Íhaldið breytir kerfinu Hildur Sverrisdóttir skrifar 27. október 2016 07:00 Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur. Sjálfstæðisflokkurinn er vissulega íhaldssamur að því leytinu að við viljum ekki kollvarpa því sem virkar í grundvallaratriðum – þótt við séum alltaf til í að betrumbæta og fínstilla. Við viljum ekki kollsteypur í ríkisfjármálum eða hagstjórn þegar ríkissjóður er loksins rekinn með afgangi og allar hagtölur sýna að við erum á réttri leið. Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki kollvarpa fiskveiðikerfi sem er einstakt á heimsvísu og hefur stuðlað að því að sjávarútvegurinn er sjálfbær og arðbær atvinnugrein sem stendur beint og óbeint undir stórum hluta velferðar okkar. Við viljum heldur ekki neina kollsteypu með stjórnarskrána, sem myndi að öllum líkindum leiða af sér áratuga réttaróvissu, þótt við teljum rétt að gera afmarkaðar og tímabærar breytingar á stjórnarskránni í pólitískri sátt. Á kjörtímabilinu hafa hins vegar verið gerðar gífurlega mikilvægar kerfisbreytingar undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Við styttum til að mynda framhaldsskólanám og stigum þannig mikilvægt skref til þess að nýta betur fé skattgreiðenda, tíma og hæfileika ungs fólks. Aukin framleiðni í menntakerfinu og hagkerfinu almennt er forsenda þess að við getum áfram staðið undir velferðinni þótt árið 2050 verði helmingi færri vinnandi hendur á hvern aldraðan en í dag.Grundvallarbreytingar Við beittum okkur fyrir grundvallarbreytingum á námslánakerfinu, sem hefðu bætt kjör alls þorra námsmanna, hefði stjórnarandstaðan ekki stoppað þær í þinginu. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir breiðri sátt um breytingar á lífeyriskerfi landsmanna, sem ætti að geta tryggt að allir landsmenn búi við sjálfbært, fullfjármagnað lífeyriskerfi. Við vorum reiðubúin til þess að taka á gífurlegum uppsöfnuðum vanda í lífeyriskerfi opinberra starfsmanna – og höfðum komið ríkissjóði í þá stöðu að geta það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig sýnt að hann veigrar sér ekki við að ráðast í grundvallarkerfisbreytingar. Ekki ef þær eru einungis breytingar breytinganna vegna af einhverjum óskilgreindum ástæðum með ófyrirsjáanlegum afleiðinum, heldur ef við erum viss um að þær breytingar séu til góðs fyrir land og þjóð og stuðli að framförum og velferð til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun