Þetta er mín aðferð við að segja sögur 29. október 2016 11:00 Joan Jonas, myndlistarkona, segir að vinur hennar hafi kveikt áhuga hennar á Íslendingasögunum. Visir/GVA Joan Jonas er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Jonas, sem er fædd árið 1936 í New York, þar sem hún hefur búið og starfað alla tíð, hefur haft víðtæk áhrifa á fjölda samferðamanna sinni í listinni enda hafa verk hennar verið sýnd á öllum helstu listasöfnum heims. Þrátt fyrir langan og glæstan feril er Jonas enn afar virk í listsköpun sinni enda var hún fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015. Á fimmtudagskvöldið var opnuð sýningin Reanimation í Listasafni Íslands en í dag verður hins vegar opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkinu Volcano Saga. Bæði þessi verk eru hluti af Íslandstengdum verkum listakonunnar og mikill hvalreki fyrir íslenska listunnendur, ekki síst þar sem þessi verk hafa aldrei verið sýnd áður á Íslandi. Opnaði á möguleika Joan Jonas er meðal þeirra listamanna sem fyrstir tóku vídeóvélina í sína þágu. Hún segfir að upphaf þess megi rekja til þess að bakgrunnur hennar liggi í raun fyrst og fremst í höggmyndalistinni. „En svo fór ég líka á námskeið í danslist hjá Trishu Brown í New York. Ég get alls ekki kalað mig dansara en það varð þó til þess að ég hef notað hreyfingu mjög mikið í mínum verkum. Ég var áhugasöm um danslistina og hrærðist að auki í listamannaumhverfi borgarinnar á sínum tíma. Ég þekkti kvikmyndagerðarfólk og fólk úr ólíkum listgreinum og svona í gegnum þann hóp fór ég að kynnast myndbandstækninni. Þegar ég svo fór til Japans árið 1970 þá ákvað ég að taka skrefið og keypti mér tökuvél þar. Þetta var fyrsta handhæga vídeókameran fyrir almenning og með tilkomu hennar opnaðist fyrir ýmsa möguleika.“ Jonas segir að hún hafi strax heillast af þessum nýja miðli og möguleikum hans. „Ég hef alltaf haft áhuga á kvikmyndalistinni og var þá þegar búin að gera tvær kvikmyndir, það var 1968, en þá vann ég að sjálfsögðu með tökumanni. En með tilkomu vídeótækninnar opnaðist fyrir þann möguleika að taka sjálf eins og ég hef gert síðan þá.“ Grundvöllur Jonas hefur ætíð verið einfaldur þótt útkoman sé margslungin og marglaga. Meðan hún skundar um myrkvað sviðið sem hún byggir gjarnan upp með tjaldi fyrir vídeóvörpun, teiknar myndir beint á vegg, fremur ýmis hljóð með bjöllum, pappírsskrjáfi eða ásláttarbrestum, líður verkið áfram eins og fljót sem kvíslast að ósi. Áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með atburðarásinni sem á sér stað víðsvegar um sviðið. „Fyrir mér er þetta náttúrlegt ferli sem kom í framhaldi af kvikmyndaáhuganum. Einhvers konar eðlilegt framhald innan kvikmyndalistarinnar. Aðeins önnur tækni. Þetta er var ekki ósvipað því og þegar ég fór úr höggmyndinni og yfir í hreyfinguna á sjöunda áratugnum, ég leit á það sem eðlilegt ferli. Næsta skref ef svo mætti segja. Hreyfingin er svo líka hluti af teikningunni þannig að þetta er allt ferli fremur en stökk. Á ferð um Ísland Fyrir Jonas er listsköpunin ekki síst ákveðin leið til þess að segja sögur og að ákveðnu leyti segist hún líta á sig sem sögumann. Það hafði líka víðtæk áhrif á það að hún ákvað að fara til Íslands á sínum tíma. „Vinur minn sagði mér frá Íslendingasögunum og að þær væru einstaklega fallegar. Það varð til þess að ég las eins margar og ég gat komist í, svona þær sem voru til í enskri þýðingu, og það kveikti með mér löngun til þess að gera eitthvað við þetta. Ég valdi, af ýmsum ástæðum, að vinna með Laxdælu. Það er afar falleg saga og svo er hún líka með konu í forgrunni og það skipti mig miklu máli. Ég fékk styrk til þess að vinna að þessu og í framhaldinu fór ég til Íslands til þess að vinna rannsóknarvinnuna. Steinunn Vasulka var góð vinkona mín svo ég hringdi í hana og það vildi svo vel til að hún var líka á leiðinni til Íslands. Þannig að í minni fyrstu ferð hingað þá keyrðum við saman um landið. Þessi ferð snerist í raun ekki mikið um vídeóið, heldur fyrst og fremst þessa ferð um landið, það sem fyrir augu bar og allt sem hún hafði að segja. Við keyrðum aðallega um Suðurlandið og margt af því sem ég sá og kynntist í þessari ferð nýttist mér svo í tökunum seinna meir. En ég fór lika ein m.a. vestur á Snæfellsnes og víðar og það var líka ákveðin upplifun að vera ein á ferð. Ég kom svo aftur seinna um sumarið og þá var ég með kvikmyndagerðarfólk með mér og leitaðist við að fanga það sem ég hafði séð, lesið og upplifað." Laxdæla og Laxness Jonas segir að þessi hluti, verkið sem kallast Volcano Saga og er sýnt í Listasafninu á Akureyri, hafi alfarið snúið að Laxdælu. Verkið er frásagnarmyndband. Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verkum Jonas byggðum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum. „Þegar ég var að vinna að þessu verki þá las ég verk Halldórs Laxness í fyrsta sinn. Það tók mig svo nokkur ár að koma aftur að þeim verkum. Hugmyndin var þó til staðar en þetta var eitthvað sem ég þurfti að melta. Það var því talsvert seinna sem ég vann að Reanimation sem er sprottið af lestri mínum á Kristnihaldi undir Jökli. Áherslan er á örstutta tilvísun skáldsins í Eyrbyggju sem er lögð í munn sögumanns og fjallar um það þegar Þórgunna gengur aftur og finnur mjölið í búrinu til að baka brauð ofan í svanga líkflutningamenn sína. Þetta er mögnuð saga og það sem ég er að takast á við er að segja þetta með mínum hætti. Því fyrir mér er vídeólistin ekki síst leið til þess að segja sögur.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október. Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Joan Jonas er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Jonas, sem er fædd árið 1936 í New York, þar sem hún hefur búið og starfað alla tíð, hefur haft víðtæk áhrifa á fjölda samferðamanna sinni í listinni enda hafa verk hennar verið sýnd á öllum helstu listasöfnum heims. Þrátt fyrir langan og glæstan feril er Jonas enn afar virk í listsköpun sinni enda var hún fulltrúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum árið 2015. Á fimmtudagskvöldið var opnuð sýningin Reanimation í Listasafni Íslands en í dag verður hins vegar opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkinu Volcano Saga. Bæði þessi verk eru hluti af Íslandstengdum verkum listakonunnar og mikill hvalreki fyrir íslenska listunnendur, ekki síst þar sem þessi verk hafa aldrei verið sýnd áður á Íslandi. Opnaði á möguleika Joan Jonas er meðal þeirra listamanna sem fyrstir tóku vídeóvélina í sína þágu. Hún segfir að upphaf þess megi rekja til þess að bakgrunnur hennar liggi í raun fyrst og fremst í höggmyndalistinni. „En svo fór ég líka á námskeið í danslist hjá Trishu Brown í New York. Ég get alls ekki kalað mig dansara en það varð þó til þess að ég hef notað hreyfingu mjög mikið í mínum verkum. Ég var áhugasöm um danslistina og hrærðist að auki í listamannaumhverfi borgarinnar á sínum tíma. Ég þekkti kvikmyndagerðarfólk og fólk úr ólíkum listgreinum og svona í gegnum þann hóp fór ég að kynnast myndbandstækninni. Þegar ég svo fór til Japans árið 1970 þá ákvað ég að taka skrefið og keypti mér tökuvél þar. Þetta var fyrsta handhæga vídeókameran fyrir almenning og með tilkomu hennar opnaðist fyrir ýmsa möguleika.“ Jonas segir að hún hafi strax heillast af þessum nýja miðli og möguleikum hans. „Ég hef alltaf haft áhuga á kvikmyndalistinni og var þá þegar búin að gera tvær kvikmyndir, það var 1968, en þá vann ég að sjálfsögðu með tökumanni. En með tilkomu vídeótækninnar opnaðist fyrir þann möguleika að taka sjálf eins og ég hef gert síðan þá.“ Grundvöllur Jonas hefur ætíð verið einfaldur þótt útkoman sé margslungin og marglaga. Meðan hún skundar um myrkvað sviðið sem hún byggir gjarnan upp með tjaldi fyrir vídeóvörpun, teiknar myndir beint á vegg, fremur ýmis hljóð með bjöllum, pappírsskrjáfi eða ásláttarbrestum, líður verkið áfram eins og fljót sem kvíslast að ósi. Áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með atburðarásinni sem á sér stað víðsvegar um sviðið. „Fyrir mér er þetta náttúrlegt ferli sem kom í framhaldi af kvikmyndaáhuganum. Einhvers konar eðlilegt framhald innan kvikmyndalistarinnar. Aðeins önnur tækni. Þetta er var ekki ósvipað því og þegar ég fór úr höggmyndinni og yfir í hreyfinguna á sjöunda áratugnum, ég leit á það sem eðlilegt ferli. Næsta skref ef svo mætti segja. Hreyfingin er svo líka hluti af teikningunni þannig að þetta er allt ferli fremur en stökk. Á ferð um Ísland Fyrir Jonas er listsköpunin ekki síst ákveðin leið til þess að segja sögur og að ákveðnu leyti segist hún líta á sig sem sögumann. Það hafði líka víðtæk áhrif á það að hún ákvað að fara til Íslands á sínum tíma. „Vinur minn sagði mér frá Íslendingasögunum og að þær væru einstaklega fallegar. Það varð til þess að ég las eins margar og ég gat komist í, svona þær sem voru til í enskri þýðingu, og það kveikti með mér löngun til þess að gera eitthvað við þetta. Ég valdi, af ýmsum ástæðum, að vinna með Laxdælu. Það er afar falleg saga og svo er hún líka með konu í forgrunni og það skipti mig miklu máli. Ég fékk styrk til þess að vinna að þessu og í framhaldinu fór ég til Íslands til þess að vinna rannsóknarvinnuna. Steinunn Vasulka var góð vinkona mín svo ég hringdi í hana og það vildi svo vel til að hún var líka á leiðinni til Íslands. Þannig að í minni fyrstu ferð hingað þá keyrðum við saman um landið. Þessi ferð snerist í raun ekki mikið um vídeóið, heldur fyrst og fremst þessa ferð um landið, það sem fyrir augu bar og allt sem hún hafði að segja. Við keyrðum aðallega um Suðurlandið og margt af því sem ég sá og kynntist í þessari ferð nýttist mér svo í tökunum seinna meir. En ég fór lika ein m.a. vestur á Snæfellsnes og víðar og það var líka ákveðin upplifun að vera ein á ferð. Ég kom svo aftur seinna um sumarið og þá var ég með kvikmyndagerðarfólk með mér og leitaðist við að fanga það sem ég hafði séð, lesið og upplifað." Laxdæla og Laxness Jonas segir að þessi hluti, verkið sem kallast Volcano Saga og er sýnt í Listasafninu á Akureyri, hafi alfarið snúið að Laxdælu. Verkið er frásagnarmyndband. Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eldfjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verkum Jonas byggðum á íslenskum bókmenntum, fornum og nýjum. „Þegar ég var að vinna að þessu verki þá las ég verk Halldórs Laxness í fyrsta sinn. Það tók mig svo nokkur ár að koma aftur að þeim verkum. Hugmyndin var þó til staðar en þetta var eitthvað sem ég þurfti að melta. Það var því talsvert seinna sem ég vann að Reanimation sem er sprottið af lestri mínum á Kristnihaldi undir Jökli. Áherslan er á örstutta tilvísun skáldsins í Eyrbyggju sem er lögð í munn sögumanns og fjallar um það þegar Þórgunna gengur aftur og finnur mjölið í búrinu til að baka brauð ofan í svanga líkflutningamenn sína. Þetta er mögnuð saga og það sem ég er að takast á við er að segja þetta með mínum hætti. Því fyrir mér er vídeólistin ekki síst leið til þess að segja sögur.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. október.
Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira