Íraski herinn mjakar sér dag frá degi lengra inn í borgina Mosúl, þar sem vígasveitir Íslamska ríkisins veita harða mótspyrnu.
Í gær skýrðu Írakar frá því að fjöldagröf hefði fundist skammt suður af Mosúl.
Um það bil hundrað lík fundust í gröfinni. Líkin höfðu verið hálshöggvin og mörg þeirra voru orðin að beinagrindum þannig að erfitt var að bera kennsl á þau.
Vígasamtökin hafa haldið uppi ógnarstjórn í Mosúl síðan þau náðu borginni á sitt vald fyrir rúmlega tveimur árum.
Íraski stjórnarherinn vonast til þess að ná borginni úr höndum Íslamska ríkisins áður en langt um líður og nýtur aðstoðar bæði Peshmerga-sveita Kúrda og vopnaðra hópa sjía-múslima.
Fréttin birst fyrst í Fréttablaðinu.
Fjöldagröf fannst í Mosúl
Guðsteinn Bjarnason skrifar
