Kjarabarátta tónlistarskólakennara er barátta okkar allra! Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 10:18 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun