Ísak Ernir færður af Stjörnuleik en klúðrið í bikarnum er „ekkert endilega ástæðan“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 11:30 Ísak Ernir Kristinsson er einn besti dómarinn í Domino's-deildinni. vísir/anton brink Ísak Ernir Kristinsson, einn af bestu dómurum Domino's-deildar karla í körfubolta, hefur verið færður af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á föstudagskvöldið. Ísak Ernir var einn þriggja dómara í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunndagskvöldið þar sem hann fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum. Þrátt fyrir að vera mjög vel staðsettur dæmdi hann ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, þegar hann steig á hliðarlínuna er hann gaf stoðsendinguna á Lewis Clinch sem skoraði sigurkörfu leiksins. Stjörnumenn trylltust og fékk Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, tæknivillu fyrir að mótmæla ákvörðun Ísaks um að dæma ekki innkast sem Stjarnan hefði þá fengið.„Við erum alltaf að færa dómara til. Það er hreyfing á mönnum í hverri viku. Það var meira að segja meiri hreyfing á mönnum fyrir síðustu leikviku,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, við Vísi aðspurður um ástæðu þess að Ísak var tekinn af leiknum. Í staðinn fyrir að dæma leik Þórs Þ. og Stjörnunnar verður Ísak í frábæru þriggja manna teymi með Sigmundi Má Herbertssyni og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í leik Hauka og ÍR sem er hinn leikurinn á föstudaginn. „Það geta verið allskonar ástæður fyrir því að við þurfum að hreyfa menn til þó það sé búið að bóka menn að leiki. Það geta komið upp meiðsli og annað,“ segir Rúnar Birgir. Aðspurður beint hvort ástæðan sé ekki að ótækt hafi verið að láta Ísak Erni dæma leik hjá Stjörnunni aðeins fimm dögum eftir bikarklúðrið segir dómarastjórinn: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 á föstudagskvöldið en sjötta umferðin verður svo gerð upp í Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leik eða klukkan 22.00. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Ísak Ernir Kristinsson, einn af bestu dómurum Domino's-deildar karla í körfubolta, hefur verið færður af leik Þórs Þorlákshafnar og Stjörnunnar sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á föstudagskvöldið. Ísak Ernir var einn þriggja dómara í bikarleik Grindavíkur og Stjörnunnar á sunndagskvöldið þar sem hann fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum. Þrátt fyrir að vera mjög vel staðsettur dæmdi hann ekki innkast á Ólaf Ólafsson, leikmann Grindavíkur, þegar hann steig á hliðarlínuna er hann gaf stoðsendinguna á Lewis Clinch sem skoraði sigurkörfu leiksins. Stjörnumenn trylltust og fékk Hrafn Kristjánsson, þjálfari liðsins, tæknivillu fyrir að mótmæla ákvörðun Ísaks um að dæma ekki innkast sem Stjarnan hefði þá fengið.„Við erum alltaf að færa dómara til. Það er hreyfing á mönnum í hverri viku. Það var meira að segja meiri hreyfing á mönnum fyrir síðustu leikviku,“ segir Rúnar Birgir Gíslason, dómarastjóri KKÍ, við Vísi aðspurður um ástæðu þess að Ísak var tekinn af leiknum. Í staðinn fyrir að dæma leik Þórs Þ. og Stjörnunnar verður Ísak í frábæru þriggja manna teymi með Sigmundi Má Herbertssyni og Kristni Óskarssyni, föður sínum, í leik Hauka og ÍR sem er hinn leikurinn á föstudaginn. „Það geta verið allskonar ástæður fyrir því að við þurfum að hreyfa menn til þó það sé búið að bóka menn að leiki. Það geta komið upp meiðsli og annað,“ segir Rúnar Birgir. Aðspurður beint hvort ástæðan sé ekki að ótækt hafi verið að láta Ísak Erni dæma leik hjá Stjörnunni aðeins fimm dögum eftir bikarklúðrið segir dómarastjórinn: „Það er ekkert endilega ástæðan.“Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 á föstudagskvöldið en sjötta umferðin verður svo gerð upp í Dominos-Körfuboltakvöldi eftir leik eða klukkan 22.00.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Ólögleg sigurkarfa Grindavíkur skellti Stjörnunni í bikarnum | Myndband Karfan sem kom Grindavík áfram í Maltbikarnum átti ekki að standa. 7. nóvember 2016 12:15
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins