Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Jose Costa er hættur og Israel Martin tekur við Tindastóli á nýjan leik en Martin hóf tímabilið sem aðstoðarþjálfari Costa. vísir/anton brink „Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
„Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins