Fjöldi kjósenda jókst um 500 prósent á milli prófkjöra VG í Norðvesturkjördæmi Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2016 12:28 Lilja Rafney Magnúsdóttir á Alþingi. Vísir/Vilhelm Gífurleg aukning var á greiddum atkvæðum í prófkjöri Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í ár. Á kjörskrá voru 1.102, 859 atkvæði voru greidd en af þeim voru 787 gild. Árið 2013 hélt flokkurinn prófkjör í þessu kjördæmi fyrir kosningarnar en þá voru 439 á kjörskrá, 139 greiddu atkvæði í prófkjörinu og 83 af þeim atkvæðum gild. Um er að ræða sexföldun í fjölgun kjósenda í prófkjöri VG í kjördæminu sem svarar til 517 prósenta aukningar. Þetta þýðir að fjöldi félaga á kjörskrá VG í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaðist frá prófkjörinu árið 2013 til prófkjörsins í ár og sexfalt fleiri greiddu atkvæði í prófkjörinu í þetta skiptið en árið 2013. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hafði sigur í prófkjörinu í ár og mun því leiða listann í komandi kosningum. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður VG í Skagafirði, hafnaði í öðru sæti en hann hafði sóst eftir fyrsta sætinu. Lilja Rafney hlaut 328 atkvæði í fyrsta sætið en Bjarni Jónsson hlaut 307. 72 kjörseðlar voru auðir eða ógildir. Forvalið fór fram 12. - 20. september en atkvæði voru talin í Búðardal í gær. Forvalið átti að fara fram dagana 31. ágúst til 5. september en var frestað eftir að það hófst á þeim forsendum að mistök hefðu átt sér stað við útgáfu og útsendingu kjörgagna.Mikil fjölgun fyrir forvalið Skömmu áður en forvalið átti að hefjast 31. ágúst bárust fregnir af mikilli fjölgun félagsmanna í VG í Norðvesturkjördæmi sem kjörsóknartölur sýndu að lokum. Var það rakið til þess að margir hafi skráð sig í flokkinn til að styðja við Bjarna Jónsson, sem er sonur Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og var sögð mikil keppni í smölun á milli Bjarna og Lilju Rafneyjar. Lilja Rafney er frá Suðureyri við Súgandafjörð á Vestfjörðum en Skessuhornið, fréttaveita Vesturlands sem er með aðsetur á Akranesi, sagðist hafa heimildir fyrir því að Vestfjarðafélag Vinstri grænna hefði stækkað svo mikið fyrir prófkjörið að það væri orðið annað stærsta félag flokksins á landsvísu á eftir félaginu í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík er svo ekki, félögin á höfuðborgarsvæðinu eru enn umtalsvert stærri en félag Vinstri grænna á Vestfjörðum. Ekki fengust hins vegar nákvæmar tölur um fjölda félagsmanna.Beðist afsökunar og ásökun um stuðning í formi fréttar Talsvert gekk á í prófkjörsslagnum, Lilja Rafney baðst til dæmis afsökunar á því að hafa beðið starfsmann Alþingi að senda fyrir sig póst vegna forvals Vinstri grænna. Þá sakaði Rúnar Gíslason, sem sóttist eftir 1. - 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í því sjötta, Rúnar Friðriksson, ritstjóra héraðsfréttamiðilsins Feykis í Skagafirði, um að skrifa að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Bjarna Jónsson í formi fréttar. Fréttin sem um ræðir er undir fyrirsögninni „Bjarni og Lilja berjast um 1. sæti í VG“. Þar voru þau Bjarni og Lilja sögð hafa hvað harðast kynnt sig í prófkjörinu . Tekin eru dæmi um hringingar og póstsendingar til félagsmanna VG í Norðvesturkjördæmi og starfsfólk Alþingis sagt hafa komið þar nálægt og vitnað í fréttir af afsökunarbeiðni Lilju. Í fréttinni er síðan rætt um dugnað Bjarna við að senda inn greinar og ferðast um kjördæmið. Er rætt við Bjarna þar sem hann segist reiðubúinn til að takast á við og berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunum kjördæmisins en ekki var rætt við Lilju.Niðurstaða á fimmtudag Kjörstjórn Vg mun leggja fram tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag. Niðurstöður forvalsins voru eftirfarandi: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 2. Bjarni Jónsson 3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir 4. Lárus Ástmar Hannesson 5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 6. Rúnar Gíslason X16 Norðvestur Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Gífurleg aukning var á greiddum atkvæðum í prófkjöri Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í ár. Á kjörskrá voru 1.102, 859 atkvæði voru greidd en af þeim voru 787 gild. Árið 2013 hélt flokkurinn prófkjör í þessu kjördæmi fyrir kosningarnar en þá voru 439 á kjörskrá, 139 greiddu atkvæði í prófkjörinu og 83 af þeim atkvæðum gild. Um er að ræða sexföldun í fjölgun kjósenda í prófkjöri VG í kjördæminu sem svarar til 517 prósenta aukningar. Þetta þýðir að fjöldi félaga á kjörskrá VG í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaðist frá prófkjörinu árið 2013 til prófkjörsins í ár og sexfalt fleiri greiddu atkvæði í prófkjörinu í þetta skiptið en árið 2013. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna, hafði sigur í prófkjörinu í ár og mun því leiða listann í komandi kosningum. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður VG í Skagafirði, hafnaði í öðru sæti en hann hafði sóst eftir fyrsta sætinu. Lilja Rafney hlaut 328 atkvæði í fyrsta sætið en Bjarni Jónsson hlaut 307. 72 kjörseðlar voru auðir eða ógildir. Forvalið fór fram 12. - 20. september en atkvæði voru talin í Búðardal í gær. Forvalið átti að fara fram dagana 31. ágúst til 5. september en var frestað eftir að það hófst á þeim forsendum að mistök hefðu átt sér stað við útgáfu og útsendingu kjörgagna.Mikil fjölgun fyrir forvalið Skömmu áður en forvalið átti að hefjast 31. ágúst bárust fregnir af mikilli fjölgun félagsmanna í VG í Norðvesturkjördæmi sem kjörsóknartölur sýndu að lokum. Var það rakið til þess að margir hafi skráð sig í flokkinn til að styðja við Bjarna Jónsson, sem er sonur Jóns Bjarnasonar fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og var sögð mikil keppni í smölun á milli Bjarna og Lilju Rafneyjar. Lilja Rafney er frá Suðureyri við Súgandafjörð á Vestfjörðum en Skessuhornið, fréttaveita Vesturlands sem er með aðsetur á Akranesi, sagðist hafa heimildir fyrir því að Vestfjarðafélag Vinstri grænna hefði stækkað svo mikið fyrir prófkjörið að það væri orðið annað stærsta félag flokksins á landsvísu á eftir félaginu í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Vinstri grænna í Reykjavík er svo ekki, félögin á höfuðborgarsvæðinu eru enn umtalsvert stærri en félag Vinstri grænna á Vestfjörðum. Ekki fengust hins vegar nákvæmar tölur um fjölda félagsmanna.Beðist afsökunar og ásökun um stuðning í formi fréttar Talsvert gekk á í prófkjörsslagnum, Lilja Rafney baðst til dæmis afsökunar á því að hafa beðið starfsmann Alþingi að senda fyrir sig póst vegna forvals Vinstri grænna. Þá sakaði Rúnar Gíslason, sem sóttist eftir 1. - 3. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í því sjötta, Rúnar Friðriksson, ritstjóra héraðsfréttamiðilsins Feykis í Skagafirði, um að skrifa að skrifa stuðningsyfirlýsingu við Bjarna Jónsson í formi fréttar. Fréttin sem um ræðir er undir fyrirsögninni „Bjarni og Lilja berjast um 1. sæti í VG“. Þar voru þau Bjarni og Lilja sögð hafa hvað harðast kynnt sig í prófkjörinu . Tekin eru dæmi um hringingar og póstsendingar til félagsmanna VG í Norðvesturkjördæmi og starfsfólk Alþingis sagt hafa komið þar nálægt og vitnað í fréttir af afsökunarbeiðni Lilju. Í fréttinni er síðan rætt um dugnað Bjarna við að senda inn greinar og ferðast um kjördæmið. Er rætt við Bjarna þar sem hann segist reiðubúinn til að takast á við og berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunum kjördæmisins en ekki var rætt við Lilju.Niðurstaða á fimmtudag Kjörstjórn Vg mun leggja fram tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag. Niðurstöður forvalsins voru eftirfarandi: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 2. Bjarni Jónsson 3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir 4. Lárus Ástmar Hannesson 5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 6. Rúnar Gíslason
X16 Norðvestur Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira