Myndavélin á landsliðsstelpunum þegar dregið var í riðla á EM | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2016 19:00 Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Myndatökumaður Stöðvar tvö fékk að fylgjast með viðbrögðum landsliðsstelpnanna Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hallberu Guðnýju Gísladóttur þegar dregið var í riðli fyrir EM kvenna í Hollandi sem fer fram næsta sumar. Íslenska liðið lenti í C-riðlinum með Frakklandi, Sviss og Austurríki en fyrsti leikur stelpnanna er á móti Frakklandi. Margrét Lára og Hallbera voru spenntar þegar þær fylgdust með drættinum í húsakynnum 365 miðla í dag en dregið var í Rotterdam. „Það var við því að búast að þetta yrði erfiður riðill. Við höfum farið á tvö Evrópumót og fengið erfiða riðla í bæði skiptin. Við tökum þessu bara fagnandi og undirbúum okkur vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Guðjón Guðmundsson. Hverjir eru möguleikar íslenska liðsins í þessum riðli? „Þeir eru alveg ágætir. Við spiluðum við Sviss í síðustu undankeppni HM og það gekk ekki nógu vel. Ég held að það sé fínt að vera búnar að spila við þær og þekkjum þær því ágætlega,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í viðtali við Gaupa. „Frakkarnir eru ógnarsterkir og líklegir sigurvegarar í riðlinum en það verða líka fleiri lið sem komast áfram,“ sagði Hallbera. Sér Margrét Lára fyrir sér að íslenska liðið komist í undanúrslitin? „Já, klárlega. Ég sé samt fyrst og fremst fyrir mér að við ætlum að komast upp úr þessum riðli og svo tökum við bara stöðuna eftir það. Þetta er mjög erfiður riðill og Sviss er það lið úr öðrum styrkleikaflokki sem við hefðum helst vilja forðast. Við eigum líka harma að hefna gegn þeim eftir að hafa tapað tvisvar illa fyrir þeim. Nú ætlum við okkur að vinna þær þegar mest á reynir,“ sagði Margrét Lára. „Ég held að allir í liðinu séu að stefna í sömu átt. Við ætlum að koma okkur í besta form sem völ er á. Svo veit ég að því að KSÍ hefur staðið vel við bakið á okkur og við fáum fullt af æfingaleikjum og verðum mikið saman. Ég held að við komum í toppmálum til leiks,“ sagði Hallbera. Það er hægt að sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira