Spilling er skiljanleg Jón Þór Ólafsson skrifar 1. október 2016 07:00 Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun