf á þessum tíma ranga mynd af verðmæti þeirra og hærri en efni stóðu til, vegna langvarandi og stórfelldrar markaðsmisnotkunar með hlutabréf í bankanum sem þá hafði staðið yfir að minnsta kosti frá nóvember 2007 og ákærði átti þátt í.“ Í ákærunni er vísað í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en þá var Hreiðar Már sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í stórfelldri markaðsmisnotkun bankans með bréf í sjálfum sér. Búist er við dómi Hæstaréttar í því máli á næstunni en verði Hreiðar sýknaður þar mun sá hluti ákærunnar sem rakin er hér að ofan og snýr að innherjasvikum falla niður.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Mest lesið Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Viðskipti innlent Lækkanir halda áfram Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Sjá meira
Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf