Skipti um síma til að hljóðrita samtalið Höskuldur Kári Schram skrifar 19. október 2016 18:30 Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fréttastofa hefur þennan vitnisburð undir höndum þar sem meðal annars er vísað í afrit af samtalinu milli Geirs og Davíðs varðandi lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautavaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Talið er að ríkið hafi tapað tugum milljarða króna á lánveitingunni. Fjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita bankanum lán. Fljótlega kom í ljós að símtalið hafði verið hljóðritað en Geir H. Haarde hefur lagst gegn því að afrit af samtalinu verði gert opinbert. Í vitnisburðinum segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“ Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir:„Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„Do hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“ Landsdómur Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið greitt til baka. Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns Seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Fréttastofa hefur þennan vitnisburð undir höndum þar sem meðal annars er vísað í afrit af samtalinu milli Geirs og Davíðs varðandi lánveitingar til Kaupþings banka. Kaupþing fékk 500 milljóna evru þrautavaralán frá Seðlabankanum til að standast þá ólgu sem umlék íslenskt bankakerfi á þessum tíma. Lánið dugði þó ekki til og bankinn féll nokkrum dögum seinna. Talið er að ríkið hafi tapað tugum milljarða króna á lánveitingunni. Fjölmiðlar hafa lengið óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið var að þeirri ákvörðun að veita bankanum lán. Fljótlega kom í ljós að símtalið hafði verið hljóðritað en Geir H. Haarde hefur lagst gegn því að afrit af samtalinu verði gert opinbert. Í vitnisburðinum segir meðal annars:„[Starfsmaðurinn] kvaðst hafa verið viðstaddur þegar símtalið átti sér stað og að DO hafi tekið símtalið úr síma [starfsmannsins] þar sem síminn hans var hljóðritaður en ekki sími DO.“ Þessi vitnisburður er á skjön við yfirlýsingar Davíðs sem hingað til hefur haldið því fram að tilviljun hafi ráðið því að símtalið var hljóðritað. Þá er vísað beint í símtalið í vitnisburðinum þar sem Davíð segir:„Í dag getum við skrapað saman 500 milljónum evra og erum þá náttúrulega komnir inn að beini. Getum þá hjálpað Kaupþingi í einhverja fjóra fimm daga en þá getum við ekki hjálpað Landsbankanum líka sko.“ Í vitnisburðinum segir starfsmaðurinn að Davíð hafi strax að loknu samtalinu við Geir hringt í Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, til að tilkynna honum að Kaupþing fengi fyrirgreiðslu frá Seðlabankanum. Þá segir ennfremur í vitnisburðinum:„Do hafi sagt GHH að þeir fengju þennan pening ekki til baka og að ákvörðunin hafi í raun verið GHH.“
Landsdómur Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira