
Og hvað svo, jafnaðarmenn?
Það er dagur eftir þennan dag.
Sumir segja að dagar jafnaðarmannaflokka séu taldir. Ekki bara hér á landi, því sama þróun á sér stað í öðrum evrópskum löndum. Öfgarnar til hægri og vinstri takast á. Miðjan gleymist. Vissulega er baráttan um lífskjör stéttanna og hagsmuni alþýðunnar ekki í sama sviðsljósinu frá því sem áður var. Þú siglir ekki lengur lygnan sjó í miðju stjórnmálanna. Það eru öfgarnar sem ráða, stóru yfirlýsingarnar, peningarnir og völdin. Og miðjuflokkarnir gleymast. Jafnræði, samkennd, réttlæti og kærleiki eru ekki lengur „djúsí“ þegar kemur að kosningum eða fylgi. Sérhagsmunirnir ráð för. Ekki almannaheill, ekki minnimáttar, ekki að gæta bróður míns. Bara mín.
Sannleikurinn er samt sá, að í öllum flokkum, er fólk sem skilur þá grundvallarskoðun, að þjóðfélagið er eitt stórt heimili og hver einasti einstaklingur skiptir máli og hann þarf á hjálparhönd að halda, þegar kaupið, launin og bæturnar duga ekki lengur fyrir útgjöldunum. Hann þarf að hafa kerfi, sem grípur aldraða, fatlaða, fátæka og barnmarga. Eða sjúka. Uppbygging samfélagsins verður að taka tillit til allra sem búa við slæman kost, sem dregist hafa aftur úr í kapphlaupinu um að eiga til hnífs og skeiðar. Samfélagið á að vera skjöldurinn og björgunarhringurinn.
Þegar lýðræðið varð til, þegar Frakkar gerðu uppreisn gegn konungsvaldinu og yfirstéttinni í lok nítjándu aldar, þá var það í þágu almennings, alþýðunnar og allra þeirra undirsáta, sem ekki höfðu einu sinni mannréttindi.
Málstaðurinn enn við lýði
Jafnaðarmannaflokkar, hvarvetna í Evrópu og líka Íslandi hafa það markmið og stefnu að berjast fyrir „venjulega fólkinu“, barnafólki, láglaunafólki og minnimáttar. Það er kjölfestan í starfi og stefnu jafnaðarmanna. Að gæta náungans, að rétta hjálparhönd, að gæta jafnréttis og jafnræðis.
Kannski hefur Samfylkingin ekki staðið sig nógu vel í þeirri baráttu. Innbyrðis átök, lognmolla út á við, sofandi á verðinum, flokkurinn datt niður og hvarf, milli vinstri og hægri. Í einskis manns landi. Því fór sem fór.
En ég er einlægt þeirrar skoðunar að hér á landi sé enn hópur fólks sem trúir á jafnréttið, samkenndina og réttlátt samfélag en vandi þessa hóps er að hann dreifist á marga flokka, Betri framtíð, Viðreisn, Vinstri græna, Pírata og Samfylkingu, og annar hver framsóknarmaður. Líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þegar ég var í þeim flokki. Úr því verður engin fylking, hvað þá samfylking. Og svo kemur fjöldinn allur af smáframboðum fram á sjónarsviðið, sem draga til sín fylgi þúsunda kjósenda, án þess að fá einn eða neinn til að tala máli sínu frekar. Það tvístrast þetta lið, sem ég skilgreini sem jafnaðarmenn og við sitjum uppi með hægri flokk, talsmenn sérhagsmunanna og ríka fólksins, sem fær þó ekki nema 30% atkvæða á meðan framangreindir flokkar eru með 70% fylgi. Samanlagt.
Þetta er staðan í dag. Og við sitjum uppi, jafnaðarmenn, særðir og sorgmæddir. Leikurinn tapaðist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og framtíðinni og göfugu hlutverki jafnaðarmanna er hvergi lokið. Málstaðurinn er enn við lýði.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Að hata einhvern sem þú þarft á að halda?
Katrín Pétursdóttir skrifar

Íslenskar pyndingar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

SFS, Exit og norska leiðin þeirra
Jón Kaldal skrifar

Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti?
Bryndís Schram skrifar

Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með?
Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar

Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist!
Katarzyna Kubiś skrifar

Menntun fyrir öll – nema okkur
Haukur Guðmundsson skrifar

Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika
Davíð Bergmann skrifar

Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar?
Birgir Dýrfjörð skrifar

Að sækja gullið (okkar)
Þröstur Friðfinnsson skrifar

Til hamingju blaðamenn!
Hjálmar Jónsson skrifar

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Bubbi Morthens skrifar

Börn í skugga stríðs
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar

Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra?
Ævar Harðarson skrifar

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi
Jón Páll Haraldsson skrifar

Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið
Sandra B. Franks skrifar

Auðbeldi SFS
Örn Bárður Jónsson skrifar

Skjárinn og börnin
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“
Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar

Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Opið hús fyrir útvalda
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Af hverju hræðist fólk kynjafræði?
Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið
Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Hópnauðganir/svartheimar!
Davíð Bergmann skrifar

Valdið og samvinnuhugsjónin
Kjartan Helgi Ólafsson skrifar

NPA breytti lífinu mínu
Sveinbjörn Eggertsson skrifar

Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni?
Alfa Jóhannsdóttir skrifar