„Þetta er algjört danslag til að koma Airwaves fólki í gírinn fyrir næstu daga. Við bjuggum til lítinn rave-skemmtistað í hálfbyggðu skrifstofuhúsnæði í Reykjavík og tókum upp myndbandið þar,“ segir Melkorka.
Árni Filippusson sá um kvikmyndatökuna í myndbandinu og var það Magnús Leifsson sem leikstýrði því.
Hér að neðan má sjá bæði myndbandið og dagskrá sveitarinnar á Airwaves.
Miðvikudagur: Harpa Norðurljós 00:20-1:00
Fimmtudagur: Hlemmur Square (off venue) - 16:00-16:30
Föstudagur: Kaffihús Vesturbæjar (off venue) - 17:00-17:30pm
Laugardagur: Bryggjan Brugghús (off venue) - 16:00-16:30pm