Hinseginfræðsla fyrir verðandi heilbrigðisstarfsmenn Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir skrifar 14. október 2016 17:20 Hinseginfræðsla er ekki hluti af grunnnámi í læknisfræði né í öðrum greinum heilbrigðisvísindasviðs, heldur þurfa nemendur að sækjast eftir henni sjálfir. Nemar í læknisfræði njóta góðs af því að Ástráður forvarnastarf læknanema, skipuleggur forvarnaviku fyrir 2. árs nema í samstarfi með Læknadeild þar sem fengnir eru fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar sem tengist kynlífi, kynverund og kynsjúkdómum. Þessa forvarna viku skipuleggja læknanemarnir sjálfir og hefur hinseginfræðsla tilheyrt vikunni seinustu ár. Þessi fræðsla hefur reynst læknanemum vel en í óformlegri könnun sem lögð var fyrir læknanema og aðra nema á heilbrigðisvísindasviði töldu tæplega 80% að hinseginfræðslu samtakanna hefði aukið þekkingu sína á hinsegin málefnum. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á Íslandi þá á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það þýðir að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Auk þess skal heilbrigðisstarfsmaður leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Að því sögðu má spyrja sig hvernig hinsegin fólki farnist innan heilbrigðiskerfisins og hvort þekking á hinsegin málefnum meðal heilbrigðisstarfsmanna sé nægileg til að tryggja sem fullkomnasta heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp einstaklinga? Í fyrrnefndri könnun þóttu aðeins 27% af 186 svarendum á heilbrigðisvísindasviði að þeir hafi fengið nægilega fræðslu um hinsegin málefni. Hinsvegar töldu um 87% að þekking á meðal starfsfólks á hinsegin málefnum myndi auka gæði heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin fólk auk þess sem 86% var sammála því að hinseginfræðsla ætti að vera hluti af háskólanámi heilbrigðisstarfsfólks. Hinsegin fólk eins og hvert annað fólk þarf á heilbrigðisþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti. Ákveðnir hinsegin hópar þurfa hinsvegar á viðvarandi heilbrigðisþjónustu að halda. Sumt trans fólk, sem er fólk sem upplifir sig ekki í því kyni sem því var úthlutað við fæðingu, kýs að fara í kynleiðréttingarferli en mikill hluti þess á sér stað innan heilbrigðiskerfisins og hormónameðferð er ævilangt. Intersex fólk þarf einnig oft á langvarandi meðferð að halda t.d. vegna hormóna vanstarfsemi/ofstarfsemi. Intersex fólk er fólk með ódæmigerð kyneinkenni fyrir karl eða konu þar sem kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta. Þó svo að við megum vera mjög stolt af okkar heilbrigðiskerfi og starfsmönnum þá er það staðreynd að hinsegin fólk og sér í lagi trans og intersex fólk verður fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu. Forræðishyggja, fordómar og fáfræði eru helsta uppspretta þessarar mismununar. Forræðishyggja að því leiti að til þess að trans fólk í kynleiðréttingarferli geti fengið nafnabreytingu, hormón og undirgengist skurðaðgerðir þá þarf teymi á Landspítala að greina einstaklinginn með kynáttunarvanda (geðgreining) og meta hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Þessi skilyrði gefa ekki mikið svigrúm fyrir fólk sem upplifir sig ekki eingöngu sem karl eða konu og ýta undir tvíhyggju kynjakerfi, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012 þar sem eingöngu er gert ráð fyrir tveimur kynjum. Intersex fólk getur líka lent í forræðishyggju þ.e. lenda í því að sæta óþarfa inngrip. Til dæmis hafa ungabörn með óræð kynfæri verið látin undirgangast óþarfa aðgerðir á kynfærum þeirra án læknisfræðilegra ástæðna. Þessar aðgerðir eru því einungis gerðar til að normalísera útlit þeirra og geta ollið varanlegan skaða á kynfærum. Fordómar gagnvart hinsegin fólki innan heilbrigðiskerfisins eru þakkanlega oftast ómeðvitaðir og stafa líklegast aðallega af fáfræði. Dæmi um þetta er að oft er gert ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður og cískynja (s.s. ekki trans) þar til annað sannast. Fræðsla er sterkasta vopnið sem við höfum í baráttu við fordóma. Fordómar eru oftast sprottnir af þekkingarskorti sem gerir fólki erfitt að setja sig í spor annarra. Hér er því mikið svigrúm til að gera betur í að fræða heilbrigðisstarfsfólk um hinsegin málefni, veruleika og hugtök. Í margnefndri könnun skoraði sá hópur nemanda sem hafði fengið hinseginfræðslu marktækt hærra á hinseginþekkingu heldur en þeir sem höfðu ekki fengið fræðslu. Þeir mátu sig einnig betur í stakk búna til að taka á móti hinsegin fólki án nokkurra vandkvæða. Það er því ljóst að hinseginfræðsla er mikilvægt tól til að bæta heilbrigðisþjónustu og með eflingu hinseginfræðslu í háskólanámi verðandi heilbrigðisstarfsmanna væri mikill sigur hafinn.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hinseginfræðsla er ekki hluti af grunnnámi í læknisfræði né í öðrum greinum heilbrigðisvísindasviðs, heldur þurfa nemendur að sækjast eftir henni sjálfir. Nemar í læknisfræði njóta góðs af því að Ástráður forvarnastarf læknanema, skipuleggur forvarnaviku fyrir 2. árs nema í samstarfi með Læknadeild þar sem fengnir eru fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar sem tengist kynlífi, kynverund og kynsjúkdómum. Þessa forvarna viku skipuleggja læknanemarnir sjálfir og hefur hinseginfræðsla tilheyrt vikunni seinustu ár. Þessi fræðsla hefur reynst læknanemum vel en í óformlegri könnun sem lögð var fyrir læknanema og aðra nema á heilbrigðisvísindasviði töldu tæplega 80% að hinseginfræðslu samtakanna hefði aukið þekkingu sína á hinsegin málefnum. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á Íslandi þá á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það þýðir að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Auk þess skal heilbrigðisstarfsmaður leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Að því sögðu má spyrja sig hvernig hinsegin fólki farnist innan heilbrigðiskerfisins og hvort þekking á hinsegin málefnum meðal heilbrigðisstarfsmanna sé nægileg til að tryggja sem fullkomnasta heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp einstaklinga? Í fyrrnefndri könnun þóttu aðeins 27% af 186 svarendum á heilbrigðisvísindasviði að þeir hafi fengið nægilega fræðslu um hinsegin málefni. Hinsvegar töldu um 87% að þekking á meðal starfsfólks á hinsegin málefnum myndi auka gæði heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin fólk auk þess sem 86% var sammála því að hinseginfræðsla ætti að vera hluti af háskólanámi heilbrigðisstarfsfólks. Hinsegin fólk eins og hvert annað fólk þarf á heilbrigðisþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti. Ákveðnir hinsegin hópar þurfa hinsvegar á viðvarandi heilbrigðisþjónustu að halda. Sumt trans fólk, sem er fólk sem upplifir sig ekki í því kyni sem því var úthlutað við fæðingu, kýs að fara í kynleiðréttingarferli en mikill hluti þess á sér stað innan heilbrigðiskerfisins og hormónameðferð er ævilangt. Intersex fólk þarf einnig oft á langvarandi meðferð að halda t.d. vegna hormóna vanstarfsemi/ofstarfsemi. Intersex fólk er fólk með ódæmigerð kyneinkenni fyrir karl eða konu þar sem kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta. Þó svo að við megum vera mjög stolt af okkar heilbrigðiskerfi og starfsmönnum þá er það staðreynd að hinsegin fólk og sér í lagi trans og intersex fólk verður fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu. Forræðishyggja, fordómar og fáfræði eru helsta uppspretta þessarar mismununar. Forræðishyggja að því leiti að til þess að trans fólk í kynleiðréttingarferli geti fengið nafnabreytingu, hormón og undirgengist skurðaðgerðir þá þarf teymi á Landspítala að greina einstaklinginn með kynáttunarvanda (geðgreining) og meta hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Þessi skilyrði gefa ekki mikið svigrúm fyrir fólk sem upplifir sig ekki eingöngu sem karl eða konu og ýta undir tvíhyggju kynjakerfi, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012 þar sem eingöngu er gert ráð fyrir tveimur kynjum. Intersex fólk getur líka lent í forræðishyggju þ.e. lenda í því að sæta óþarfa inngrip. Til dæmis hafa ungabörn með óræð kynfæri verið látin undirgangast óþarfa aðgerðir á kynfærum þeirra án læknisfræðilegra ástæðna. Þessar aðgerðir eru því einungis gerðar til að normalísera útlit þeirra og geta ollið varanlegan skaða á kynfærum. Fordómar gagnvart hinsegin fólki innan heilbrigðiskerfisins eru þakkanlega oftast ómeðvitaðir og stafa líklegast aðallega af fáfræði. Dæmi um þetta er að oft er gert ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður og cískynja (s.s. ekki trans) þar til annað sannast. Fræðsla er sterkasta vopnið sem við höfum í baráttu við fordóma. Fordómar eru oftast sprottnir af þekkingarskorti sem gerir fólki erfitt að setja sig í spor annarra. Hér er því mikið svigrúm til að gera betur í að fræða heilbrigðisstarfsfólk um hinsegin málefni, veruleika og hugtök. Í margnefndri könnun skoraði sá hópur nemanda sem hafði fengið hinseginfræðslu marktækt hærra á hinseginþekkingu heldur en þeir sem höfðu ekki fengið fræðslu. Þeir mátu sig einnig betur í stakk búna til að taka á móti hinsegin fólki án nokkurra vandkvæða. Það er því ljóst að hinseginfræðsla er mikilvægt tól til að bæta heilbrigðisþjónustu og með eflingu hinseginfræðslu í háskólanámi verðandi heilbrigðisstarfsmanna væri mikill sigur hafinn.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun