Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. október 2016 15:20 Vésteinn Valgarðsson mætti í Kosningaspjall Vísis. vísir/stefán Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki sé hægt að tala um flokkinn sem kommúnistaflokk, en um er að ræða vinstri sinnaðasta framboðið að þessu sinni. Vésteinn segir markmið flokksins ekki endilega að koma manni á þing heldur að koma málstað hans á framfæri. „Við erum ekki kommúnistaflokkur. Ég er kommúnisti og Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, er líka kommúnisti, en flokkurinn er ekki kommúnistaflokkur. Það er vegna þess að ef við tölum um merkingarbæra merkingu þess orðs þá er kommúnistaflokkur miklu strangara fyrirbæri sem gerir meiri kröfur um sömu lífsskoðunina, sömu lífssýnina og mun djúpstæðari hugmyndafræðilega samheldni en Alþýðufylkingin er með,“ sagði Vésteinn í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.Alþýðufylkingin er í framboði í þriðja sinn. Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningum árið 2013 og fékk innan við eitt prósent atkvæða, og sömuleiðis þegar hann bauð fram í borgarstjórnarkosningum 2014. Alþýðufylkingin mældist með 2,2 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og 0,3 prósent í könnun Morgunblaðsins. Vésteinn segir það vel raunhæft að flokkurinn nái manni inn á þing. „Við skerum okkur úr frá öðrum flokkum því tilvera okkar hangir ekki á því hvort við erum inni á þingi eða ekki. Við höfum starfað frá 2013, fyrir utan þings allan þann tíma, en samt starfað ótrauð. Við höfum bara byggt okkur upp og sótt í okkur veðrið og ef við fáum ekki fólk kjörið inn á þing þá fáum við það bara næst. Við stefnum allavega að því og að ná fólki kjörnu inn á þing er auk þess ekki nema hluti af takmarki okkar. Það er líka að koma málstað okkar fyrir augu og eyru kjósenda.“ Viðtalið við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá færsluna af Facebook-síðu Vísis þar sem lesendur gátu spurt spurninga.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Íslenska þjóðfylkingin verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.Kosningaspjall Vísis: AlþýðufylkinginVésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í beina útsendingu í fyrsta þætti Kosningaspjalls Vísis. Útsending hefst þegar um 16:30 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu hér að neðan.Posted by Vísir.is on Monday, October 10, 2016 Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að ekki sé hægt að tala um flokkinn sem kommúnistaflokk, en um er að ræða vinstri sinnaðasta framboðið að þessu sinni. Vésteinn segir markmið flokksins ekki endilega að koma manni á þing heldur að koma málstað hans á framfæri. „Við erum ekki kommúnistaflokkur. Ég er kommúnisti og Þorvaldur Þorvaldsson, formaður flokksins, er líka kommúnisti, en flokkurinn er ekki kommúnistaflokkur. Það er vegna þess að ef við tölum um merkingarbæra merkingu þess orðs þá er kommúnistaflokkur miklu strangara fyrirbæri sem gerir meiri kröfur um sömu lífsskoðunina, sömu lífssýnina og mun djúpstæðari hugmyndafræðilega samheldni en Alþýðufylkingin er með,“ sagði Vésteinn í beinni útsendingu í Kosningaspjalli Vísis í morgun.Alþýðufylkingin er í framboði í þriðja sinn. Flokkurinn bauð fyrst fram í alþingiskosningum árið 2013 og fékk innan við eitt prósent atkvæða, og sömuleiðis þegar hann bauð fram í borgarstjórnarkosningum 2014. Alþýðufylkingin mældist með 2,2 prósenta fylgi í síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins og 0,3 prósent í könnun Morgunblaðsins. Vésteinn segir það vel raunhæft að flokkurinn nái manni inn á þing. „Við skerum okkur úr frá öðrum flokkum því tilvera okkar hangir ekki á því hvort við erum inni á þingi eða ekki. Við höfum starfað frá 2013, fyrir utan þings allan þann tíma, en samt starfað ótrauð. Við höfum bara byggt okkur upp og sótt í okkur veðrið og ef við fáum ekki fólk kjörið inn á þing þá fáum við það bara næst. Við stefnum allavega að því og að ná fólki kjörnu inn á þing er auk þess ekki nema hluti af takmarki okkar. Það er líka að koma málstað okkar fyrir augu og eyru kjósenda.“ Viðtalið við Véstein má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má einnig sjá færsluna af Facebook-síðu Vísis þar sem lesendur gátu spurt spurninga.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Íslenska þjóðfylkingin verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.Kosningaspjall Vísis: AlþýðufylkinginVésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætti í beina útsendingu í fyrsta þætti Kosningaspjalls Vísis. Útsending hefst þegar um 16:30 mínútur eru liðnar af myndskeiðinu hér að neðan.Posted by Vísir.is on Monday, October 10, 2016
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 7. október 2016 10:00