Blessuð kindin í nýjum búningi 1. október 2016 10:00 ,,Segja má að hugmyndin hafi kviknað út frá því að okkur fannst lambakjöt eiga undir högg að sækja, sérstaklega hjá yngra fólki,“ segir Ólafur Ágústsson matreiðslumaður sem er í forsvari fyrir viðburðinn Sláturtíð á KEX í dag. MYND/STEFÁN Sláturtíðinni verður fagnað með glæsibrag á götumatarhátíð á KEX hosteli í dag í samstarfi við íslenska sauðfjárbændur. Gestum verður boðið upp á fjölbreytta rétti úr lambakjöti og innmat sem sumir verða kunnuglegir á meðan aðrir verða framandi fyrir marga. Ólafur Ágústsson matreiðslumaður er í forsvari fyrir hátíðinni sem er í raun samvinnuverkefni DILL Restaurant, Sæmundar í sparifötunum á KEX hosteli og pitsustaðarins á Hverfisgötu 12. „Segja má að hugmyndin hafi kviknað út frá því að okkur fannst lambakjöt eiga undir högg að sækja, sérstaklega hjá yngra fólki. Við vildum gera eitthvað til þess að sýna fram á að lambakjöt og afleiddar afurðir eigi fullt erindi á matardiska yngra og eldra fólks. Götumatur virðist vera eitthvað sem margir tengja við í dag, sérstaklega yngra fólk, og sá hópur sem sækir KEX hostel dagsdaglega er auðvitað með puttann á púlsinum.“Gómsætar grillaðar lambakótelettur með nýju og spennandi sniði. MYND/STEFÁNvísir/stefánFjölbreyttir réttir Réttirnir verða bornir fram án endurgjalds vítt og breitt um KEX hostel. „Við bjóðum upp á þekkta rétti úr heimi götumatar, svo sem takkó, pylsu, smurbrauð og fleira. Allt eru þetta þekktir réttir en búið er að nálgast hráefnið og eldunina á örlítið annan hátt en vant er.“ Gestir fá m.a. að bragða á steiktri rúllupylsu á súrdeigsbrauði, nýru og hjörtu í enskri „Cornish pasty“ böku, frelsisborgara KEX með lambakjöti og slátur í pylsubrauði með rófu. „Einnig munum við bjóða upp á okkar eigin útgáfu af „Rocky Mountain oysters“ sem eru snöggsteikt hrútseistu með chili-mæjói. Auk réttanna verða drykkir til sölu á staðnum.“„Við bjóðum upp á þekkta rétti úr heimi götumatar, svo sem takkó, pylsu, smurbrauð og fleira. Allt eru þetta þekktir réttir en búið er að nálgast hráefnið og eldunina á örlítið annan hátt en vant er,“ segir Ólafur. MYND/STEFÁNHugmyndaflugið virkjað Þótt boðið sé upp á fjölbreytta rétti og jafnvel framandi segir Ólafur matreiðsluna fyrst og fremst snúast um að nota hugmyndaflugið og búa til vörur sem fólk vill borða og sækist í. „Lambapylsur þurfa t.d. ekki að vera brimsaltar og reyktar til þess að hægt sé að borða þær. Þetta snýst um hugarfarsbreytingu í framleiðslu, markaðssetningu og neyslu. Við þurfum að vera miklu stoltari af kindinni, gera meira fyrir vöruna og hvetja til nýsköpunar.“ Þrátt fyrir allar nýjungar á þó gamla góða tuggan alltaf við að sögn Ólafs, að íslenskt lambakjöt þurfi ekki að krydda þar sem það kemur kryddað úr haga. „Hins vegar er ekkert að því að prófa sig áfram með framandi samsetningar, til að mynda er sterkkryddaður lambaframpartur í takkó með kóríander og avókadó alveg magnaður matur.“ Sláturtíð á KEX stendur yfir milli kl. 13 og 17 í dag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu KEX hostels. Matur Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið
Sláturtíðinni verður fagnað með glæsibrag á götumatarhátíð á KEX hosteli í dag í samstarfi við íslenska sauðfjárbændur. Gestum verður boðið upp á fjölbreytta rétti úr lambakjöti og innmat sem sumir verða kunnuglegir á meðan aðrir verða framandi fyrir marga. Ólafur Ágústsson matreiðslumaður er í forsvari fyrir hátíðinni sem er í raun samvinnuverkefni DILL Restaurant, Sæmundar í sparifötunum á KEX hosteli og pitsustaðarins á Hverfisgötu 12. „Segja má að hugmyndin hafi kviknað út frá því að okkur fannst lambakjöt eiga undir högg að sækja, sérstaklega hjá yngra fólki. Við vildum gera eitthvað til þess að sýna fram á að lambakjöt og afleiddar afurðir eigi fullt erindi á matardiska yngra og eldra fólks. Götumatur virðist vera eitthvað sem margir tengja við í dag, sérstaklega yngra fólk, og sá hópur sem sækir KEX hostel dagsdaglega er auðvitað með puttann á púlsinum.“Gómsætar grillaðar lambakótelettur með nýju og spennandi sniði. MYND/STEFÁNvísir/stefánFjölbreyttir réttir Réttirnir verða bornir fram án endurgjalds vítt og breitt um KEX hostel. „Við bjóðum upp á þekkta rétti úr heimi götumatar, svo sem takkó, pylsu, smurbrauð og fleira. Allt eru þetta þekktir réttir en búið er að nálgast hráefnið og eldunina á örlítið annan hátt en vant er.“ Gestir fá m.a. að bragða á steiktri rúllupylsu á súrdeigsbrauði, nýru og hjörtu í enskri „Cornish pasty“ böku, frelsisborgara KEX með lambakjöti og slátur í pylsubrauði með rófu. „Einnig munum við bjóða upp á okkar eigin útgáfu af „Rocky Mountain oysters“ sem eru snöggsteikt hrútseistu með chili-mæjói. Auk réttanna verða drykkir til sölu á staðnum.“„Við bjóðum upp á þekkta rétti úr heimi götumatar, svo sem takkó, pylsu, smurbrauð og fleira. Allt eru þetta þekktir réttir en búið er að nálgast hráefnið og eldunina á örlítið annan hátt en vant er,“ segir Ólafur. MYND/STEFÁNHugmyndaflugið virkjað Þótt boðið sé upp á fjölbreytta rétti og jafnvel framandi segir Ólafur matreiðsluna fyrst og fremst snúast um að nota hugmyndaflugið og búa til vörur sem fólk vill borða og sækist í. „Lambapylsur þurfa t.d. ekki að vera brimsaltar og reyktar til þess að hægt sé að borða þær. Þetta snýst um hugarfarsbreytingu í framleiðslu, markaðssetningu og neyslu. Við þurfum að vera miklu stoltari af kindinni, gera meira fyrir vöruna og hvetja til nýsköpunar.“ Þrátt fyrir allar nýjungar á þó gamla góða tuggan alltaf við að sögn Ólafs, að íslenskt lambakjöt þurfi ekki að krydda þar sem það kemur kryddað úr haga. „Hins vegar er ekkert að því að prófa sig áfram með framandi samsetningar, til að mynda er sterkkryddaður lambaframpartur í takkó með kóríander og avókadó alveg magnaður matur.“ Sláturtíð á KEX stendur yfir milli kl. 13 og 17 í dag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu KEX hostels.
Matur Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið