Norma Dögg Róbertsdóttir bætti enn einni medalíunni í safnið sitt í dag þegar blandað lið Íslands endaði í 3. sæti á EM í Maribor í Slóveníu.
Þetta voru þó hennar fyrstu verðlaun í hópfimleikum, á hennar fyrsta móti, en Norma Dögg færði sig yfir í hópfimleikana fyrir skemmstu eftir farsælan feril í áhaldafimleikum.
„Þetta var geggjað. Það stóðu allir saman. Þetta var markmiðið okkar og við náðum því. Hópurinn hefur aldrei verið jafn þéttur og í dag,“ sagði Norma Dögg í samtali við blaðamann Vísis eftir að hún hafði fengið bronsmedalíuna um hálsinn.
Ísland bætti sig mikið frá undankeppninni og hækkaði heildareinkunn sína um 2,65. En fannst Normu íslenska liðið eiga mikið inni eftir undankeppnina?
„Já, algjörlega. Við hækkuðum okkur um þrjú stig sem er frekar mikið í fimleikum. Það var stefnan. Við höfum æft mikið og stíft saman, lögðum allt í þetta og það skilaði sér,“ sagði Norma Dögg.
Hún segir að árangurinn á þessu fyrsta móti hennar í hópfimleikum hvetji hana til frekari dáða í greininni.
„Þetta var geggjuð byrjun. Vonandi fæ ég að prófa þetta einhvern tímann aftur því þetta er alveg magnað,“ sagði Norma Dögg brosandi að lokum.
Norma Dögg: Hópurinn hefur aldrei verið eins þéttur og í dag
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn

Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða
Enski boltinn

Hörður undir feldinn
Körfubolti

Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs
Íslenski boltinn



Dramatík í Manchester
Enski boltinn

Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina
Enski boltinn