Kvótakerfið – sáttaleið Guðmundur Edgarsson skrifar 25. október 2016 07:00 Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun