Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 83-94 | Stjarnan skein skært í Ljónagryfjunni Aron Ingi Valtýsson í Njarðvík skrifar 21. október 2016 22:45 Hlynur Bæringsson átti fínan leik í kvöld. Vísir/Ernir Stjarnan var númeri of stór fyrir Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Baráttuglaðir Njarðvíkingar áttu sínar stundir í leiknum en Stjörnumenn voru einfaldlega sterkari. Stjörnumenn spóluðu fram úr Njarðvík strax í upphafi leiks en Njarðvík náði að koma til baka. Það var að hluta til Stefan Bonneau að þakka en hann átti frábæra endurkomu í Njarðvíkurliðið. Í síðari hálfleik héldu Stjörnumenn áfram að sýna klærnar og lönduðu sanngjörnum sigri í skemmtilegum leik.Umfjöllun og viðtöl má sjá hér að neðan.Njarðvík-Stjarnan 83-94 (19-29, 26-18, 25-27, 13-20)Njarðvík: Stefan Bonneau 28/6 fráköst, Logi Gunnarsson 23/4 fráköst, Björn Kristjánsson 16, Corbin Jackson 7/4 fráköst, Páll Kristinsson 5, Johann Arni Olafsson 4/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0/6 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/9 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 0.Stjarnan: Devon Andre Austin 16/9 fráköst, Justin Shouse 16/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/16 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Sæmundur Valdimarsson 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Ágúst Angantýsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan kom ákveðnari til leiks og setti tóninn strax í byrjun þegar þeir komast í 13 stiga forystu á fyrstu mínútunum. Hrafn dreifði álaginu vel á milli manna og allir skiluðu sínu. Skorið dreifðist vel hjá gestunum þar sem sex leikmenn voru að skila meira en 10 stigum. Njarðvíkingar áttu ekki svar í vörninni þar sem stigin voru að koma úr öllum áttum. Bestu menn vallarins? Það var enginn áberandi góður hjá Stjörnunni í þessum leik. Liðsheildin var það sem dró þennan sigur í höfn. Hlynur Bæringsson skilaði 15 stigum og tók 16 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Njarðvíkingum voru það Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau sem héldu heimamönnum inni í leiknum. Gamli kallinn hann Páll Kristinsson hjá heimamönnum átti heldur betur góðan leik og barðist eins og ljón undir körfunni þrátt fyrir að vera orðinn 40 ára gamall. Tölfræði sem vakti athygli? Jón Arnór Sverrisson kom inn af bekknum, mataði liðsfélaga sína af stoðsendingum eða níu talsins. Jón hefur ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Sverrir Þór Sverrisson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Leikmenn beggja liða létu heldur betur vaða fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls voru tekinn 67 þriggja stiga skot í leiknum og á tímabili var eins og liðin væru í þriggja stiga skot keppni. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar mættu ekki tilbúnir til leiks og voru að elta allan leikinn. Þeir komust einu sinni yfir í leiknum en misstu svo Stjörnuna aftur tíu stigum á undan sér. Það sem var að hrjá Njarðvíkinga í þessum leik var hæðarmunur á liðunum og hvað Corbin Jackson var að skila litlu til liðsins. Stjarnan náði aldrei að hrista Njarðvík almennilega af sér og þriggja stiga stórar þriggja stiga körfur koma Njarðvíkingum alltaf aftur inní leikinn.Logi: Við erum bara of litlir eins og er Logi Gunnarsson var einu sinni sem oftar öflugur í liði Njarðvíkur en það dugði ekki til að þessu sinni. „Þegar Corbin fer útaf og Stefan kemur inná erum við bara of litlir og eigum í erfiðleikum inní teig,” segir Logi svekktur og bætir við „Við erum þannig lið að við skjótum mikið fyrir utan teig, þó við hittum vel á tímabili þá er stærðin inni teig sem særði okkur í dag.“ Daníel: Ekki með kveikt á ljósunum í byrjun Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Varnarleikurinn í byrjun leiks var alveg frá. Við vorum algjörir klaufar og ekki með kveikt á ljósunum til að byrja með sem ég var mjög ósáttur með,“ sagði Daníel hundsvekktur. Þjálfarinn var þó ekki ósáttur með spilamennskuna í heild sinni í leiknum. „Ég er ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og sáttur heilt yfir. Þegar við náðum að komast nálægt þá sigldu þeir alltaf frammúr okkur.“ Hrafn: Ég er að bíða eftir góðum 40 mínútum Þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, var yfirvegaður og sáttur við stigin í leikslok. Aðspurður hvað það hafi verið sem skóp sigurinn sagði Hrafn: „Veistu það ég veit það ekki? Ég var rosalega ánægður hvernig við byrjuðum leikinn. Alveg eins og á Akureyri sleppum við liðinu af önglinum þegar við eigum að vera draga hann inn og það er svolítið pirrandi,“ sagði Hrafn sem er enn að bíða eftir að hans lið sýni sitt besta. „Ég er enn að bíða eftir þeim 40 mínútum þegar við náum að strengja saman heilan leik.“Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Stjarnan var númeri of stór fyrir Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Baráttuglaðir Njarðvíkingar áttu sínar stundir í leiknum en Stjörnumenn voru einfaldlega sterkari. Stjörnumenn spóluðu fram úr Njarðvík strax í upphafi leiks en Njarðvík náði að koma til baka. Það var að hluta til Stefan Bonneau að þakka en hann átti frábæra endurkomu í Njarðvíkurliðið. Í síðari hálfleik héldu Stjörnumenn áfram að sýna klærnar og lönduðu sanngjörnum sigri í skemmtilegum leik.Umfjöllun og viðtöl má sjá hér að neðan.Njarðvík-Stjarnan 83-94 (19-29, 26-18, 25-27, 13-20)Njarðvík: Stefan Bonneau 28/6 fráköst, Logi Gunnarsson 23/4 fráköst, Björn Kristjánsson 16, Corbin Jackson 7/4 fráköst, Páll Kristinsson 5, Johann Arni Olafsson 4/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0/6 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Gabríel Sindri Möller 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0/9 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 0.Stjarnan: Devon Andre Austin 16/9 fráköst, Justin Shouse 16/8 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 15/16 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 13, Sæmundur Valdimarsson 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Ágúst Angantýsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Grímkell Orri Sigurþórsson 0.Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan kom ákveðnari til leiks og setti tóninn strax í byrjun þegar þeir komast í 13 stiga forystu á fyrstu mínútunum. Hrafn dreifði álaginu vel á milli manna og allir skiluðu sínu. Skorið dreifðist vel hjá gestunum þar sem sex leikmenn voru að skila meira en 10 stigum. Njarðvíkingar áttu ekki svar í vörninni þar sem stigin voru að koma úr öllum áttum. Bestu menn vallarins? Það var enginn áberandi góður hjá Stjörnunni í þessum leik. Liðsheildin var það sem dró þennan sigur í höfn. Hlynur Bæringsson skilaði 15 stigum og tók 16 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Njarðvíkingum voru það Logi Gunnarsson og Stefan Bonneau sem héldu heimamönnum inni í leiknum. Gamli kallinn hann Páll Kristinsson hjá heimamönnum átti heldur betur góðan leik og barðist eins og ljón undir körfunni þrátt fyrir að vera orðinn 40 ára gamall. Tölfræði sem vakti athygli? Jón Arnór Sverrisson kom inn af bekknum, mataði liðsfélaga sína af stoðsendingum eða níu talsins. Jón hefur ekki langt að sækja hæfileikana en faðir hans er Sverrir Þór Sverrisson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. Leikmenn beggja liða létu heldur betur vaða fyrir utan þriggja stiga línuna. Alls voru tekinn 67 þriggja stiga skot í leiknum og á tímabili var eins og liðin væru í þriggja stiga skot keppni. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar mættu ekki tilbúnir til leiks og voru að elta allan leikinn. Þeir komust einu sinni yfir í leiknum en misstu svo Stjörnuna aftur tíu stigum á undan sér. Það sem var að hrjá Njarðvíkinga í þessum leik var hæðarmunur á liðunum og hvað Corbin Jackson var að skila litlu til liðsins. Stjarnan náði aldrei að hrista Njarðvík almennilega af sér og þriggja stiga stórar þriggja stiga körfur koma Njarðvíkingum alltaf aftur inní leikinn.Logi: Við erum bara of litlir eins og er Logi Gunnarsson var einu sinni sem oftar öflugur í liði Njarðvíkur en það dugði ekki til að þessu sinni. „Þegar Corbin fer útaf og Stefan kemur inná erum við bara of litlir og eigum í erfiðleikum inní teig,” segir Logi svekktur og bætir við „Við erum þannig lið að við skjótum mikið fyrir utan teig, þó við hittum vel á tímabili þá er stærðin inni teig sem særði okkur í dag.“ Daníel: Ekki með kveikt á ljósunum í byrjun Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ekki sáttur eftir leikinn. „Varnarleikurinn í byrjun leiks var alveg frá. Við vorum algjörir klaufar og ekki með kveikt á ljósunum til að byrja með sem ég var mjög ósáttur með,“ sagði Daníel hundsvekktur. Þjálfarinn var þó ekki ósáttur með spilamennskuna í heild sinni í leiknum. „Ég er ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og sáttur heilt yfir. Þegar við náðum að komast nálægt þá sigldu þeir alltaf frammúr okkur.“ Hrafn: Ég er að bíða eftir góðum 40 mínútum Þjálfari Stjörnunnar, Hrafn Kristjánsson, var yfirvegaður og sáttur við stigin í leikslok. Aðspurður hvað það hafi verið sem skóp sigurinn sagði Hrafn: „Veistu það ég veit það ekki? Ég var rosalega ánægður hvernig við byrjuðum leikinn. Alveg eins og á Akureyri sleppum við liðinu af önglinum þegar við eigum að vera draga hann inn og það er svolítið pirrandi,“ sagði Hrafn sem er enn að bíða eftir að hans lið sýni sitt besta. „Ég er enn að bíða eftir þeim 40 mínútum þegar við náum að strengja saman heilan leik.“Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins