Á dögunum kom í ljós að rússneski glímukappinn Besik Kudukhov hefði fallið á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í London árið 2012.
Hann var einn fjölmargra sem féll er lyfjaprófin frá 2008 og 2012 voru skoðuð á ný með nýjustu tækni.
Kudukhov vann til silfurverðlauna í London í 60 kg flokki í glímu. Hann lést svo ári síðar í bílslysi.
Er í ljós kom að hann hefði verið á sterum í London þurfti að taka ákvörðun um hvort taka ætti verðlaunin af fjölskyldu hans. Maðurinn sem varð í þriðja sæti, Indverjinn Yogeshwar Dutt, tók af skarið í þeirri umræðu.
„Ef það er mögulegt þá á hann að halda verðlaununum. Þar með heldur fjölskylda hans í sína virðingu. Mannúð er ofar öllu,“ sagði Dutt.
Alþjóð ólympíunefndin hefur því ákveðið að aðhafast ekki frekar í málinu og fjölskylda Kudukhov mun halda verðlaunum hans.
Látinn glímumaður fær að halda ÓL-silfrinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn


Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti



Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik
Enski boltinn


Fleiri fréttir
