Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Þorsteinn Víglundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópnum, ræðir við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, samflokksmann sinn, í spennuþrungnu andrúmsloftinu sem ríkti á Alþingi í gær. vísir/eyþór Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagnstekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablaðið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt framtíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Framsókn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskattheimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/EyþórEins og fram hefur komið samþykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almannatrygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjármagnað öðru vísi en með skattahækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatturinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnarfólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með viðræðuslitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hugmyndir Vinstri grænna um auðlegðarskatt, hátekjuskatt, hærri fjármagnstekjuskatt og hærra auðlindagjald stóðu í Viðreisn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem runnu út í sandinn í gær. Á tveggja manna fundi Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, og Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, sem haldinn var um miðjan dag í gær, tilkynnti hann henni að sannfæring hans fyrir þessu samstarfi væri engin. Heimildir Fréttablaðsins herma að þingflokkur Vinstri grænna hafi óttast að þetta yrði niðurstaðan frá upphafi viðræðnanna. Fréttablaðið hafði enda greint frá því áður en formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hófust að nokkrir þingmenn Vinstri grænna væru spenntari fyrir samstarfi við Framsóknarflokkinn. Sú afstaða hefur styrkst enn frekar í ljósi nýjustu tíðinda og líklegt er að flokkurinn muni reyna að sameina Framsókn inn í fimm flokka jöfnuna. Til þess að það gerist verður Björt framtíð þó að slíta sig frá Viðreisn og ákveða, ásamt Pírötum, að láta af útilokun flokksins gagnvart Framsókn. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, var fulltrúi flokksins í efnahagsmálahópi stjórnarmyndunarviðræðnanna. Hann segir að þar hafi ýmsar hugmyndir um aukna tekjuskattheimtu verið lagðar fram sem byggja ekki á hugmyndum helstu skattasérfræðinga landsins. „Það var ljóst að við værum flokkur sem höfum lagt á það áherslu að hvorki sé þörf né rétt á þessum tímapunkti hagsveiflu að stórauka ríkisútgjöld og hækka skatta þegar allir skattstofnar ríkisins eru í hámarks afrakstri. Það mætti spyrja sig hvort þetta útgjaldastig væri sjálfbært þegar skattbyrði hér er há í alþjóðlegum samanburði. Við töldum ekki hægt að vinna með þessar tillögur þó það væri hægt að ræða afmarkaðar breytingar.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/EyþórEins og fram hefur komið samþykkti Alþingi samgönguáætlun og aukið fjármagn til almannatrygginga, sem ekki hafði verið gert ráð fyrir í ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ára. Aðgerðirnar eru ófjármagnaðar og átti eftir að gera ráð fyrir þeim áður en ráðist yrði í útgjöldin sem lagt var upp með fyrir kosningar. Þorsteinn segir að verulega bratt hafi verið farið í þessa útgjaldaaukningu. Í stjórnarmyndunarviðræðunum hafi einfaldlega verið talað um að eyða of miklum peningum ofan á þessa upphæð. Það yrði ekki fjármagnað öðru vísi en með skattahækkunum, að mati Þorsteins. Þorsteinn segir að hátekjuskatturinn hafi þó ekki verið það sem steytti helst á. „Við erum í raun með þrjú þrep þó það sé verið að fækka þeim í tvö. Skattprósentan í efra þrepi er 46 prósent og það má spyrja sig hversu hátt menn ætla. Sú skattprósenta var ákveðin af ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar en nú vilja menn ganga enn lengra.“ Miklu frekar hafi hugmyndir um auðlegðarskatt staðið í Viðreisnarfólki. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, varð fyrir gífurlegum vonbrigðum með viðræðuslitin í gær. „Allir þessir flokkar hafa talað fyrir því að bæta verulega í heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Við settum ýmsar hugmyndir á borðið en ætluðumst ekki til þess að þær væru allar framkvæmdar, að sjálfsögðu ekki.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira