Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Snærós Sindradóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira