Reynt að bjarga tugum þúsunda barnslífa Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Konur og börn bíða aðstoðar við næringarstöð á vegum UNICEF í Muna í útjaðri bæjarins Maiduguri í Borno-héraði í Nígeríu. Þessi mynd er tekin í september en þar í búðunum er athvarf fyrir um 16 þúsund manns. Nordicphotos/AFP Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Nærri hálf milljón barna er í bráðri hættu vegna vannæringar í norðausturhluta Nígeríu. Nærri 75 þúsund þeirra gætu látið lífið á næstu mánuðum fái þau ekki meðferð. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, segir ástæðu neyðarinnar margþætta, en þar má helst nefna uppskerubrest, hækkandi matvælaverð og stórfelldan fólksflótta vegna Boko Haram vígahreyfingarinnar sem herjað hefur á þetta svæði árum saman. UNCIEF á Íslandi stendur nú fyrir neyðarsöfnun vegna hörmunganna í Nígeríu og nágrannaríkjunum Níger, Tsjad og Kamerún. Meira en fimm þúsund manns hafa tekið þátt í söfnuninni og nú þegar hafa safnast níu milljónir króna hér á landi. „Það er frábært að finna þennan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir miklu máli. Staðan hér er grafalvarleg, börn eru í lífshættu og við getum hjálpað þeim,“ segir Patrick Rose, upplýsingafulltrúi á svæðisskrifstofu UNICEF í Vestur- og Mið-Afríku. „Við höfum ekki mikinn tíma og verðum að nýta hann vel. Þess vegna skiptir svo miklu máli að fá svona marga í lið með okkur, eins og núna á Íslandi. Framlögin eiga eftir að bjarga lífi barna,“ segir Patrick. Neyðarástand ríkir nú vegna vannæringar barna í öllum ríkjunum fjórum. Ástandið er samt verst í Borno-héraði í norðausturhluta Nígeríu, en þar hafa liðsmenn Boko Haram verið stórtækastir. Vígahreyfingin Boko Haram hefur starfað á þessum slóðum í meira en áratug. Árið 2009 hófu samtökin vopnaða baráttu með tíðum árásum á fólk, fjöldamorðum og mannránum. Þau náðu á sitt vald stóru landsvæði í Borno-héraði og lýstu þar meðal annars yfir stofnun kalífadæmis að fordæmi Daish-samtakanna í Írak og Sýrlandi. Stjórnarherinn í Nígeríu hefur nú náð að endurheimta að stórum hluta það svæði sem Boko Haram hafði náð á sitt vald, en íbúarnir þurfa hjálp við að koma undir sig fótunum á ný. UNICEF segir vannæringu barna á þessum slóðum ekki aðeins stafa af matvælaskorti heldur komi þar einnig til óhreint vatn, skortur á aðgengi að salernum og skertur aðgangur að heilbrigðisþjónustu. „Góðu fréttirnar eru þær að ef næst til allra barna í Borno sem þjást af alvarlegri vannæringu er hægt að bjarga meira en 99 prósentum þeirra,“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Níger Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira