Kjararáð svarar engu og hunsar beiðni um gögn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. nóvember 2016 14:00 Meðlimir kjararáðs. Leiðrétting: Í upphaflegri frétt, sem birt var í Fréttablaðinu, birtust myndir af Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni yngri, hæstaréttarlögmanni, og Huldu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands, með fréttinni. Réttar myndir, af Vilhjálmi H. eldri og Huldu Árnadóttur lögmanni, birtast með þessari frétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin efnisleg svör hafa borist frá kjararáði við bréfi Fréttablaðsins frá því 13. júlí í sumar þar sem óskað var eftir gögnum sem kjararáð aflaði sér og byggði á varðandi ákvarðanir sínar á árinu 2016. Fréttablaðið óskaði eftir því við Jónas Þór Guðmundsson, formann kjararáðs, að fá afrit af gögnum „í formi skýrslna, munnlegra og skriflegra, af starfsmönnum og launagreiðendum þeirra sem heyra undir kjararáð“ vegna allra úrskurða ráðsins á árinu. „Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. Síðan hefur ekkert heyrst frá kjararáði þrátt fyrir margítrekaðan tölvupóst og símhringingar. Í sumar spurðist Fréttablaðið fyrir um það hjá Alþingi, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og hjá kjararáði sjálfu hvort þar væri unnið að endurskoðun launa þingmanna og ráðherra og hvort til væru einhver skjalfest samskipti um það frá því næstu átján mánuðina þar á undan. Forsætisráðuneyti og Alþingi sögðu ekki svo vera en ekki barst lokasvar frá fjármálaráðuneytinu. Í frétt blaðsins 5. ágúst kom fram að formaður kjararáðs segðist ekki mundu tjá sig um þessa spurningu. Má því segja að leynd hafi hvílt yfir þessu verki. Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Leiðrétting: Í upphaflegri frétt, sem birt var í Fréttablaðinu, birtust myndir af Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni yngri, hæstaréttarlögmanni, og Huldu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands, með fréttinni. Réttar myndir, af Vilhjálmi H. eldri og Huldu Árnadóttur lögmanni, birtast með þessari frétt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Engin efnisleg svör hafa borist frá kjararáði við bréfi Fréttablaðsins frá því 13. júlí í sumar þar sem óskað var eftir gögnum sem kjararáð aflaði sér og byggði á varðandi ákvarðanir sínar á árinu 2016. Fréttablaðið óskaði eftir því við Jónas Þór Guðmundsson, formann kjararáðs, að fá afrit af gögnum „í formi skýrslna, munnlegra og skriflegra, af starfsmönnum og launagreiðendum þeirra sem heyra undir kjararáð“ vegna allra úrskurða ráðsins á árinu. „Vegna sumarleyfa verður ekki unnt að taka afstöðu til beiðninnar fyrr en að þeim loknum,“ segir í svari sem barst frá skrifstofu kjararáðs 20. júlí. Síðan hefur ekkert heyrst frá kjararáði þrátt fyrir margítrekaðan tölvupóst og símhringingar. Í sumar spurðist Fréttablaðið fyrir um það hjá Alþingi, forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti og hjá kjararáði sjálfu hvort þar væri unnið að endurskoðun launa þingmanna og ráðherra og hvort til væru einhver skjalfest samskipti um það frá því næstu átján mánuðina þar á undan. Forsætisráðuneyti og Alþingi sögðu ekki svo vera en ekki barst lokasvar frá fjármálaráðuneytinu. Í frétt blaðsins 5. ágúst kom fram að formaður kjararáðs segðist ekki mundu tjá sig um þessa spurningu. Má því segja að leynd hafi hvílt yfir þessu verki.
Kjararáð Kosningar 2016 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira