Conor á von á barni og vill hlut í UFC: „Ég vil fá það sem ég á skilið ef ég á að koma aftur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2016 11:00 Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Írski vélbyssukjafturinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor stóð enn eina ferðina við allt sem hann lætur út úr sér þegar hann pakkaði Eddie Alvarez saman á UFC 205 í New York og varð um leið fyrsti maðurinn til að bera tvö heimsmeistarabelti í UFC.Sjá einnig:Conor McGregor tvöfaldur meistari McGregor er nú meistari í fjaðurvigt og léttvigt en hann rotaði Alvarez í annarri lotu eftir að slá hann í tvígang niður í þeirri fyrstu. Á blaðamannafundi eftir bardagann í New York greindi Írinn frá því að unnusta hans, Dee Devlin, er ólétt og á von á sér í mars. Það var reyndar fljótlega leiðrétt því Devlin er sett í maí. „Ég verð pabbi nemma á næsta ári. Ég er að skíta í mig,“ sagði Conor og uppskar bæði hlátrasköll úr salnum sem og lófatak. Dee Devlin hefur staðið þétt við bakið á Conor í langan tíma og fylgt honum á leið bardagakappans á topp íþróttarinnar.Conor elskar peninga, svo mikið er víst. Hann er vel meðvitaður um hvað hann færir UFC jafnt innan búrsins sem utan og nú vill hann fá meira en „bara“ nokkrar milljónir dala fyrir hvern bardaga. Hann vill fá hlut af 4,2 milljarða dala kökunni sem UFC var keypt á fyrr á árinu.Sjá einnig:Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? „Nú verða menn að koma og ræða við mig. Það hefur enginn talað við mig eftir söluna,“ sagði Conor og ýjaði að því að hann gæti hreinlega hætt í UFC. Hann er að minnsta kosti á leiðinni í smá frí. Ekki nema honum verði sýndir peningarnir. „Að eignast þetta barn á eftir að rugla í hausnum á mér. Ég vil bara eignast það og taka mér frí. Ég samt veit hvers virði ég er og nú er ég komin með fjölskyldu og með barn á leiðinni. Ég vil fá það sem ég á skilið ef þið viljið sjá mig aftur.“ „Ég vil eignast hlut í UFC. Ég vil jafnan hlut. Sá sem á þetta fyrirtæki þarf að koma til mín og gefa mér alvöru sneið. Komið mér inn í þetta af alvöru. Gerið mig að eiganda. Ég þarf að vera settur fjárhagslega fyrir lífstíð,“ sagði Conor McGregor. Hluta af blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00 Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15 Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29 Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Írska peningavélin Conor McGregor Aðfararnótt sunnudagsins munu Conor McGregor og Eddie Alvarez eigast við í aðalbardaga kvöldsins í sögulegri viðureign en þetta bardagakvöld er það fyrsta sem UFC samtökin halda í New York fylki. Einnig gæti írinn kjaftfori staðið uppi með tvö meistarabelti eftir bardagann. Hér verður leið hans að þessum tímamótum rakin. 12. nóvember 2016 09:00
Sjáðu rothöggið hjá Conor | Myndband Conor McGregor braut blað í sögu UFC í nótt þegar hann varð meistari í léttvigt eftir sigur á Eddie Alvarez á UFC 205 í Madison Square Garden í New York. 13. nóvember 2016 13:15
Conor: Hvar í fjandanum er hitt beltið mitt? Stórskostlegt viðtal Joe Rogan við Conor McGregor eftir sigur hans í UFC 205 í nótt. 13. nóvember 2016 09:29
Conor McGregor tvöfaldur meistari UFC 205 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor rotaði Eddie Alvarez. Þar með er McGregor léttvigtar- og fjaðurvigtarmeistari UFC. 13. nóvember 2016 07:27