Kjóstu bara eins og pabbi Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. október 2016 16:26 Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Ungt fólk mætir verr á kjörstað en aðrir aldurshópar og virðist oft láta sér málefni líðandi stundar lítið varða. Þessar aðstæður skapa vítahring. Ungt fólk tekur ekki þátt í stjórn landsins eins og aðrir þjóðfélagshópar og hefur þar af leiðandi ekki fulltrúa á þingi eða innan hagsmunasamtaka. Við unga fólkið tökum ekki þátt í lýðræðinu. Þetta sést vel þegar horft er á stöðuna í dag. Húsnæðismarkaðurinn er handónýtur og ungt fólk sér ekki fram á það að eignast nokkurn tímann húsnæði, og ekki er vænlegra að leigja. Það stendur til að skerða jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenskir framhaldsskólar berjast í bökkum við að greiða fyrir rafmagn og hita. Við þetta bætast skert framlög til háskólanna á síðustu árum og margt fleira, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að sjálfsögðu að bæta úr — strax eftir kosningar. Nýlegar fréttir um minnkandi kaupmátt ungmenna á síðustu áratugum eru enn eitt áhyggjuefnið. Kaupmáttur sextán til nítján ára einstaklinga hefur dregist saman á síðustu áratugum og kaupmáttur næsta aldurshóps fyrir ofan hlutfallslega lítið aukist miðað við hina eldri, sem hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu. Ungt fólk situr á hakanum og það á sér óvini á ólíklegustu stöðum. Sjálf verkalýðshreyfingin samþykkti í sínum nýjustu kjarasamningum að skerða kjör ungmenna. Átján og nítján ára einstaklingar eru, samkvæmt kjarasamningum, á 95% launum annarra fullorðinna einstaklinga. Þeim er því einfaldlega mismunað innan ramma laganna vegna aldurs. Það er ljóst að þörf er á breytingum. Ungt fólk þarf að eiga sína fulltrúa á þingi, og til þess að eiga sína fulltrúa þarf að kjósa þá. Við megum ekki gleyma því að lýðræðið er líka fyrir unga fólkið. Því biðla ég til ungs fólks; ekki bara kjósa eins og foreldrar þínir, kynnum okkur málin, látum í okkur heyra og kjósum okkur fulltrúa sem berjast fyrir okkar hagsmunum. Hagsmunir unga fólksins eru hagsmunir framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Ungt fólk mætir verr á kjörstað en aðrir aldurshópar og virðist oft láta sér málefni líðandi stundar lítið varða. Þessar aðstæður skapa vítahring. Ungt fólk tekur ekki þátt í stjórn landsins eins og aðrir þjóðfélagshópar og hefur þar af leiðandi ekki fulltrúa á þingi eða innan hagsmunasamtaka. Við unga fólkið tökum ekki þátt í lýðræðinu. Þetta sést vel þegar horft er á stöðuna í dag. Húsnæðismarkaðurinn er handónýtur og ungt fólk sér ekki fram á það að eignast nokkurn tímann húsnæði, og ekki er vænlegra að leigja. Það stendur til að skerða jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenskir framhaldsskólar berjast í bökkum við að greiða fyrir rafmagn og hita. Við þetta bætast skert framlög til háskólanna á síðustu árum og margt fleira, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að sjálfsögðu að bæta úr — strax eftir kosningar. Nýlegar fréttir um minnkandi kaupmátt ungmenna á síðustu áratugum eru enn eitt áhyggjuefnið. Kaupmáttur sextán til nítján ára einstaklinga hefur dregist saman á síðustu áratugum og kaupmáttur næsta aldurshóps fyrir ofan hlutfallslega lítið aukist miðað við hina eldri, sem hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu. Ungt fólk situr á hakanum og það á sér óvini á ólíklegustu stöðum. Sjálf verkalýðshreyfingin samþykkti í sínum nýjustu kjarasamningum að skerða kjör ungmenna. Átján og nítján ára einstaklingar eru, samkvæmt kjarasamningum, á 95% launum annarra fullorðinna einstaklinga. Þeim er því einfaldlega mismunað innan ramma laganna vegna aldurs. Það er ljóst að þörf er á breytingum. Ungt fólk þarf að eiga sína fulltrúa á þingi, og til þess að eiga sína fulltrúa þarf að kjósa þá. Við megum ekki gleyma því að lýðræðið er líka fyrir unga fólkið. Því biðla ég til ungs fólks; ekki bara kjósa eins og foreldrar þínir, kynnum okkur málin, látum í okkur heyra og kjósum okkur fulltrúa sem berjast fyrir okkar hagsmunum. Hagsmunir unga fólksins eru hagsmunir framtíðarinnar.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun