Mamma mín vill valkost... eins og Björt framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 22. október 2016 07:00 Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Nichole Leigh Mosty Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli á miðvikudaginn og þið tókuð kannski eftir því að við fengum heimsókn af því tilefni með nafni mínu Nicole, leifar af fellibylnum sem skall á okkur. Ef ég gæti myndi ég biðjast afsökunar á honum því við höfum aldrei gaman af slíkum stormum. Ég get það bara því miður ekki. Eins og gengur gerist á afmælisdögum fékk ég einnig símtal frá móður minni. Mamma býr í Bandaríkjunum og er að fylgjast vel með storminum sem hér ríkir. Reyndar ekki Nicole, heldur Nichole sem er í miðjum pólitískum stormi. Mamma skilur ekki allt sem sagt og gert er en hefur þá tilfinningu að hér á landi sé skemmtilegri stormur en sá sem gengur yfir heima hjá henni. Hún sagði við mig: „Mér finnst það ósanngjarnt að vita að á Íslandi fái kjósendur að kjósa fyrir sig og fólk eins og þig… ég þarf ekkert að velja milli bara Trump og Hillary! Í rauninni er ég að fara að kjósa á móti einhverjum frekar en fyrir einhvern. Ég hef ekkert val í raun og veru“. Er þetta ekki rétt hjá elsku bestu mömmu minni? Við höfum val og margt að velja úr og vitið þið, fólk öfundar okkur Íslendinga fyrir að hafa þetta val. Hér er það ekki beinlínis svart eða hvítt, vinstri eða hægri, þó að það virðist vera ákveðinn vilji núna að stilla kosningabaráttunni upp með þeim hætti. Björt framtíð er grænn frjálslyndur miðju flokkur og fjólublár er okkar litur. Vissu þið að fjólublár táknar jafnvægi, innri ró, sköpun, hugrekki og veitir manni innblástur? Er það ekki málið að Björt framtíð biður fólk upp á jafnvægi og sanngjarnt val? Björt framtíð tekur afstöðu til málefna út frá almannahagsmunum og langtímaþróun í okkar samfélagi. Björt framtíð vill bæta og breyta kerfum, svo að hún vinnur bæði fyrir hag samfélagsins og jöfnuð í samfélaginu. Sem dæmi vil ég nefna að Björt framtíð hefur ekki fengið styrki frá fyrirtækjum. Ársreikningur flokksins sýnir að við höfum ekki fengið neina styrki frá fyrirtækjum og ekkert framlag frá einstaklingum sem var hærra en 200 þúsund krónur. Samanlagt námu slík framlög rúmar tvær milljónir. Flokkurinn fékk 7,3 milljónir frá sveitarfélögum vegna bæjar-og borgarfulltrúa og 31,3 milljónir úr ríkissjóði. Við lok ársins var hagnaður því tæpar 18 milljónir. Við stöndum við þau orð að gæta almannahagsmuna með því að hvorki skuldbinda okkur, né leyfa þeim sem hafa sérhagsmuna að gæta að hafa áhrif á okkar vinnu. Það má hins vegar beina athygli að því að Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin fengu samanlagt um þrjátíu milljónir í styrki frá fyrirtækjum. Flokkurinn með hæstu styrkina var Sjálfstæðisflokkur en hann hefur fengið 19 milljónir króna frá ýmsum fyrirtækjum og útgerðarfyrirtækjum, sem voru þar í áberandi hlutverki. Það er tæplega vika í kosningar og pólitískur stormur ríkir yfir okkur. Allar klær eru á lofti og fólk vilja skýra fyrir kjósendum hver sé hægri og hver vinstri, hverjir séu hvítir og hverjir svartir. Sumir vilja líkja Bjartri framtíð við hægri pólitík og aðrir ýta flokknum alla leið til vinstri. Við stöndum hins vegar fast á okkar gildum hér á miðjunni með fjólubláan skjöld, heiðarleika og einlægni að vopni. Við viljum tala um málefni sem skipta okkur máli. Við viljum hlusta á ykkur og gera okkar besta til að breyta þeim kerfum sem þjóna samfélaginu ekki nægjanlega vel. Ég get ekki beðið ykkur afsökunar á fellibylnum Nicole sem skall á okkur en ég get hins vegar beðið þjóðina afsökunar á því ástandi sem ríkir yfir okkur núna. Það virðist vera það eftirsóknarvert að vinna með okkur að sumir hafa reynt að búa til einhvers konar vesen við að reyna að skýra okkar stöðu. Ég segi aftur, við erum frjálslyndur miðju flokkur sem vill þjóna íslensku þjóðinni. Við erum flokkur sem mamma mín, og margir fleiri af mínum fyrrum heimamönnum, dreymir um að fá sem valkost þegar þau mæta í kjörklefann. Til hamingju með að hafa val á Bjartri framtíð hér á landi.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun